Stendur undir væntingum 2. nóvember 2006 10:30 Niðurstaða:Niðurstaða: Velheppnuð plata sem festir Möggu Stínu í sessi sem frábæran túlkanda á lögum og textum Megasar. Magga Stína syngur Megas hefur að geyma ellefu lög og texta eftir Megas í flutningi Möggu Stínu og hljómsveitar sem er skipuð þeim Kristni H. Árnasyni gítarleikara, Þórði Högnasyni kontrabassaleikara, Herði Bragasyni hljómborðsleikara og Matthíasi Hemstock slagverksleikara. Það að Magga Stína gefi út plötu með lögum Megasar er eflaust fagnaðarefni fyrir marga. Hún hefur sýnt það áður að henni lætur það einkar vel að syngja Megas. Útgáfa hennar af laginu Aðeins eina nótt á plötunni Megasarlög sem gerð var árið 1997 var alveg mögnuð. Og Fílahirðirinn frá Súrín í flutningi Möggu Stínu var einn af hápunktum 60 ára afmælistónleika sem haldnir voru til heiðurs Megasi í fyrra. Sú upptaka náði vinsældum á Rás 2. Bæði þessi lög eru á plötunni, en líka sex önnur þekkt Megasarlög og þrjú ný. Þrjú laganna eru af Loftmynd, eitt af fyrstu plötunni, eitt af Fram og aftur blindgötuna, eitt af Á bleikum náttkjólum, eitt af Höfuðlausnum og eitt var aukalag á endurútgáfunni af Fram og aftur blindgötuna. Platan er að hluta til unnin með þátttöku Megasar sjálfs. Hann útvegar þrjú ný lög og syngur með Möggu Stínu í einu þeirra, hinu skemmtilega skrítna lokalagi Deglu, en þess söngs er þó hvergi getið á umslaginu. Fílingurinn á plötunni er mjög Megasarlegur. Magga Stína virðist hafa mjög næman skilning á textum Megasar og túlkar þá af innlifun. Það er ekki verið að reyna að brjóta lögin upp með tilraunamennsku eða djörfum útsetningum. Margar útsetninganna eru ekki ósvipaðar frumútgáfunum eða hljóma eins og maður gæti ímyndað sér að þær hljómuðu hjá Megasi sjálfum. Fyrsta lag plötunnar, Flökkusaga ferðalangs, er til dæmis áður óútgefið, en útsetningin er samt sérstaklega Megasarleg. Það er margt skemmtilega gert hjá hljómsveitinni, enda valinn maður í hverju rúmi. Uppáhaldslögin eru nokkur, en ég verð að nefna sérstaklega Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar. Útgáfan af því lagi er hrein snilld. Svo er líka mikið gleðiefni að fá þrjú ný lög og texta eftir Megas til að liggja yfir. Allt skemmtileg stykki og greinilega ekkert úrkast á ferðinni. Á heildina litið er þetta kærkominn gripur. Eins og margir aðrir þá hafði ég töluverðar væntingar til þessarar plötu og hún stenst þær flestar. Nýju lögin eru flott og Magga Stína festir sig í sessi sem frábær túlkandi á lögum Megasar. Trausti Júlíusson Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Magga Stína syngur Megas hefur að geyma ellefu lög og texta eftir Megas í flutningi Möggu Stínu og hljómsveitar sem er skipuð þeim Kristni H. Árnasyni gítarleikara, Þórði Högnasyni kontrabassaleikara, Herði Bragasyni hljómborðsleikara og Matthíasi Hemstock slagverksleikara. Það að Magga Stína gefi út plötu með lögum Megasar er eflaust fagnaðarefni fyrir marga. Hún hefur sýnt það áður að henni lætur það einkar vel að syngja Megas. Útgáfa hennar af laginu Aðeins eina nótt á plötunni Megasarlög sem gerð var árið 1997 var alveg mögnuð. Og Fílahirðirinn frá Súrín í flutningi Möggu Stínu var einn af hápunktum 60 ára afmælistónleika sem haldnir voru til heiðurs Megasi í fyrra. Sú upptaka náði vinsældum á Rás 2. Bæði þessi lög eru á plötunni, en líka sex önnur þekkt Megasarlög og þrjú ný. Þrjú laganna eru af Loftmynd, eitt af fyrstu plötunni, eitt af Fram og aftur blindgötuna, eitt af Á bleikum náttkjólum, eitt af Höfuðlausnum og eitt var aukalag á endurútgáfunni af Fram og aftur blindgötuna. Platan er að hluta til unnin með þátttöku Megasar sjálfs. Hann útvegar þrjú ný lög og syngur með Möggu Stínu í einu þeirra, hinu skemmtilega skrítna lokalagi Deglu, en þess söngs er þó hvergi getið á umslaginu. Fílingurinn á plötunni er mjög Megasarlegur. Magga Stína virðist hafa mjög næman skilning á textum Megasar og túlkar þá af innlifun. Það er ekki verið að reyna að brjóta lögin upp með tilraunamennsku eða djörfum útsetningum. Margar útsetninganna eru ekki ósvipaðar frumútgáfunum eða hljóma eins og maður gæti ímyndað sér að þær hljómuðu hjá Megasi sjálfum. Fyrsta lag plötunnar, Flökkusaga ferðalangs, er til dæmis áður óútgefið, en útsetningin er samt sérstaklega Megasarleg. Það er margt skemmtilega gert hjá hljómsveitinni, enda valinn maður í hverju rúmi. Uppáhaldslögin eru nokkur, en ég verð að nefna sérstaklega Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar. Útgáfan af því lagi er hrein snilld. Svo er líka mikið gleðiefni að fá þrjú ný lög og texta eftir Megas til að liggja yfir. Allt skemmtileg stykki og greinilega ekkert úrkast á ferðinni. Á heildina litið er þetta kærkominn gripur. Eins og margir aðrir þá hafði ég töluverðar væntingar til þessarar plötu og hún stenst þær flestar. Nýju lögin eru flott og Magga Stína festir sig í sessi sem frábær túlkandi á lögum Megasar. Trausti Júlíusson
Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira