Sameinaðir Bítlar 1. nóvember 2006 16:30 bítlarnir Platan Love með Bítlunum kemur út þann 20. nóvember. Á plötunni er að finna lög sem Sir George Martin, sem var upptökustjóri Bítlanna, og sonur hans Giles endurhljóðblönduðu fyrir sýninguna Cirque du Soleil í Las Vegas. „Þessi plata sameinar Bítlana á nýjan leik, vegna þess að skyndilega eru þarna John, George, ég og Ringo,“ sagði Paul McCartney. „Þetta er töfrum líkast.“ Trommarinn Ringo Starr er einnig ánægður með plötuna. „George og Giles unnu gott starf í því að koma þessum lögum saman. Platan er mjög kraftmikil og ég heyrði meira að segja ýmislegt sem ég var búinn að gleyma að við hefðum tekið upp,“ sagði hann. Platan hefur að geyma 78 mínútur af tónlist. Í viðhafnarútgáfu fylgir með DVD-mynddiskur með lögunum sem verður nokkrum mínútum lengri. Á meðal laga á plötunni eru Get Back, Eleanor Rigby, I Am the Walrus, Something, Help!, Blackbird, Strawberry Fields Forever, Hey Jude og All You Need is Love. Menning Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Platan Love með Bítlunum kemur út þann 20. nóvember. Á plötunni er að finna lög sem Sir George Martin, sem var upptökustjóri Bítlanna, og sonur hans Giles endurhljóðblönduðu fyrir sýninguna Cirque du Soleil í Las Vegas. „Þessi plata sameinar Bítlana á nýjan leik, vegna þess að skyndilega eru þarna John, George, ég og Ringo,“ sagði Paul McCartney. „Þetta er töfrum líkast.“ Trommarinn Ringo Starr er einnig ánægður með plötuna. „George og Giles unnu gott starf í því að koma þessum lögum saman. Platan er mjög kraftmikil og ég heyrði meira að segja ýmislegt sem ég var búinn að gleyma að við hefðum tekið upp,“ sagði hann. Platan hefur að geyma 78 mínútur af tónlist. Í viðhafnarútgáfu fylgir með DVD-mynddiskur með lögunum sem verður nokkrum mínútum lengri. Á meðal laga á plötunni eru Get Back, Eleanor Rigby, I Am the Walrus, Something, Help!, Blackbird, Strawberry Fields Forever, Hey Jude og All You Need is Love.
Menning Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira