Glöggt er gests augað 1. nóvember 2006 00:01 Niðurstaða: Meinfyndið sprell og eftirminnileg ádeila í frábærri sýningu. Leikhópurinn Rauði þráðurinn sýnir í Iðnó Höfundur Hávar Sigurjónsson, María Reyndal og leikhópurinn / Leikarar Caroline Dalton, Tuna Metya, Pierre-Alain Giraud og Dimitra Drakopoulou / Leikmynd- og ljósahönnun Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir / Búningar Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir / Tónlist og hljóðmynd Þorkell Heiðarsson / Leikgervi Jóna Sólbjört Ágústsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir / Danshöfundur Lára Stefánsdóttir/ Leikstjóri María Reyndal Við Íslendingar höfum óendanlegan áhuga á okkur sjálfum og þar með á viðhorfi annarra til okkar. Viðfangsefni sýningarinnar Best í heimi eru samskipti Íslendinga við útlendinga þar sem flett er ofan af ýmiss konar fordómum, látalátum og heimóttarskap. Þarna er á ferðinni meinfyndið verk sem samanstendur af stuttum þáttum eða frásögnum af fólki sem fléttast saman. Fjörið hefst og endar í flugvél en persónurnar eru allra landa farþegar og auðvitað séríslensk áhöfn sem kallar fram ófáar brosviprur hjá þurrlyndustu þjóðernissinnum. Leikhópurinn er hreint út sagt frábær. Verkið er leikið á íslensku en leikhópinn skipa Caroline Dalton frá Englandi, Dimitra Drakopoulou frá Grikklandi, Pierre-Alain Giraud frá Frakklandi og Tuna Metya frá Tyrklandi. Öll bregða þau sér í fjölmörg gervi og er frammistaða þeirra alveg glimrandi góð. Þau mynda sterkan og samstilltan hóp og hafa öll mikla útgeislun á sviðinu. Mismikið reyndi á hádramatíska tilburði í verkinu en vert er að minnast á leik Dimitru Drakopoulou sem túlkar móðurina ungu, Kim, sem missir forræði yfir barni sínu. Leikur hennar snart mig mjög og áhrifamikil lokaræða hennar fylgir leikhúsgestum út í nóttina, minnug þess að þarna var ekki aðeins dugmikið sprell á ferðinni heldur líka eftirminnileg ádeila á núverandi ástand. Leikritið er á íslensku en enskum texta er varpað á sviðsmyndina svo þeir sem ekki skilja hið ástkæra ylhýra geta einnig notið sýningarinnar. Reyndar er mikið spaugað með tungumálið í verkinu, líkt og með hinar klassísku forhugmyndir fólks um Ísland, vegsömun náttúruperlanna og ofuráherslu á sérstöðu íslensku þjóðarinnar. Grínið er oftar en ekki tengt vandræðalegum uppákomum sem útlendingar lenda í þegar þeir mæta velmeinandi eða óþolinmóðum Íslendingum, til dæmis þegar kemur að starfsþjálfun ræstitækna á heilbrigðisstofnunum. Heildarmynd sýningarinnar fannst mér faglega unnin, búningar og gervin nutu sín vel í einfaldleika sínum, leikmyndin var stórsniðug og dansnúmerin lífguðu mikið upp á sýninguna. Það er fáa annmarka að finna á þessu framtaki Rauða þráðarins, helst væri þó að grínið var full einsleitt en þó ekki svo að maður hætti nokkurn tíma að skemmta sér á sýningunni. Leiksýningin Best í heimi er verðug áminning um að við erum ekki aðeins íbúar lands eða mislyndir gestgjafar heldur tökum við þátt í títtnefndu fjölmenningarsamfélagi með gjörðum okkar og orðum. Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið að sjá þessa sýningu. Kristrún Heiða Hauksdóttir Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikhópurinn Rauði þráðurinn sýnir í Iðnó Höfundur Hávar Sigurjónsson, María Reyndal og leikhópurinn / Leikarar Caroline Dalton, Tuna Metya, Pierre-Alain Giraud og Dimitra Drakopoulou / Leikmynd- og ljósahönnun Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir / Búningar Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir / Tónlist og hljóðmynd Þorkell Heiðarsson / Leikgervi Jóna Sólbjört Ágústsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir / Danshöfundur Lára Stefánsdóttir/ Leikstjóri María Reyndal Við Íslendingar höfum óendanlegan áhuga á okkur sjálfum og þar með á viðhorfi annarra til okkar. Viðfangsefni sýningarinnar Best í heimi eru samskipti Íslendinga við útlendinga þar sem flett er ofan af ýmiss konar fordómum, látalátum og heimóttarskap. Þarna er á ferðinni meinfyndið verk sem samanstendur af stuttum þáttum eða frásögnum af fólki sem fléttast saman. Fjörið hefst og endar í flugvél en persónurnar eru allra landa farþegar og auðvitað séríslensk áhöfn sem kallar fram ófáar brosviprur hjá þurrlyndustu þjóðernissinnum. Leikhópurinn er hreint út sagt frábær. Verkið er leikið á íslensku en leikhópinn skipa Caroline Dalton frá Englandi, Dimitra Drakopoulou frá Grikklandi, Pierre-Alain Giraud frá Frakklandi og Tuna Metya frá Tyrklandi. Öll bregða þau sér í fjölmörg gervi og er frammistaða þeirra alveg glimrandi góð. Þau mynda sterkan og samstilltan hóp og hafa öll mikla útgeislun á sviðinu. Mismikið reyndi á hádramatíska tilburði í verkinu en vert er að minnast á leik Dimitru Drakopoulou sem túlkar móðurina ungu, Kim, sem missir forræði yfir barni sínu. Leikur hennar snart mig mjög og áhrifamikil lokaræða hennar fylgir leikhúsgestum út í nóttina, minnug þess að þarna var ekki aðeins dugmikið sprell á ferðinni heldur líka eftirminnileg ádeila á núverandi ástand. Leikritið er á íslensku en enskum texta er varpað á sviðsmyndina svo þeir sem ekki skilja hið ástkæra ylhýra geta einnig notið sýningarinnar. Reyndar er mikið spaugað með tungumálið í verkinu, líkt og með hinar klassísku forhugmyndir fólks um Ísland, vegsömun náttúruperlanna og ofuráherslu á sérstöðu íslensku þjóðarinnar. Grínið er oftar en ekki tengt vandræðalegum uppákomum sem útlendingar lenda í þegar þeir mæta velmeinandi eða óþolinmóðum Íslendingum, til dæmis þegar kemur að starfsþjálfun ræstitækna á heilbrigðisstofnunum. Heildarmynd sýningarinnar fannst mér faglega unnin, búningar og gervin nutu sín vel í einfaldleika sínum, leikmyndin var stórsniðug og dansnúmerin lífguðu mikið upp á sýninguna. Það er fáa annmarka að finna á þessu framtaki Rauða þráðarins, helst væri þó að grínið var full einsleitt en þó ekki svo að maður hætti nokkurn tíma að skemmta sér á sýningunni. Leiksýningin Best í heimi er verðug áminning um að við erum ekki aðeins íbúar lands eða mislyndir gestgjafar heldur tökum við þátt í títtnefndu fjölmenningarsamfélagi með gjörðum okkar og orðum. Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið að sjá þessa sýningu. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira