Holtaþokuvísindi 29. október 2006 00:01 Fjölmiðlar eru eðlilega og reyndar góðu heilli andlag margvíslegra vísindalegra rannsókna. Eitt af verðugum viðfangsefnum á því sviði eru tengsl fjölmiðla og fjármagns. Doktor í fjölmiðlafræðum og kennari við Háskóla Íslands hefur birt það sem kallað er niðurstöður af slíkri rannsókn. Þær voru kynntar liðinn föstudag í fyrirlestri á vegum skólans inn á milli fjölda fyrirlestra um merkar rannsóknir og vandaðar fræðilegar athuganir annarra háskólamanna. Vísindamaðurinn sem hér á hlut að máli, doktor Guðbjörg Hildur Kolbeins, sagði ástæðu fyrir rannsókninni vera orðróm um að Fréttablaðinu væri beitt í þágu eigenda þess. Aðferðafræði vísindamannsins var sú að skoða aðeins um þriðjung af auglýsingum í Fréttablaðinu og finna út að stærsti minnihlutaeigandi blaðsins hefði keypt fjórðung af þessum þriðjungi auglýsingarýmisins. Í raun er verið að tala um fimm hundraðshluta heildarauglýsinga og jafnvirði aðeins fimmtungs heildarframlegðar blaðsins. Engin grein var gerð fyrir samhengi lesturs og auglýsinga. Í háskólafyrirlestri sínum hneykslaðist vísindamaðurinn á því að auglýsingar frá fyrirtækjum í eigu þessa aðila hefðu aukist um 45 af hundraði í Fréttablaðinu á tilteknu tímabili. En af einhverri ástæðu var því sleppt að þær höfðu aukist um 55 prósent í Morgunblaðinu á sama tíma þó að breyting á lestri blaðanna hefði verið í öfugu hlutfalli. Ályktunin sem vísindamaðurinn dró af þessum niðurstöðum var sú að auglýsingafjármagn stærsta minnihlutaeigandans að Fréttablaðinu væri notað til svokallaðrar "þöggunar" um málefni sem eigandinn vildi hafa hljótt um. Í háskólafyrirlestrinum var vísað um orsakasamhengið þar á milli til fimmtán greina blaðafulltrúa Rannsóknamiðstöðvar Íslands í Morgunblaðinu. Rétt er að blaðafulltrúi Rannsóknamiðstöðvarinnar hefur að frístundaiðju að skrifa reglulega níðskældni í Morgunblaðið um ritstjóra og blaðamenn Fréttablaðsins. Þær greinar eru í flokki mestu raðrökleysu sem birtist í því blaði. Kjarni málsins er sá að hér er kynnt vísindaleg niðurstaða með því að skoða brot af auglýsingum Fréttablaðsins. Hún er fengin án athugunar á efni blaðsins. Og hún er fengin án skoðunar á öðrum fjölmiðlum. Samt er kveðinn upp sá dómur að ritstjórar og blaðamenn Fréttablaðsins vanvirði eigin ritstjórnarstefnu og siðareglur. Að sönnu er það svo að Háskóli Íslands verður ekki kallaður til ábyrgðar fyrir slík holtaþokuvísindi eins starfsmanns. En þegar áróðurinn er borinn fram undir merkjum Háskólans og innan vébanda hans kemst skólinn því miður ekki hjá óþægindum af þeim sökum. Þetta er hins vegar lítill atburður í hinu stóra samhengi háskólastarfsins og skaðar ekki svo heitið geti djarfa og metnaðarfulla framsókn skólans. Gagnrýni er jafnan holl fyrir blöð og blaðamenn. En skynsamleg rök eru þó á þessu sviði eins og öðrum forsenda gagnseminnar. Þegar gagnrýni er borin fram í nafni vísindanna eru gerðar kröfur um aðferðafræði. Þeir sem hafa það að daglegum starfa að skapa þetta blað gera sér mæta vel grein fyrir því að það er ekki fullkomið og eru opnir fyrir gagnrýni. En þeirri svokölluðu vísindalegu sönnun doktors Guðbjargar Hildar Kolbeins fyrir ¿þöggun¿ og óheiðarleika stjórnenda og blaðamanna Fréttablaðsins er eftir efnistökunum vísað til föðurhúsanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Fjölmiðlar eru eðlilega og reyndar góðu heilli andlag margvíslegra vísindalegra rannsókna. Eitt af verðugum viðfangsefnum á því sviði eru tengsl fjölmiðla og fjármagns. Doktor í fjölmiðlafræðum og kennari við Háskóla Íslands hefur birt það sem kallað er niðurstöður af slíkri rannsókn. Þær voru kynntar liðinn föstudag í fyrirlestri á vegum skólans inn á milli fjölda fyrirlestra um merkar rannsóknir og vandaðar fræðilegar athuganir annarra háskólamanna. Vísindamaðurinn sem hér á hlut að máli, doktor Guðbjörg Hildur Kolbeins, sagði ástæðu fyrir rannsókninni vera orðróm um að Fréttablaðinu væri beitt í þágu eigenda þess. Aðferðafræði vísindamannsins var sú að skoða aðeins um þriðjung af auglýsingum í Fréttablaðinu og finna út að stærsti minnihlutaeigandi blaðsins hefði keypt fjórðung af þessum þriðjungi auglýsingarýmisins. Í raun er verið að tala um fimm hundraðshluta heildarauglýsinga og jafnvirði aðeins fimmtungs heildarframlegðar blaðsins. Engin grein var gerð fyrir samhengi lesturs og auglýsinga. Í háskólafyrirlestri sínum hneykslaðist vísindamaðurinn á því að auglýsingar frá fyrirtækjum í eigu þessa aðila hefðu aukist um 45 af hundraði í Fréttablaðinu á tilteknu tímabili. En af einhverri ástæðu var því sleppt að þær höfðu aukist um 55 prósent í Morgunblaðinu á sama tíma þó að breyting á lestri blaðanna hefði verið í öfugu hlutfalli. Ályktunin sem vísindamaðurinn dró af þessum niðurstöðum var sú að auglýsingafjármagn stærsta minnihlutaeigandans að Fréttablaðinu væri notað til svokallaðrar "þöggunar" um málefni sem eigandinn vildi hafa hljótt um. Í háskólafyrirlestrinum var vísað um orsakasamhengið þar á milli til fimmtán greina blaðafulltrúa Rannsóknamiðstöðvar Íslands í Morgunblaðinu. Rétt er að blaðafulltrúi Rannsóknamiðstöðvarinnar hefur að frístundaiðju að skrifa reglulega níðskældni í Morgunblaðið um ritstjóra og blaðamenn Fréttablaðsins. Þær greinar eru í flokki mestu raðrökleysu sem birtist í því blaði. Kjarni málsins er sá að hér er kynnt vísindaleg niðurstaða með því að skoða brot af auglýsingum Fréttablaðsins. Hún er fengin án athugunar á efni blaðsins. Og hún er fengin án skoðunar á öðrum fjölmiðlum. Samt er kveðinn upp sá dómur að ritstjórar og blaðamenn Fréttablaðsins vanvirði eigin ritstjórnarstefnu og siðareglur. Að sönnu er það svo að Háskóli Íslands verður ekki kallaður til ábyrgðar fyrir slík holtaþokuvísindi eins starfsmanns. En þegar áróðurinn er borinn fram undir merkjum Háskólans og innan vébanda hans kemst skólinn því miður ekki hjá óþægindum af þeim sökum. Þetta er hins vegar lítill atburður í hinu stóra samhengi háskólastarfsins og skaðar ekki svo heitið geti djarfa og metnaðarfulla framsókn skólans. Gagnrýni er jafnan holl fyrir blöð og blaðamenn. En skynsamleg rök eru þó á þessu sviði eins og öðrum forsenda gagnseminnar. Þegar gagnrýni er borin fram í nafni vísindanna eru gerðar kröfur um aðferðafræði. Þeir sem hafa það að daglegum starfa að skapa þetta blað gera sér mæta vel grein fyrir því að það er ekki fullkomið og eru opnir fyrir gagnrýni. En þeirri svokölluðu vísindalegu sönnun doktors Guðbjargar Hildar Kolbeins fyrir ¿þöggun¿ og óheiðarleika stjórnenda og blaðamanna Fréttablaðsins er eftir efnistökunum vísað til föðurhúsanna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun