Klára ferilinn á Íslandi og sest þar að 23. október 2006 10:00 Grindavík - ÍBV, Landsbankadeild karla, knattspyrna, sumar 2005. Ian Jeffs. Ian Jeffs og félagar í sænska 1. deildarliðinu Örebro tryggðu sér um helgina sæti í sænsku úrvalsdeildinni eftir sigur á Assyriska á heimavelli en helstu keppinautar liðsins um 2. sæti deildarinnar, Brommapojkarna, töpuðu fyrir Trelleborg á heimavelli. Trelleborg vann deildina með talsverðum yfirburðum. Ian lék hér á landi í þrjú ár, ávallt með ÍBV, áður en hann hélt utan síðastliðinn vetur. „Við spiluðum kannski ekki vel en úrslitin voru frábær," sagði Ian við Fréttablaðið í gær. „Þetta er afar ánægjulegt enda kom ég hingað til að spila í efstu deild. Félagið sagði mér þegar ég kom að stefnan væri sett upp og trúði ég þeim." Hann var fastamaður hjá Örebro í sumar ef frá eru taldir nokkrir leikir sem hann missti af snemma móts vegna meiðsla. „Sumarið var gott hjá mér og tel ég að mér hafi gengið ágætlega. Ég held að þessi deild og íslenska úrvalsdeildin eru nokkuð svipaðar að gæðum." Ian kom fyrst til Vestmannaeyja árið 2003 og segir að þá hafi hann ekki vitað hvað tæki við að tímabilinu loknu. En hann ákvað að koma aftur og setti sér það markmið að komast að hjá góðu liði á Norðurlöndunum. „Þetta gengur allt eftir áætlun hjá mér og er ég ánægður með þær ákvarðanir sem ég hef tekið hingað til. Þetta er alls ekki hefðbundin leið fyrir enskan knattspyrnumann að koma sér áfram enda tel ég mig vera að haga mínum málum eftir íslensku leiðinni. Ég vil auðvitað komast til félags í einu af stóru deildunum í Evrópu." Ian, sem er nýorðinn 24 ára, á íslenska kærustu og munu þau koma aftur til Íslands um jólin. Hann segist sakna Vestmannaeyja en heldur góðu sambandi við vini sína þar. „Ég hef fylgst með gengi ÍBV og það var algjör synd að liðið féll í haust. Ég held að liðið þeirra nú sé betra en það sem við vorum með í fyrra. En það er stefnan hjá mér að koma aftur til Íslands undir lok ferilsins og klára hann þar. Ég og kærasta mín höfum rætt það að setjast þar að þegar ferlinum er að ljúka. Vonandi verða síðustu árin jafn góð og þau fyrstu." Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira
Ian Jeffs og félagar í sænska 1. deildarliðinu Örebro tryggðu sér um helgina sæti í sænsku úrvalsdeildinni eftir sigur á Assyriska á heimavelli en helstu keppinautar liðsins um 2. sæti deildarinnar, Brommapojkarna, töpuðu fyrir Trelleborg á heimavelli. Trelleborg vann deildina með talsverðum yfirburðum. Ian lék hér á landi í þrjú ár, ávallt með ÍBV, áður en hann hélt utan síðastliðinn vetur. „Við spiluðum kannski ekki vel en úrslitin voru frábær," sagði Ian við Fréttablaðið í gær. „Þetta er afar ánægjulegt enda kom ég hingað til að spila í efstu deild. Félagið sagði mér þegar ég kom að stefnan væri sett upp og trúði ég þeim." Hann var fastamaður hjá Örebro í sumar ef frá eru taldir nokkrir leikir sem hann missti af snemma móts vegna meiðsla. „Sumarið var gott hjá mér og tel ég að mér hafi gengið ágætlega. Ég held að þessi deild og íslenska úrvalsdeildin eru nokkuð svipaðar að gæðum." Ian kom fyrst til Vestmannaeyja árið 2003 og segir að þá hafi hann ekki vitað hvað tæki við að tímabilinu loknu. En hann ákvað að koma aftur og setti sér það markmið að komast að hjá góðu liði á Norðurlöndunum. „Þetta gengur allt eftir áætlun hjá mér og er ég ánægður með þær ákvarðanir sem ég hef tekið hingað til. Þetta er alls ekki hefðbundin leið fyrir enskan knattspyrnumann að koma sér áfram enda tel ég mig vera að haga mínum málum eftir íslensku leiðinni. Ég vil auðvitað komast til félags í einu af stóru deildunum í Evrópu." Ian, sem er nýorðinn 24 ára, á íslenska kærustu og munu þau koma aftur til Íslands um jólin. Hann segist sakna Vestmannaeyja en heldur góðu sambandi við vini sína þar. „Ég hef fylgst með gengi ÍBV og það var algjör synd að liðið féll í haust. Ég held að liðið þeirra nú sé betra en það sem við vorum með í fyrra. En það er stefnan hjá mér að koma aftur til Íslands undir lok ferilsins og klára hann þar. Ég og kærasta mín höfum rætt það að setjast þar að þegar ferlinum er að ljúka. Vonandi verða síðustu árin jafn góð og þau fyrstu."
Íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira