Börn of lengi í skólanum 23. október 2006 07:00 Nauðsynlegt kann að vera að breyta starfsháttum og draga úr greiningum á hegðurnarröskunum barna, segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ingvar segir vandamál meðal yngstu grunnskólabarna fara vaxandi og ekki megi ganga að því vísu að það sé vegna skorts á aga heldur hafi viðvera barna innan skólans aukist gríðarlega. Ingvar kynnti um helgina viðamikla rannsókn sem hann gerði ásamt Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra Kennaraháskólans. Rannsóknin var gerð á síðasta skólaári og var rætt við 233 starfsmenn almennra grunnskóla og fyrirliggjandi skólastarf kannað til hlítar. Meðal þess sem kom í ljós er að agavandamál barna eru misjöfn eftir skólum. Í 20 prósentum þeirra hvíldu agavandamál mjög þungt á starfsfólki. Einhver vandamál voru í 60 prósentum skóla en þar hafði starfsfólk tök á vandanum. Hverfandi agavandi var í fimmtungi skóla. Það vakti athygli okkar að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra, sem og barna, afar jákvætt auk þess sem foreldrastarf var áberandi öflugt, segir Ingvar. Hann segir dæmi um að hegðun barna sem greind hafa verið með agavanda geti batnað verulega við það eitt að skipta um skóla. Hann telur aukna tilhneigingu til að greina börn með hegðunarröskun til trafala. Sálfræðingar séu meira og minna bundnir við að greina vanda barna. Þeir hafi því ekki tíma til að vinna með börnunum og bæta líðan þeirra. Það er ekki nóg að greina börn með hegðunarraskanir heldur þufum við að bæta skólana, segir Ingvar. Hann segir afar brýnt að breyta starfsháttum í skólastarfi með tilliti til þess hve viðvera ungra barna hefur aukist gríðarlega. Börn fá ekki næga hreyfingu. Þau sitja alltof mikið við námið og það skapar vandamál. Það má vel nota aðrar aðferðir við kennsluna, segir Ingvar. Hann segir langvarandi kyrrsetunám nútímans einkum bitna á drengjum, sem eru 81 prósent af þeim börnum sem skapa vandamál í skólastarfi. Hann segir að ekki megi líta á það sem náttúrulögmál að strákar séu óþægari, heldur eigi að breyta skólastarfinu með þarfir þeirra í huga. Rannsóknir sýni að slíkar breytingar komi stúlkum einnig til góða. Undir þessi orð tekur Helgi Viborg sálfræðingur. Hérlendis hefur verið lögð áhersla á að greina börn með vandamál í stað þess að taka á vandamálinu og vinna með börnunum. Horft er á börn út frá læknisfræði og með því verða þau vandamál og sjúkdómsberar. Frekar ætti að skoða uppeldisaðstæður þeirra. Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Nauðsynlegt kann að vera að breyta starfsháttum og draga úr greiningum á hegðurnarröskunum barna, segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ingvar segir vandamál meðal yngstu grunnskólabarna fara vaxandi og ekki megi ganga að því vísu að það sé vegna skorts á aga heldur hafi viðvera barna innan skólans aukist gríðarlega. Ingvar kynnti um helgina viðamikla rannsókn sem hann gerði ásamt Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra Kennaraháskólans. Rannsóknin var gerð á síðasta skólaári og var rætt við 233 starfsmenn almennra grunnskóla og fyrirliggjandi skólastarf kannað til hlítar. Meðal þess sem kom í ljós er að agavandamál barna eru misjöfn eftir skólum. Í 20 prósentum þeirra hvíldu agavandamál mjög þungt á starfsfólki. Einhver vandamál voru í 60 prósentum skóla en þar hafði starfsfólk tök á vandanum. Hverfandi agavandi var í fimmtungi skóla. Það vakti athygli okkar að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra, sem og barna, afar jákvætt auk þess sem foreldrastarf var áberandi öflugt, segir Ingvar. Hann segir dæmi um að hegðun barna sem greind hafa verið með agavanda geti batnað verulega við það eitt að skipta um skóla. Hann telur aukna tilhneigingu til að greina börn með hegðunarröskun til trafala. Sálfræðingar séu meira og minna bundnir við að greina vanda barna. Þeir hafi því ekki tíma til að vinna með börnunum og bæta líðan þeirra. Það er ekki nóg að greina börn með hegðunarraskanir heldur þufum við að bæta skólana, segir Ingvar. Hann segir afar brýnt að breyta starfsháttum í skólastarfi með tilliti til þess hve viðvera ungra barna hefur aukist gríðarlega. Börn fá ekki næga hreyfingu. Þau sitja alltof mikið við námið og það skapar vandamál. Það má vel nota aðrar aðferðir við kennsluna, segir Ingvar. Hann segir langvarandi kyrrsetunám nútímans einkum bitna á drengjum, sem eru 81 prósent af þeim börnum sem skapa vandamál í skólastarfi. Hann segir að ekki megi líta á það sem náttúrulögmál að strákar séu óþægari, heldur eigi að breyta skólastarfinu með þarfir þeirra í huga. Rannsóknir sýni að slíkar breytingar komi stúlkum einnig til góða. Undir þessi orð tekur Helgi Viborg sálfræðingur. Hérlendis hefur verið lögð áhersla á að greina börn með vandamál í stað þess að taka á vandamálinu og vinna með börnunum. Horft er á börn út frá læknisfræði og með því verða þau vandamál og sjúkdómsberar. Frekar ætti að skoða uppeldisaðstæður þeirra.
Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira