Flýr hverfið sitt 21. október 2006 10:45 Í sjálfsskoðun Jens Lekman hefur tekið sér frí frá upptökum á nýjustu breiðskífu sinni og spilar í kvöld á Iceland Airwaves. Svíinn Jens Lekman treður upp í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en honum var bætt við dagskrá Airwaves á síðustu stundu. Jens vinnur nú hörðum höndum að nýjustu breiðskífu sinni og hafði reyndar tilkynnt að hann hygðist ekki halda neina tónleika á meðan en stökk glaður á tækifærið sem honum bauðst hér á landi. Vinnan á nýju plötunni hefur reyndar ekki gengið eins vel og Jens ætlaði. „Hverfið sem ég bý í (í Gautaborg) er orðið afar dökkt, þunglyndislegt og ofbeldisfullt. Ég hef verið rændur nokkrum sinnum og laminn af nasistum, pönkurum og íhaldsmönnum. Ég ætla þess vegna að flytja mig yfir í stúdíó við sjóinn hjá vinkonu minni, Söruh (tónlistarkonan El Perro Del Mar).“ Jens fór einnig í gegnum mikla sjálfsskoðun við upphaf upptökuferilsins og eyddi alls um 200 lögum úr safni sínu. „Svo hef ég verið að íhuga að flytja til Ástralíu og taka upp plötu á sænsku.“ En verður nýja efnið frábrugðið því sem áður hefur heyrst frá Jens? „Nei, þetta hljómar allt alveg eins.“ Jens hefur opinberlega lýst yfir aðdáun sinni á íslensku sveitinni Benna Hemm Hemm og segir sveitina hljóma öðruvísi og betur en annað sem hann hafi heyrt frá Íslandi. „Ég var orðinn leiður á dótinu sem ég var búinn að heyra, svona eitthvað sem tengdist íslenskum töfrum og stórbrotnu landslagi. Mér líkaði samt vel við það í fyrstu en finnst þetta núna frekar klisjukennt.“ Talið er víst að nokkrir meðlimir Benna Hemm Hemm muni troða upp með Jens sem vill þó lítið gefa upp. „Þetta á að koma á óvart.“ Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Svíinn Jens Lekman treður upp í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en honum var bætt við dagskrá Airwaves á síðustu stundu. Jens vinnur nú hörðum höndum að nýjustu breiðskífu sinni og hafði reyndar tilkynnt að hann hygðist ekki halda neina tónleika á meðan en stökk glaður á tækifærið sem honum bauðst hér á landi. Vinnan á nýju plötunni hefur reyndar ekki gengið eins vel og Jens ætlaði. „Hverfið sem ég bý í (í Gautaborg) er orðið afar dökkt, þunglyndislegt og ofbeldisfullt. Ég hef verið rændur nokkrum sinnum og laminn af nasistum, pönkurum og íhaldsmönnum. Ég ætla þess vegna að flytja mig yfir í stúdíó við sjóinn hjá vinkonu minni, Söruh (tónlistarkonan El Perro Del Mar).“ Jens fór einnig í gegnum mikla sjálfsskoðun við upphaf upptökuferilsins og eyddi alls um 200 lögum úr safni sínu. „Svo hef ég verið að íhuga að flytja til Ástralíu og taka upp plötu á sænsku.“ En verður nýja efnið frábrugðið því sem áður hefur heyrst frá Jens? „Nei, þetta hljómar allt alveg eins.“ Jens hefur opinberlega lýst yfir aðdáun sinni á íslensku sveitinni Benna Hemm Hemm og segir sveitina hljóma öðruvísi og betur en annað sem hann hafi heyrt frá Íslandi. „Ég var orðinn leiður á dótinu sem ég var búinn að heyra, svona eitthvað sem tengdist íslenskum töfrum og stórbrotnu landslagi. Mér líkaði samt vel við það í fyrstu en finnst þetta núna frekar klisjukennt.“ Talið er víst að nokkrir meðlimir Benna Hemm Hemm muni troða upp með Jens sem vill þó lítið gefa upp. „Þetta á að koma á óvart.“
Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira