Flýr hverfið sitt 21. október 2006 10:45 Í sjálfsskoðun Jens Lekman hefur tekið sér frí frá upptökum á nýjustu breiðskífu sinni og spilar í kvöld á Iceland Airwaves. Svíinn Jens Lekman treður upp í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en honum var bætt við dagskrá Airwaves á síðustu stundu. Jens vinnur nú hörðum höndum að nýjustu breiðskífu sinni og hafði reyndar tilkynnt að hann hygðist ekki halda neina tónleika á meðan en stökk glaður á tækifærið sem honum bauðst hér á landi. Vinnan á nýju plötunni hefur reyndar ekki gengið eins vel og Jens ætlaði. „Hverfið sem ég bý í (í Gautaborg) er orðið afar dökkt, þunglyndislegt og ofbeldisfullt. Ég hef verið rændur nokkrum sinnum og laminn af nasistum, pönkurum og íhaldsmönnum. Ég ætla þess vegna að flytja mig yfir í stúdíó við sjóinn hjá vinkonu minni, Söruh (tónlistarkonan El Perro Del Mar).“ Jens fór einnig í gegnum mikla sjálfsskoðun við upphaf upptökuferilsins og eyddi alls um 200 lögum úr safni sínu. „Svo hef ég verið að íhuga að flytja til Ástralíu og taka upp plötu á sænsku.“ En verður nýja efnið frábrugðið því sem áður hefur heyrst frá Jens? „Nei, þetta hljómar allt alveg eins.“ Jens hefur opinberlega lýst yfir aðdáun sinni á íslensku sveitinni Benna Hemm Hemm og segir sveitina hljóma öðruvísi og betur en annað sem hann hafi heyrt frá Íslandi. „Ég var orðinn leiður á dótinu sem ég var búinn að heyra, svona eitthvað sem tengdist íslenskum töfrum og stórbrotnu landslagi. Mér líkaði samt vel við það í fyrstu en finnst þetta núna frekar klisjukennt.“ Talið er víst að nokkrir meðlimir Benna Hemm Hemm muni troða upp með Jens sem vill þó lítið gefa upp. „Þetta á að koma á óvart.“ Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Svíinn Jens Lekman treður upp í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en honum var bætt við dagskrá Airwaves á síðustu stundu. Jens vinnur nú hörðum höndum að nýjustu breiðskífu sinni og hafði reyndar tilkynnt að hann hygðist ekki halda neina tónleika á meðan en stökk glaður á tækifærið sem honum bauðst hér á landi. Vinnan á nýju plötunni hefur reyndar ekki gengið eins vel og Jens ætlaði. „Hverfið sem ég bý í (í Gautaborg) er orðið afar dökkt, þunglyndislegt og ofbeldisfullt. Ég hef verið rændur nokkrum sinnum og laminn af nasistum, pönkurum og íhaldsmönnum. Ég ætla þess vegna að flytja mig yfir í stúdíó við sjóinn hjá vinkonu minni, Söruh (tónlistarkonan El Perro Del Mar).“ Jens fór einnig í gegnum mikla sjálfsskoðun við upphaf upptökuferilsins og eyddi alls um 200 lögum úr safni sínu. „Svo hef ég verið að íhuga að flytja til Ástralíu og taka upp plötu á sænsku.“ En verður nýja efnið frábrugðið því sem áður hefur heyrst frá Jens? „Nei, þetta hljómar allt alveg eins.“ Jens hefur opinberlega lýst yfir aðdáun sinni á íslensku sveitinni Benna Hemm Hemm og segir sveitina hljóma öðruvísi og betur en annað sem hann hafi heyrt frá Íslandi. „Ég var orðinn leiður á dótinu sem ég var búinn að heyra, svona eitthvað sem tengdist íslenskum töfrum og stórbrotnu landslagi. Mér líkaði samt vel við það í fyrstu en finnst þetta núna frekar klisjukennt.“ Talið er víst að nokkrir meðlimir Benna Hemm Hemm muni troða upp með Jens sem vill þó lítið gefa upp. „Þetta á að koma á óvart.“
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira