Flýr hverfið sitt 21. október 2006 10:45 Í sjálfsskoðun Jens Lekman hefur tekið sér frí frá upptökum á nýjustu breiðskífu sinni og spilar í kvöld á Iceland Airwaves. Svíinn Jens Lekman treður upp í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en honum var bætt við dagskrá Airwaves á síðustu stundu. Jens vinnur nú hörðum höndum að nýjustu breiðskífu sinni og hafði reyndar tilkynnt að hann hygðist ekki halda neina tónleika á meðan en stökk glaður á tækifærið sem honum bauðst hér á landi. Vinnan á nýju plötunni hefur reyndar ekki gengið eins vel og Jens ætlaði. „Hverfið sem ég bý í (í Gautaborg) er orðið afar dökkt, þunglyndislegt og ofbeldisfullt. Ég hef verið rændur nokkrum sinnum og laminn af nasistum, pönkurum og íhaldsmönnum. Ég ætla þess vegna að flytja mig yfir í stúdíó við sjóinn hjá vinkonu minni, Söruh (tónlistarkonan El Perro Del Mar).“ Jens fór einnig í gegnum mikla sjálfsskoðun við upphaf upptökuferilsins og eyddi alls um 200 lögum úr safni sínu. „Svo hef ég verið að íhuga að flytja til Ástralíu og taka upp plötu á sænsku.“ En verður nýja efnið frábrugðið því sem áður hefur heyrst frá Jens? „Nei, þetta hljómar allt alveg eins.“ Jens hefur opinberlega lýst yfir aðdáun sinni á íslensku sveitinni Benna Hemm Hemm og segir sveitina hljóma öðruvísi og betur en annað sem hann hafi heyrt frá Íslandi. „Ég var orðinn leiður á dótinu sem ég var búinn að heyra, svona eitthvað sem tengdist íslenskum töfrum og stórbrotnu landslagi. Mér líkaði samt vel við það í fyrstu en finnst þetta núna frekar klisjukennt.“ Talið er víst að nokkrir meðlimir Benna Hemm Hemm muni troða upp með Jens sem vill þó lítið gefa upp. „Þetta á að koma á óvart.“ Menning Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Svíinn Jens Lekman treður upp í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en honum var bætt við dagskrá Airwaves á síðustu stundu. Jens vinnur nú hörðum höndum að nýjustu breiðskífu sinni og hafði reyndar tilkynnt að hann hygðist ekki halda neina tónleika á meðan en stökk glaður á tækifærið sem honum bauðst hér á landi. Vinnan á nýju plötunni hefur reyndar ekki gengið eins vel og Jens ætlaði. „Hverfið sem ég bý í (í Gautaborg) er orðið afar dökkt, þunglyndislegt og ofbeldisfullt. Ég hef verið rændur nokkrum sinnum og laminn af nasistum, pönkurum og íhaldsmönnum. Ég ætla þess vegna að flytja mig yfir í stúdíó við sjóinn hjá vinkonu minni, Söruh (tónlistarkonan El Perro Del Mar).“ Jens fór einnig í gegnum mikla sjálfsskoðun við upphaf upptökuferilsins og eyddi alls um 200 lögum úr safni sínu. „Svo hef ég verið að íhuga að flytja til Ástralíu og taka upp plötu á sænsku.“ En verður nýja efnið frábrugðið því sem áður hefur heyrst frá Jens? „Nei, þetta hljómar allt alveg eins.“ Jens hefur opinberlega lýst yfir aðdáun sinni á íslensku sveitinni Benna Hemm Hemm og segir sveitina hljóma öðruvísi og betur en annað sem hann hafi heyrt frá Íslandi. „Ég var orðinn leiður á dótinu sem ég var búinn að heyra, svona eitthvað sem tengdist íslenskum töfrum og stórbrotnu landslagi. Mér líkaði samt vel við það í fyrstu en finnst þetta núna frekar klisjukennt.“ Talið er víst að nokkrir meðlimir Benna Hemm Hemm muni troða upp með Jens sem vill þó lítið gefa upp. „Þetta á að koma á óvart.“
Menning Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira