Er tónlist annars flokks listgrein? 20. október 2006 05:00 Það er í raun ótrúlegt að það skuli hafa viðgengist í gegnum árin að tónlist og ritlist séu skattlögð með misjöfnum hætti. Ég hef a.m.k. aldrei heyrt nein skynsamleg rök sem gætu réttlætt slíka mismunun. Mér er hulinn sá eðlismunur á tjáningarformunum sem slík tilhögun gæti mögulega grundvallast á. Árið 2002 var virðisaukaskattur á erlendar bækur lækkaður til samræmis við það sem gilti um íslenskar. Þá snérist málið um lagaákvæði EES samningsins en samkvæmt meginreglum Evrópusambandsins telst slík mismunun vera samkeppnishamlandi. Þá voru ekki allir jafn ánægðir, sérstaklega ekki stjórnvöld sem töldu sig vera að vernda íslenska menningu með því að setja hömlur á innflutning bóka. Íslenskir námsmenn fögnuðu þessari kærkomnu kjarabót sem þeir höfðu lengi barist fyrir. Á sama tíma bentu íslenskir tónlistarmenn á þá augljósu mismunun sem felst í því að leggja hærri virðisaukaskatt á geisladiska en bækur. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil gróska í íslenskum tónlistariðnaði á undanförnum árum. Íslenskir tónlistarmenn hafa náð ótrúlegum árangri á erlendum vettvangi og þrátt fyrir að allar aðstæður hafi breyst mikið með tilkomu netsins og dregið hafi verulega úr tekjum af sölu geisladiska, hefur íslenskt tónlistarlíf blómstrað. Íslensk tónlist er orðin að alvöru útflutningsgrein. Það er þó varla fyrir tilstuðlan eða stuðning íslenskra stjórnvalda við þessa list- og atvinnugrein sem þessi jákvæða þróun hefur átt sér stað. Í mörg ár hafa forsvarsmenn í greininni hvatt stjórnvöld til að lækka virðisaukaskatt á tónlist þannig að hún standi jafnfætis öðrum sambærilegum listgreinum. Sú ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðasta áratuginn hefur hins vegar ekki séð neina ástæðu til að hlusta á rödd þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa verið upptekin við að leggja hornstein að stóriðjusamfélaginu, Íslandi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þrátt fyrir að áralöng barátta íslenskra tónlistarmanna hafi ekki skilað neinum árangri má segja að steininn hafi nú loks tekið endanlega úr þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað á dögunum að lækka enn frekar virðisaukaskatt af bókum og breikka þar enn frekar það ósanngjarna bil sem hefur skapast á milli þessara tveggja listforma. Bókaútgefendur og rithöfundar gleðjast auðvitað og það er eðlilegt. Mér þætti þó eðlilegast að íslenskir listamenn stæðu saman í þessu máli og töluðu einni röddu. Ég hvet því íslenska listamenn til að taka höndum saman og þrýsta á stjórnvöld til að framkvæma tafarlausa leiðréttingu. Ég hvet íslenska stjórnmálamenn til að opna augun og sýna einhverja viðleitni í þá átt að styðja við bakið á þessari vaxandi atvinnugrein, sýna með áþreifanlegum hætti að þeir meini eitthvað með því þegar þeir tala á hátíðisdögum um að leggja áherslu á nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4.-5. sæti á lista Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er í raun ótrúlegt að það skuli hafa viðgengist í gegnum árin að tónlist og ritlist séu skattlögð með misjöfnum hætti. Ég hef a.m.k. aldrei heyrt nein skynsamleg rök sem gætu réttlætt slíka mismunun. Mér er hulinn sá eðlismunur á tjáningarformunum sem slík tilhögun gæti mögulega grundvallast á. Árið 2002 var virðisaukaskattur á erlendar bækur lækkaður til samræmis við það sem gilti um íslenskar. Þá snérist málið um lagaákvæði EES samningsins en samkvæmt meginreglum Evrópusambandsins telst slík mismunun vera samkeppnishamlandi. Þá voru ekki allir jafn ánægðir, sérstaklega ekki stjórnvöld sem töldu sig vera að vernda íslenska menningu með því að setja hömlur á innflutning bóka. Íslenskir námsmenn fögnuðu þessari kærkomnu kjarabót sem þeir höfðu lengi barist fyrir. Á sama tíma bentu íslenskir tónlistarmenn á þá augljósu mismunun sem felst í því að leggja hærri virðisaukaskatt á geisladiska en bækur. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil gróska í íslenskum tónlistariðnaði á undanförnum árum. Íslenskir tónlistarmenn hafa náð ótrúlegum árangri á erlendum vettvangi og þrátt fyrir að allar aðstæður hafi breyst mikið með tilkomu netsins og dregið hafi verulega úr tekjum af sölu geisladiska, hefur íslenskt tónlistarlíf blómstrað. Íslensk tónlist er orðin að alvöru útflutningsgrein. Það er þó varla fyrir tilstuðlan eða stuðning íslenskra stjórnvalda við þessa list- og atvinnugrein sem þessi jákvæða þróun hefur átt sér stað. Í mörg ár hafa forsvarsmenn í greininni hvatt stjórnvöld til að lækka virðisaukaskatt á tónlist þannig að hún standi jafnfætis öðrum sambærilegum listgreinum. Sú ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðasta áratuginn hefur hins vegar ekki séð neina ástæðu til að hlusta á rödd þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa verið upptekin við að leggja hornstein að stóriðjusamfélaginu, Íslandi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þrátt fyrir að áralöng barátta íslenskra tónlistarmanna hafi ekki skilað neinum árangri má segja að steininn hafi nú loks tekið endanlega úr þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað á dögunum að lækka enn frekar virðisaukaskatt af bókum og breikka þar enn frekar það ósanngjarna bil sem hefur skapast á milli þessara tveggja listforma. Bókaútgefendur og rithöfundar gleðjast auðvitað og það er eðlilegt. Mér þætti þó eðlilegast að íslenskir listamenn stæðu saman í þessu máli og töluðu einni röddu. Ég hvet því íslenska listamenn til að taka höndum saman og þrýsta á stjórnvöld til að framkvæma tafarlausa leiðréttingu. Ég hvet íslenska stjórnmálamenn til að opna augun og sýna einhverja viðleitni í þá átt að styðja við bakið á þessari vaxandi atvinnugrein, sýna með áþreifanlegum hætti að þeir meini eitthvað með því þegar þeir tala á hátíðisdögum um að leggja áherslu á nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4.-5. sæti á lista Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun