Jiri Paroubek, leiðtogi tékkneskra jafnaðarmanna, hefur lagt til að mynduð verði samsteypustjórn síns flokks og höfuðkeppinautarins, íhaldsflokksins ODS. Það sé eina færa leiðin út úr pattstöðunni sem ríkt hefur í stjórnmálum landsins frá því kosið var til þings í sumar, en þeim lyktaði þannig að pólitísku fylkingarnar fengu nákvæmlega jafnmarga þingmenn, hundrað hvor.
Mirek Topolanek, leiðtogi ODS, sem fór fyrir minnihlutastjórn sem féll í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu, tjáði sig ekki um tillöguna. Flokkur hans hafði áður hafnað hugmyndinni.