Með ástríðu fyrir Ástríði 19. október 2006 13:15 Edda Björgvinsdóttir leikkona Tekur sér örstutt frí frá skólabókunum. MYND/Pjetur Leikkonan Edda Björgvinsdóttir mun taka sér örstutt skólaleyfi til þess að sýna nokkrar sýningar á verkinu Alveg brilljant skilnaði í Borgarleikhúsinu enda kveðst hún komin með ástríðu fyrir Ástríði. Þetta er þriðja leikárið sem Edda sýnir einleik Geraldine Aron um hina ólánssömu Ástríði. „Þetta er mögulega harmrænasti skilnaður mannkynssögunnar, þetta ætlar engan enda að taka,“ útskýrir Edda hlæjandi, „það fundust tveir, þrír Íslendingar sem eiga eftir að sjá verkið aftur – fólk kemur trekk í trekk svo okkur þótti vert að bjóða upp á nokkrar sýningar enn.“ Edda kveðst aldrei hafa lent í öðru eins ef frá er talið sýningarævintýrið í kringum leikritið Sex í sveit sem gekk fyrir fullu húsi um langa hríð. „Þá vorum við líka öll búin að láta sauma á okkur nýja búninga því fólk hafði ýmist fitnað eða horast. Sem betur fer er ég samt alveg eins núna og þegar ég byrjaði svo búningurinn passar enn,“ segir hún. Edda er ein á sviðinu en aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Rebekka A. Ingimundardóttir sem sér um leikmynd og búninga. Um þýðingu og staðfærslu verksins sá Gísli Rúnar Jónsson. Alveg brilljant skilnaður fjallar um skilnaðarferli konu sem teljast má talsverður spekingur þó seintekin sé. Ástríður þessi, eða Ásta, veitir áhorfendum einlægan og opinskáan aðgang að sínum innstu hugarfylgsnum skömmu eftir að elskulegur eiginmaður hennar til þrjátíu ára yfirgefur hana til að taka saman við yngri konu. „Aumingja Ásta – hún ætlar hreinlega aldrei að jafna sig á þessu,“ útskýrir Edda og bætir því við að sögutími leikritsins sé þrjú ár líkt og leikárin sem hún hefur verið á sviðinu í gervi þessarar grátbroslegu konu. „Þetta er orðin sannkölluð ástríða, það er einstaklega gaman að leika Ástríði því þetta er svo mannlegt verk með dásamlega fyndnum og hallærislegum uppákomum.“ Þessa dagana stundar Edda nám í Háskólanum á Bifröst. „Ég er að stúdera stjórnun mennta- og menningarfyrirtækja – svo maður geti tekið við þessum leikhúsum, skilurðu,“ segir hún og kímir. „Það er hryllilega langt síðan ég var á skólabekk og ég hef þurft að byrja að læra alveg upp á nýtt. En þetta er ofboðslega gaman,“ segir hún. „En ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fengið svona kvíðaköst yfir leiklistinni eins og þessum verkefnum á Bifröst,“ hvíslar hún, en bætir því við kokhraust að hún muni samt einörð halda áfram. Menning Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikkonan Edda Björgvinsdóttir mun taka sér örstutt skólaleyfi til þess að sýna nokkrar sýningar á verkinu Alveg brilljant skilnaði í Borgarleikhúsinu enda kveðst hún komin með ástríðu fyrir Ástríði. Þetta er þriðja leikárið sem Edda sýnir einleik Geraldine Aron um hina ólánssömu Ástríði. „Þetta er mögulega harmrænasti skilnaður mannkynssögunnar, þetta ætlar engan enda að taka,“ útskýrir Edda hlæjandi, „það fundust tveir, þrír Íslendingar sem eiga eftir að sjá verkið aftur – fólk kemur trekk í trekk svo okkur þótti vert að bjóða upp á nokkrar sýningar enn.“ Edda kveðst aldrei hafa lent í öðru eins ef frá er talið sýningarævintýrið í kringum leikritið Sex í sveit sem gekk fyrir fullu húsi um langa hríð. „Þá vorum við líka öll búin að láta sauma á okkur nýja búninga því fólk hafði ýmist fitnað eða horast. Sem betur fer er ég samt alveg eins núna og þegar ég byrjaði svo búningurinn passar enn,“ segir hún. Edda er ein á sviðinu en aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Rebekka A. Ingimundardóttir sem sér um leikmynd og búninga. Um þýðingu og staðfærslu verksins sá Gísli Rúnar Jónsson. Alveg brilljant skilnaður fjallar um skilnaðarferli konu sem teljast má talsverður spekingur þó seintekin sé. Ástríður þessi, eða Ásta, veitir áhorfendum einlægan og opinskáan aðgang að sínum innstu hugarfylgsnum skömmu eftir að elskulegur eiginmaður hennar til þrjátíu ára yfirgefur hana til að taka saman við yngri konu. „Aumingja Ásta – hún ætlar hreinlega aldrei að jafna sig á þessu,“ útskýrir Edda og bætir því við að sögutími leikritsins sé þrjú ár líkt og leikárin sem hún hefur verið á sviðinu í gervi þessarar grátbroslegu konu. „Þetta er orðin sannkölluð ástríða, það er einstaklega gaman að leika Ástríði því þetta er svo mannlegt verk með dásamlega fyndnum og hallærislegum uppákomum.“ Þessa dagana stundar Edda nám í Háskólanum á Bifröst. „Ég er að stúdera stjórnun mennta- og menningarfyrirtækja – svo maður geti tekið við þessum leikhúsum, skilurðu,“ segir hún og kímir. „Það er hryllilega langt síðan ég var á skólabekk og ég hef þurft að byrja að læra alveg upp á nýtt. En þetta er ofboðslega gaman,“ segir hún. „En ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fengið svona kvíðaköst yfir leiklistinni eins og þessum verkefnum á Bifröst,“ hvíslar hún, en bætir því við kokhraust að hún muni samt einörð halda áfram.
Menning Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp