Sagnfræðingur og stjörnuvitni Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 19. október 2006 05:00 Viðbrögð sumra stjórnmálamanna við þeim upplýsingum, að sími utanríkisráðherra hafi verið hleraður svo seint sem á árunum 1991-93, mega heita undarleg. Fyrstu viðbrögð voru þau, að fórnalamb ólöglegra og leynilegra hlerana var krafið um vitni. Vandinn er sá, að hér er um að ræða leynilega starfsemi, sem eðli málsins samkvæmt fer fram, þar sem vitnum verður ekki við komið. Annars vegar eru gerendur bundnir þagnareiðum við yfirmenn, sem þeir eiga starfsframa sinn undir. Hins vegar hafa þeir gerst brotlegir við lög og eiga því yfir höfði sér málsókn. Við þessar aðstæður er borin von, að vitnin gefi sig fram. Vilji menn í alvöru upplýsa málið og fá öll gögn upp á borðið, verður að fara norsku leiðina: Að þingið samþykki lög um sakaruppgjöf og skipi þverpólitíska nefnd, sem hvetji menn til að stíga út úr skúmaskotum fortíðar. Skrítnust eru þó viðbrögð Þórs Whitehead, sagnfræðings. Hann hefur sem kunnugt er, birt upplýsingar um leynilega starfrækslu leyniþjónustu, sem var falin í íslenska stjórnkerfinu, en hafði að markmiði að halda uppi njósnum (þ.m.t. hlerunum) um íslenska ríkisborgara áratugum saman. Þessar upplýsingar vekja upp réttmætar spurningar, þ.m.t. hvort þessari leyniþjónustu sé lokið og þá hvenær henni hafi lokið? Fremur en að standa fyrir máli sínu og taka undir með þeim, sem krefjast þess að öll spil verði lögð á borðið, bregst sagnfræðingurinn við með því að benda á Steingrím Hermannsson og undirritaðan og reyna að telja lesendum sínum trú um, að við höfum líka rekið leyniþjónustu. Þetta mega heita undarleg samanburðarfræði. Annars vegar eru upplýsingar um, að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi á sínum tíma beitt sér fyrir stofnun og starfrækslu leyniþjónustu innan íslenska stjórnkerfisins, sem starfaði áratugum saman. Hins vegar er íslenskur utanríkisráðherra, sem felur íslenskum embættismanni hjá NATO að kanna það , við fall Austur-Þýskalands 1989, hvort leyniþjónustan STASI hafi starfað á Íslandi eða haft íslenska ríkisborgara í þjónustu sinni. Af hverju var varafastafulltrúa hjá NATO falið að fylgjast með þessu máli? Af því að forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands vissu ekki að til væri íslensk leyniþjónusta, sem starfaði í nánu samstarfi við vesturþýska kollega . Sem betur fer fékk sagan farsælan endi, því að upplýst var, að STASI hefði ekki starfað hér á landi, svo vitað væri, og engir íslenskir ríkisborgarar gengið í þjónustu þeirra. Er sama hægt að segja um leyniþjónustu Bandaríkjanna? utanríkisráðherra Íslands 1988-95 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð sumra stjórnmálamanna við þeim upplýsingum, að sími utanríkisráðherra hafi verið hleraður svo seint sem á árunum 1991-93, mega heita undarleg. Fyrstu viðbrögð voru þau, að fórnalamb ólöglegra og leynilegra hlerana var krafið um vitni. Vandinn er sá, að hér er um að ræða leynilega starfsemi, sem eðli málsins samkvæmt fer fram, þar sem vitnum verður ekki við komið. Annars vegar eru gerendur bundnir þagnareiðum við yfirmenn, sem þeir eiga starfsframa sinn undir. Hins vegar hafa þeir gerst brotlegir við lög og eiga því yfir höfði sér málsókn. Við þessar aðstæður er borin von, að vitnin gefi sig fram. Vilji menn í alvöru upplýsa málið og fá öll gögn upp á borðið, verður að fara norsku leiðina: Að þingið samþykki lög um sakaruppgjöf og skipi þverpólitíska nefnd, sem hvetji menn til að stíga út úr skúmaskotum fortíðar. Skrítnust eru þó viðbrögð Þórs Whitehead, sagnfræðings. Hann hefur sem kunnugt er, birt upplýsingar um leynilega starfrækslu leyniþjónustu, sem var falin í íslenska stjórnkerfinu, en hafði að markmiði að halda uppi njósnum (þ.m.t. hlerunum) um íslenska ríkisborgara áratugum saman. Þessar upplýsingar vekja upp réttmætar spurningar, þ.m.t. hvort þessari leyniþjónustu sé lokið og þá hvenær henni hafi lokið? Fremur en að standa fyrir máli sínu og taka undir með þeim, sem krefjast þess að öll spil verði lögð á borðið, bregst sagnfræðingurinn við með því að benda á Steingrím Hermannsson og undirritaðan og reyna að telja lesendum sínum trú um, að við höfum líka rekið leyniþjónustu. Þetta mega heita undarleg samanburðarfræði. Annars vegar eru upplýsingar um, að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi á sínum tíma beitt sér fyrir stofnun og starfrækslu leyniþjónustu innan íslenska stjórnkerfisins, sem starfaði áratugum saman. Hins vegar er íslenskur utanríkisráðherra, sem felur íslenskum embættismanni hjá NATO að kanna það , við fall Austur-Þýskalands 1989, hvort leyniþjónustan STASI hafi starfað á Íslandi eða haft íslenska ríkisborgara í þjónustu sinni. Af hverju var varafastafulltrúa hjá NATO falið að fylgjast með þessu máli? Af því að forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands vissu ekki að til væri íslensk leyniþjónusta, sem starfaði í nánu samstarfi við vesturþýska kollega . Sem betur fer fékk sagan farsælan endi, því að upplýst var, að STASI hefði ekki starfað hér á landi, svo vitað væri, og engir íslenskir ríkisborgarar gengið í þjónustu þeirra. Er sama hægt að segja um leyniþjónustu Bandaríkjanna? utanríkisráðherra Íslands 1988-95
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar