Ótti á tímum friðar 11. október 2006 00:01 Þessi árin eru einhver hin friðsömustu í sögu mannkynsins. Ef ekki væri fyrir blóðbaðið í Kongó, sem nánast engin áhrif hefur utan þess hrjáða lands, væru þessi ár nánast einstök. Sennilega hefur þó almenn tilfinning um óöryggi sjaldan verið meiri á síðustu áratugum. Margir efast því vafalítið um þá staðhæfingu að samtíðin einkennist af meiri friði en menn hafa yfirleitt þekkt. Staðreyndin er þó sú að óvíðar er barist en oftast áður og færri falla. Þótt enn geysi bardagar í Kongó, fjöldamorð standi yfir í Súdan og Írak sé á barmi borgarastyrjaldar deyja líklega færri vegna ofbeldis þetta árið en flest ár tuttugustu aldar. Í samtímanum eru minni líkur á stríði á milli ríkja en oftast frá því að nútímaleg ríki urðu til. Færri búa líka við ógn um ofbeldi frá ógnarstjórnum en oftast áður. Flóttamönnum frá stríðsátökum og vondu stjórnarfari hefur fækkað. Ef við lítum til baka sjáum við samhengið. Á fyrri hluta tuttugustu aldar dóu líklega meira en 100 milljónir manna af völdum stríðs og fjöldamorða. Eftir heimstyrjöldina kom stóra stökkið í Kína sem kostaði milljónir lífið; stríðið um Kóreu og stríðið í Indókína sem kostaði þrjár milljónir mannslífa; hroðalegar styrjaldir í Mósambik og Angóla; þrjú stríð á milli Indlands og Pakistan og þannig mætti áfram telja. Á þrjátíu ára tímabili sem lauk um svipað leyti og kalda stríðinu voru að minnsta kosti þrjár milljónir manna myrtar í fjöldamorðum í Indónesíu, Kambódíu og Mið-Ameríku. Blóðbaðið tengdist kalda stríðinu sem var óvíða kalt nema í okkar heimshluta. Stórstyrjöld á milli Íran og Írak kostaði milljón manns lífið. Þorri þess fólks sem hefur fallið í stríðsátökum á undanförnum árum dó í Kongó. Í samanburði við stríðsátök síðustu aldar og mannfallið í Kongó geta stríðin í Írak, Afghanistan og Líbanon ekki talist sérlega blóðug. Kongó er hins vegar ekki í fréttum, þar er engin olía, landið tengist hvorki heimsviðskiptum né alþjóðlegum stjórnmálaheimi og erfitt er fyrir fjölmiðla að fylgjast með málinu. Því eru atburðir ólíklegir til að hafa áhrif á öryggistilfinningu fólks utan Mið-Afríku. En hvers vegna þá þessi djúpa tilfinning um óöryggi á einhverjum friðsamasta tíma í þekktri sögu? Skýringarnar á henni eru líklega margar. Tilraunir Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn minna á nokkrar þeirra. Eitt er að alþjóðavæðing síðustu ára hefur það í för með sér að staðbundin fyrirbæri geta umsvifalaust haft áhrif um allan heim. Áhrifin geta verið raunveruleg í þeim skilningi að efnahagslíf heimsins er svo samþætt að truflun á einum stað hefur áhrif um allan heim og um leið ímynduð í þeim skilningi að heimurinn hefur skroppið saman og allt virðist mun nær en áður. Í tilviki Norður-Kóreu bætist svo við óttinn við það óþekkta. Ríkistjórn landsins er ekki aðeins skelfileg, hún er líka undarleg og torskilin. Um leið óttast menn kjarnavopn meira en önnur vopn þótt þau hafi tiltölulega fáa drepið á síðustu öld. Líklega er meginskýringarnar á öryggisleysi almennings að finna í samspili á milli hnattvæddrar fjölmiðlunar og sérstaks óhugnaðar sem fólk í friðsömum löndum finnur til varðandi hryðjuverk. Góð frétt blæs upp óvæntan atburð og tengir hlustandann við hann. Fáir deyja vegna hryðjuverka. Tíu sinnum fleiri létust úr fátækt en hryðjuverkum daginn sem árásin var gerð á New York. Árásin á London kostaði lítið fleiri lífið en bílslys þann dag í Englandi. Það er auðvitað þekkt staðreynd að oft og einatt er lítið samhengi á milli ótta og veruleika. Fólk óttast oft hið ólíklega en er kærulaust um það líklega. Margir sem reykja óttast til dæmis að deyja í flugslysi eða vegna hryðjuverka. Mesta hætta í heiminum þessi árin stafar ekki af hryðjuverkum eða útlagaríkjum heldur af röngum viðbrögðum leiðandi ríkja. Til dæmis er vitað að Norður-Kóreumenn hófu þróun kjarnavopna eftir langt hlé í beinu framhaldi af ræðu George Bush um öxulveldi hins illa. Eftir innrásina í Írak, eitt öxulveldanna, setti hin skelfda ógnarstjón í Pyongyang svo fullan kraft í málið. Innrásin í Írak var líka álíka gáfuleg sem aðgerð gegn hryðjuverkum og íkveikja til að forða bruna. Skeytingarleysi gagnvart mannréttindum í baráttu gegn hryðjuverkum er sömu ættar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Þessi árin eru einhver hin friðsömustu í sögu mannkynsins. Ef ekki væri fyrir blóðbaðið í Kongó, sem nánast engin áhrif hefur utan þess hrjáða lands, væru þessi ár nánast einstök. Sennilega hefur þó almenn tilfinning um óöryggi sjaldan verið meiri á síðustu áratugum. Margir efast því vafalítið um þá staðhæfingu að samtíðin einkennist af meiri friði en menn hafa yfirleitt þekkt. Staðreyndin er þó sú að óvíðar er barist en oftast áður og færri falla. Þótt enn geysi bardagar í Kongó, fjöldamorð standi yfir í Súdan og Írak sé á barmi borgarastyrjaldar deyja líklega færri vegna ofbeldis þetta árið en flest ár tuttugustu aldar. Í samtímanum eru minni líkur á stríði á milli ríkja en oftast frá því að nútímaleg ríki urðu til. Færri búa líka við ógn um ofbeldi frá ógnarstjórnum en oftast áður. Flóttamönnum frá stríðsátökum og vondu stjórnarfari hefur fækkað. Ef við lítum til baka sjáum við samhengið. Á fyrri hluta tuttugustu aldar dóu líklega meira en 100 milljónir manna af völdum stríðs og fjöldamorða. Eftir heimstyrjöldina kom stóra stökkið í Kína sem kostaði milljónir lífið; stríðið um Kóreu og stríðið í Indókína sem kostaði þrjár milljónir mannslífa; hroðalegar styrjaldir í Mósambik og Angóla; þrjú stríð á milli Indlands og Pakistan og þannig mætti áfram telja. Á þrjátíu ára tímabili sem lauk um svipað leyti og kalda stríðinu voru að minnsta kosti þrjár milljónir manna myrtar í fjöldamorðum í Indónesíu, Kambódíu og Mið-Ameríku. Blóðbaðið tengdist kalda stríðinu sem var óvíða kalt nema í okkar heimshluta. Stórstyrjöld á milli Íran og Írak kostaði milljón manns lífið. Þorri þess fólks sem hefur fallið í stríðsátökum á undanförnum árum dó í Kongó. Í samanburði við stríðsátök síðustu aldar og mannfallið í Kongó geta stríðin í Írak, Afghanistan og Líbanon ekki talist sérlega blóðug. Kongó er hins vegar ekki í fréttum, þar er engin olía, landið tengist hvorki heimsviðskiptum né alþjóðlegum stjórnmálaheimi og erfitt er fyrir fjölmiðla að fylgjast með málinu. Því eru atburðir ólíklegir til að hafa áhrif á öryggistilfinningu fólks utan Mið-Afríku. En hvers vegna þá þessi djúpa tilfinning um óöryggi á einhverjum friðsamasta tíma í þekktri sögu? Skýringarnar á henni eru líklega margar. Tilraunir Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn minna á nokkrar þeirra. Eitt er að alþjóðavæðing síðustu ára hefur það í för með sér að staðbundin fyrirbæri geta umsvifalaust haft áhrif um allan heim. Áhrifin geta verið raunveruleg í þeim skilningi að efnahagslíf heimsins er svo samþætt að truflun á einum stað hefur áhrif um allan heim og um leið ímynduð í þeim skilningi að heimurinn hefur skroppið saman og allt virðist mun nær en áður. Í tilviki Norður-Kóreu bætist svo við óttinn við það óþekkta. Ríkistjórn landsins er ekki aðeins skelfileg, hún er líka undarleg og torskilin. Um leið óttast menn kjarnavopn meira en önnur vopn þótt þau hafi tiltölulega fáa drepið á síðustu öld. Líklega er meginskýringarnar á öryggisleysi almennings að finna í samspili á milli hnattvæddrar fjölmiðlunar og sérstaks óhugnaðar sem fólk í friðsömum löndum finnur til varðandi hryðjuverk. Góð frétt blæs upp óvæntan atburð og tengir hlustandann við hann. Fáir deyja vegna hryðjuverka. Tíu sinnum fleiri létust úr fátækt en hryðjuverkum daginn sem árásin var gerð á New York. Árásin á London kostaði lítið fleiri lífið en bílslys þann dag í Englandi. Það er auðvitað þekkt staðreynd að oft og einatt er lítið samhengi á milli ótta og veruleika. Fólk óttast oft hið ólíklega en er kærulaust um það líklega. Margir sem reykja óttast til dæmis að deyja í flugslysi eða vegna hryðjuverka. Mesta hætta í heiminum þessi árin stafar ekki af hryðjuverkum eða útlagaríkjum heldur af röngum viðbrögðum leiðandi ríkja. Til dæmis er vitað að Norður-Kóreumenn hófu þróun kjarnavopna eftir langt hlé í beinu framhaldi af ræðu George Bush um öxulveldi hins illa. Eftir innrásina í Írak, eitt öxulveldanna, setti hin skelfda ógnarstjón í Pyongyang svo fullan kraft í málið. Innrásin í Írak var líka álíka gáfuleg sem aðgerð gegn hryðjuverkum og íkveikja til að forða bruna. Skeytingarleysi gagnvart mannréttindum í baráttu gegn hryðjuverkum er sömu ættar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun