Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian er bjartsýnn á að viðræður General Motors (GM), Nissan og Renault muni skila árangri og hefur lýst yfir áhuga á því að auka við hlut sinn í félaginu.
Kerkorian á fyrir tæpa 10 prósenta hlutafjár í GM í gegnum fjárfestingarfélag sitt Tracinda Corp. og er hann einn stærsti hluthafinn í því.
járfestingarfélagið vill kaupa allt að 12 milljón hluti í GM en við það fer eignarhlutirinn yfir 10 prósent og verður tilkynningaskyldur til yfirvalda.
Markaðurinn vestra tók áhuga Kerkorians fagnandi enda hækkaði gengi í GM um 2,4 prósent í kauphöllinni í New York í dag.