Lundinn og Laxness vinsælir hjá túristum 20. september 2006 07:45 Nú er ferðamannastraumurinn farinn að minnka en um 170 þúsund erlendir ferðamenn lögðu leið sína til landsins í sumar. Samkvæmt könnunum eyða þeir hér um 10-15 prósentum í verslun. Hvað skyldu nú þessir gjaldeyrisskapandi farfuglar hafa keypt og tekið með sér heim frá landinu bláa? Rammagerðin er rótgrónasta minjagripaverslunin og Bryndís Sigurðardóttir, verslunarstjóri í Hafnarstræti, segir verslun hafa verið mikla í sumar. Við finnum ekki fyrir neinni minnkun þótt túristabúðir séu opnaðar nánast á hverju götuhorni yfir sumarið. Túristarnir eru mest í smávöru en minna í stærri hlutum. Bryndís segir gömlu góðu lopapeysuna eiga undir högg að sækja. Nýja útgáfan af lopapeysunni sem er minni og með rennilás selst miklu meira en þessi gamla góða. Bryndís heldur áfram: Allt með lundanum og íslensku rúnastöfunum er mjög vinsælt, t.d. bolir og hálsmen. Vörumerkið Lost in Iceland er líka orðið mjög vinsælt. Það byrjaði sem ljósmyndabók fyrir nokkrum árum en nú seljast bolir, húfur og hettupeysur með áletruninni Lost in Iceland eins og heitar lummur. Ásdís Benediktsdóttir hjá bókabúð Máls og menningar á Laugavegi tekur undir þetta. Hún er ekki í vafa um hvaða bók túristarnir kaupa mest: Það er ljósmyndabókin Lost in Iceland eftir Sigurgeir Sigurjónsson. segir hún. Ég held mér sé óhætt að segja að frá því hún kom út hafi hún verið vinsælasta túristabókin. Ásdís segir ferðamannastrauminn alltaf vera að aukast. Þetta er líka að lengjast fram á haustið. Ég er að fara að taka túristavörurnar niður núna, en áður var ég að því í ágúst. Ásdís segir ýmsar aðrar bækur njóta hylli. Margir sækja í söguarfinn okkar og Völuspá og Íslendingasögurnar eru vinsælar. Þó eru Hávamál alltaf vinsælust. Hávamál má fá á fjölmörgum tungumálum, rússnesku og arabísku meira að segja. Ýmsar barnabækur á ensku eru líka vinsælar og matreiðslubækur Nönnu Rögnvaldsdóttur. Vinsælasta skáldsagan er svo Sjálfstætt fólk á ensku Independent People en Arnaldur kemur á hæla Laxness. Hann er til bæði á ensku og þýsku. Plötubúð 12 Tóna á Skólavörðustíg er vinsæll viðkomustaður túrista. Við erum að sjá ótrúlega aukningu í sölu til ferðamanna og þegar mest lætur yfir sumarið fáum við hér rúmlega hundrað túrista á dag, segir Einar Kristjánsson innanbúðarmaður. Það er mikið hlustað og skoðað og aðallega eru okkar gestir að tékka á nútímatónlist. Söluhæsti diskurinn í sumar var ný safnplata Tilraunaeldhússins en eini hefðbundni túristadiskurinn sem selst að einhverju ráði hjá okkur heitir The Soul of the Great Viking. Í Skífunni á Laugavegi kaupa túristar einnig mikið. Við seljum langmest af plötum Sigur Rósar og Emilíönu Torrini, og svo er Gling Gló mjög vinsæl, segir Davíð Sigurðsson, starfsmaður Skífunnar. Gling Gló með Björk og Tríói Guðmundar Ingólfssonar kom út fyrir sextán árum og hefur selst á Íslandi í um 40 þúsundum eintaka. Þar með er Gling Gló líklega söluhæsta íslenska platan og er stór hluti sölunnar til ferðamanna. Í verslun 66° N í Bankastræti fengust þau svör að útlendingarnir væru vitlausir í íslenska flísið og allt sem er merkt 66° N. Þeir kaupa allt sem við erum með, segir Katrín Kristjánsdóttir, en ef ég ætti að giska á vinsælustu vöruna myndi ég segja að það væru Windstopper-peysurnar sem við erum með. Hjá Global Refund sem endurgreiðir útlendingum virðisaukaskatt fengust þær upplýsingar að stærstur hluti endurgreiðslna væri vegna kvenfatnaðar og skartgripa, bæði íslenskrar framleiðslu og erlendrar merkjavöru. Yfir sumarið verður ekki þverfótað fyrir ferðamönnum að mynda Hallgrímskirkjuturn. Margir þeirra koma við í Krambúðinni efst á Skólavörðustíg. Það er vatn og mjólkurvörur eins og skyr og jógúrt sem túristar kaupa mest, segir Gunnar Ársæll Ársælsson, verslunarstjóri. Íslenskt sælgæti er líka vinsælt, lakkrísinn líklega vinsælastur. Japanarnir eru svo mikið í fiskmetinu, búðin tæmist nánast af harðfiski, laxi og kavíar þegar við fáum Japana hingað inn. Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Nú er ferðamannastraumurinn farinn að minnka en um 170 þúsund erlendir ferðamenn lögðu leið sína til landsins í sumar. Samkvæmt könnunum eyða þeir hér um 10-15 prósentum í verslun. Hvað skyldu nú þessir gjaldeyrisskapandi farfuglar hafa keypt og tekið með sér heim frá landinu bláa? Rammagerðin er rótgrónasta minjagripaverslunin og Bryndís Sigurðardóttir, verslunarstjóri í Hafnarstræti, segir verslun hafa verið mikla í sumar. Við finnum ekki fyrir neinni minnkun þótt túristabúðir séu opnaðar nánast á hverju götuhorni yfir sumarið. Túristarnir eru mest í smávöru en minna í stærri hlutum. Bryndís segir gömlu góðu lopapeysuna eiga undir högg að sækja. Nýja útgáfan af lopapeysunni sem er minni og með rennilás selst miklu meira en þessi gamla góða. Bryndís heldur áfram: Allt með lundanum og íslensku rúnastöfunum er mjög vinsælt, t.d. bolir og hálsmen. Vörumerkið Lost in Iceland er líka orðið mjög vinsælt. Það byrjaði sem ljósmyndabók fyrir nokkrum árum en nú seljast bolir, húfur og hettupeysur með áletruninni Lost in Iceland eins og heitar lummur. Ásdís Benediktsdóttir hjá bókabúð Máls og menningar á Laugavegi tekur undir þetta. Hún er ekki í vafa um hvaða bók túristarnir kaupa mest: Það er ljósmyndabókin Lost in Iceland eftir Sigurgeir Sigurjónsson. segir hún. Ég held mér sé óhætt að segja að frá því hún kom út hafi hún verið vinsælasta túristabókin. Ásdís segir ferðamannastrauminn alltaf vera að aukast. Þetta er líka að lengjast fram á haustið. Ég er að fara að taka túristavörurnar niður núna, en áður var ég að því í ágúst. Ásdís segir ýmsar aðrar bækur njóta hylli. Margir sækja í söguarfinn okkar og Völuspá og Íslendingasögurnar eru vinsælar. Þó eru Hávamál alltaf vinsælust. Hávamál má fá á fjölmörgum tungumálum, rússnesku og arabísku meira að segja. Ýmsar barnabækur á ensku eru líka vinsælar og matreiðslubækur Nönnu Rögnvaldsdóttur. Vinsælasta skáldsagan er svo Sjálfstætt fólk á ensku Independent People en Arnaldur kemur á hæla Laxness. Hann er til bæði á ensku og þýsku. Plötubúð 12 Tóna á Skólavörðustíg er vinsæll viðkomustaður túrista. Við erum að sjá ótrúlega aukningu í sölu til ferðamanna og þegar mest lætur yfir sumarið fáum við hér rúmlega hundrað túrista á dag, segir Einar Kristjánsson innanbúðarmaður. Það er mikið hlustað og skoðað og aðallega eru okkar gestir að tékka á nútímatónlist. Söluhæsti diskurinn í sumar var ný safnplata Tilraunaeldhússins en eini hefðbundni túristadiskurinn sem selst að einhverju ráði hjá okkur heitir The Soul of the Great Viking. Í Skífunni á Laugavegi kaupa túristar einnig mikið. Við seljum langmest af plötum Sigur Rósar og Emilíönu Torrini, og svo er Gling Gló mjög vinsæl, segir Davíð Sigurðsson, starfsmaður Skífunnar. Gling Gló með Björk og Tríói Guðmundar Ingólfssonar kom út fyrir sextán árum og hefur selst á Íslandi í um 40 þúsundum eintaka. Þar með er Gling Gló líklega söluhæsta íslenska platan og er stór hluti sölunnar til ferðamanna. Í verslun 66° N í Bankastræti fengust þau svör að útlendingarnir væru vitlausir í íslenska flísið og allt sem er merkt 66° N. Þeir kaupa allt sem við erum með, segir Katrín Kristjánsdóttir, en ef ég ætti að giska á vinsælustu vöruna myndi ég segja að það væru Windstopper-peysurnar sem við erum með. Hjá Global Refund sem endurgreiðir útlendingum virðisaukaskatt fengust þær upplýsingar að stærstur hluti endurgreiðslna væri vegna kvenfatnaðar og skartgripa, bæði íslenskrar framleiðslu og erlendrar merkjavöru. Yfir sumarið verður ekki þverfótað fyrir ferðamönnum að mynda Hallgrímskirkjuturn. Margir þeirra koma við í Krambúðinni efst á Skólavörðustíg. Það er vatn og mjólkurvörur eins og skyr og jógúrt sem túristar kaupa mest, segir Gunnar Ársæll Ársælsson, verslunarstjóri. Íslenskt sælgæti er líka vinsælt, lakkrísinn líklega vinsælastur. Japanarnir eru svo mikið í fiskmetinu, búðin tæmist nánast af harðfiski, laxi og kavíar þegar við fáum Japana hingað inn.
Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira