Ný þjónusta styttir leiðina 20. september 2006 07:30 Inga María Vilhjálmsdóttir Við heilsugæsluna í Grafarvogi er nú í gangi tilraunaverkefni sem hugsað er sem fyrsta úrræði fyrir fjölskyldur í vanda. Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi við heilsugæsluna í Grafarvogi, segir að í meðferðarteyminu sé hægt að veita þeim börnum aðstoð sem stríða við geðræn vandamál af ýmsum toga, eins og til dæmis kvíða sem komið hefur vegna breytinga svo sem skilnaðar eða annarra erfiðleika í fjölskyldunni. Inga María segir þá sem þiggja þjónustuna byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni, sem síðan geti vísað viðkomandi í meðferðarteymi barna sem samanstendur af fagaðilum. "Þetta tilraunaverkefni hefur nú staðið yfir í á annað ár og hefur ásóknin verið mikil en þrátt fyrir það hafa biðlistar ekki myndast. Með þessu úrræði geta einstaklingar stytt sér leið ef vandamálið er ekki orðið mjög alvarlegt og virkar þá sem eins konar forvörn. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) hefur verið að sinna alvarlegri málum en hefur einnig fengið inn á borð til sín mál sem við getum sinnt og þannig styttum við biðlistana á BUGL að einhverju leyti." Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeidar, segir verkefnið í Grafarvogi mikilvægt og þykir líklegt að meðferðarteymi barna létti á sérfræðiþjónustu BUGL. "Ég myndi vilja sjá teymi af þessari gerð við fleiri heilsugæslustöðvar og beina þannig þjónustu á vægari vandamálum til þeirra." Ólafur segir þessa þjónustu einnig mikilvæga þegar BUGL hafi lokið meðferð málsins, til að fylgja málum eftir. "Eins og staðan er núna bíða um 100 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL. Biðtími þeirra er breytilegur eftir eðli vandans en getur farið yfir ár. Þegar beiðnir berast reynum við að finna út hvort hægt sé að afgreiða þær annars staðar og stytta þannig biðlistann. Hingað til hefur heilsugæslan ekki getað sinnt málum barna og unglinga með geðræn vandamál og hverfaþjónusturnar hafa lagt áherslu á félagsleg vandamál og vandamál innan skólanna." Ólafur segir næsta útspil hjá heilbrigðisráðherra, sem hefur leitað álits sænskra lækna um hvernig takast eigi á við geðræn vandamál barna og unglinga. Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Við heilsugæsluna í Grafarvogi er nú í gangi tilraunaverkefni sem hugsað er sem fyrsta úrræði fyrir fjölskyldur í vanda. Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi við heilsugæsluna í Grafarvogi, segir að í meðferðarteyminu sé hægt að veita þeim börnum aðstoð sem stríða við geðræn vandamál af ýmsum toga, eins og til dæmis kvíða sem komið hefur vegna breytinga svo sem skilnaðar eða annarra erfiðleika í fjölskyldunni. Inga María segir þá sem þiggja þjónustuna byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni, sem síðan geti vísað viðkomandi í meðferðarteymi barna sem samanstendur af fagaðilum. "Þetta tilraunaverkefni hefur nú staðið yfir í á annað ár og hefur ásóknin verið mikil en þrátt fyrir það hafa biðlistar ekki myndast. Með þessu úrræði geta einstaklingar stytt sér leið ef vandamálið er ekki orðið mjög alvarlegt og virkar þá sem eins konar forvörn. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) hefur verið að sinna alvarlegri málum en hefur einnig fengið inn á borð til sín mál sem við getum sinnt og þannig styttum við biðlistana á BUGL að einhverju leyti." Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeidar, segir verkefnið í Grafarvogi mikilvægt og þykir líklegt að meðferðarteymi barna létti á sérfræðiþjónustu BUGL. "Ég myndi vilja sjá teymi af þessari gerð við fleiri heilsugæslustöðvar og beina þannig þjónustu á vægari vandamálum til þeirra." Ólafur segir þessa þjónustu einnig mikilvæga þegar BUGL hafi lokið meðferð málsins, til að fylgja málum eftir. "Eins og staðan er núna bíða um 100 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL. Biðtími þeirra er breytilegur eftir eðli vandans en getur farið yfir ár. Þegar beiðnir berast reynum við að finna út hvort hægt sé að afgreiða þær annars staðar og stytta þannig biðlistann. Hingað til hefur heilsugæslan ekki getað sinnt málum barna og unglinga með geðræn vandamál og hverfaþjónusturnar hafa lagt áherslu á félagsleg vandamál og vandamál innan skólanna." Ólafur segir næsta útspil hjá heilbrigðisráðherra, sem hefur leitað álits sænskra lækna um hvernig takast eigi á við geðræn vandamál barna og unglinga.
Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira