Diddú og Megas gagnrýna stjórn Skálholts harkalega 20. september 2006 07:15 Sigrún Hjálmtýsdóttir Tónlistarkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, telur að breytingar sem boðaðar hafa verið á starfsskipulagi í Skálholti verði til þess að draga til mikilla muna úr tónlistarlífi í Skálholti og jafnvel leggja það í rúst. „Ég hef haft einstaka ánægju af því að starfa með Skálholtskórnum og listafólki úr sveitunum í kring. Starfið sem hefur farið fram í Skálholti undir stjórn Hilmars Arnar er mjög göfugt. Þar hefur manngæska og kærleikur verið haft að leiðarljósi og skilað sér í ómetanlegu starfi fyrir íbúa í sveitinni. Ég held að það sé verið að rústa tónlistarlífi heils sveitarfélags með því að segja Hilmari Erni upp störfum,“ sagði Sigrún. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson, Megas, sem nokkrum sinnum hefur komið fram í Skálholti á tónleikum, gagnrýnir vígslubiskupinn í Skálholti fyrir valdníðslu. „Mér finnst þessar breytingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðisherra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar,“ segir Megas og bætir við að þetta muni skaða Þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað mikið högg fyrir marga en þetta er enn meira högg fyrir Þjóðkirkjuna.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu sagði stjórn Skálholts Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem boðaðar hafa verið í Skálholti. Breytingarnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá heimamönnum en sóknarnefndarformaður Skálholtssóknar, Ingólfur Guðnason, segir stjórn Skálholts hafa farið á bak við sóknarnefndirnar í héraðinu með boðuðum breytingum. Því hefur Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, neitað og sagt breytingarnar hafa verið ræddar með sóknarnefndunum áður en þær komu til framkvæmda. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann greinargerð um tónlistarlífið í Skálholti fyrir skömmu en hann var einn þeirra sem beðnir voru um að koma með tillögur að skipulagsbreytingum í Skálholti. „Mér var falið það sem fagmanni að gera úttekt á stöðu mála fyrir þá sem eru í stjórn Skálholts, og skoða tónlistarlífið í Skálholti út frá tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar. Ég legg það til að starfið í Skálholti verði enn öflugra, fyrir þá fjármuni sem Þjóðkirkjan er að setja í þetta starf, því þetta er eina starfið við íslenska kirkju sem Þjóðkirkjan borgar fyrir en ekki sóknirnar sjálfar. Ég legg það til að sá sem stýrir tónlistarlífi í Skálholti fái meira svigrúm til þess að starfa sem kirkjutónlistarmaður að eflingu staðarins sem æðsta kirkjutónlistarstaðar á Íslandi,“ segir Hörður og leggur áherslu á að hann hafi ekki komið að skipulagsbreytingunum með neinum hætti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju vegna málsins. Ekki náðist í biskup í gær. Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Tónlistarkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, telur að breytingar sem boðaðar hafa verið á starfsskipulagi í Skálholti verði til þess að draga til mikilla muna úr tónlistarlífi í Skálholti og jafnvel leggja það í rúst. „Ég hef haft einstaka ánægju af því að starfa með Skálholtskórnum og listafólki úr sveitunum í kring. Starfið sem hefur farið fram í Skálholti undir stjórn Hilmars Arnar er mjög göfugt. Þar hefur manngæska og kærleikur verið haft að leiðarljósi og skilað sér í ómetanlegu starfi fyrir íbúa í sveitinni. Ég held að það sé verið að rústa tónlistarlífi heils sveitarfélags með því að segja Hilmari Erni upp störfum,“ sagði Sigrún. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson, Megas, sem nokkrum sinnum hefur komið fram í Skálholti á tónleikum, gagnrýnir vígslubiskupinn í Skálholti fyrir valdníðslu. „Mér finnst þessar breytingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðisherra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar,“ segir Megas og bætir við að þetta muni skaða Þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað mikið högg fyrir marga en þetta er enn meira högg fyrir Þjóðkirkjuna.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu sagði stjórn Skálholts Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem boðaðar hafa verið í Skálholti. Breytingarnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá heimamönnum en sóknarnefndarformaður Skálholtssóknar, Ingólfur Guðnason, segir stjórn Skálholts hafa farið á bak við sóknarnefndirnar í héraðinu með boðuðum breytingum. Því hefur Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, neitað og sagt breytingarnar hafa verið ræddar með sóknarnefndunum áður en þær komu til framkvæmda. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann greinargerð um tónlistarlífið í Skálholti fyrir skömmu en hann var einn þeirra sem beðnir voru um að koma með tillögur að skipulagsbreytingum í Skálholti. „Mér var falið það sem fagmanni að gera úttekt á stöðu mála fyrir þá sem eru í stjórn Skálholts, og skoða tónlistarlífið í Skálholti út frá tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar. Ég legg það til að starfið í Skálholti verði enn öflugra, fyrir þá fjármuni sem Þjóðkirkjan er að setja í þetta starf, því þetta er eina starfið við íslenska kirkju sem Þjóðkirkjan borgar fyrir en ekki sóknirnar sjálfar. Ég legg það til að sá sem stýrir tónlistarlífi í Skálholti fái meira svigrúm til þess að starfa sem kirkjutónlistarmaður að eflingu staðarins sem æðsta kirkjutónlistarstaðar á Íslandi,“ segir Hörður og leggur áherslu á að hann hafi ekki komið að skipulagsbreytingunum með neinum hætti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju vegna málsins. Ekki náðist í biskup í gær.
Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira