Kennarar krafnir um endurgreiðslu launa 20. september 2006 07:30 Verkfall 2004 Kennarar eru nú krafðir um ofgreidd laun frá 2004 vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurborgar. MYND/E.ól Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir ofgreiðsluna tilkomna í kennaraverkfallinu haustið 2004. „Það var samið við kennara um fyrirframgreiðslu sem kæmi til frádráttar næstu mánaðamót á eftir. Um síðustu mánaðamót kom í ljós að þessi greiðsla var ekki tekin til baka.“ Ingunn segir að um mannleg mistök sé að ræða. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta er afskaplega óheppilegt.“ Spurð hvort ekki hafi komið til greina að borgin bæri kostnaðinn vegna þessara mistaka segir Ingunn að engar heimildir séu fyrir slíku. „Ábyrgðin er líka að hluta til hjá starfsmanninum sem tekur við greiðslunni.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara hafa leitað til félagsins vegna málsins og búið sé að koma mótmælum til borgaryfirvalda vegna þess. „Þeir kennarar sem tóku við þessum launum í góðri trú gátu ekki vitað að þeir hefðu fengið ofgreitt. Á þeim forsendum finnst okkur afar ósanngjarnt að krefjast endurgreiðslu á þennan hátt núna.“ Ólafur segir að leitað verði til borgarinnar um lausn málsins en ef það skili ekki árangri þá muni lögfræðingur félagsins fá málið til umfjöllunar. Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir ofgreiðsluna tilkomna í kennaraverkfallinu haustið 2004. „Það var samið við kennara um fyrirframgreiðslu sem kæmi til frádráttar næstu mánaðamót á eftir. Um síðustu mánaðamót kom í ljós að þessi greiðsla var ekki tekin til baka.“ Ingunn segir að um mannleg mistök sé að ræða. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að þetta er afskaplega óheppilegt.“ Spurð hvort ekki hafi komið til greina að borgin bæri kostnaðinn vegna þessara mistaka segir Ingunn að engar heimildir séu fyrir slíku. „Ábyrgðin er líka að hluta til hjá starfsmanninum sem tekur við greiðslunni.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir kennara hafa leitað til félagsins vegna málsins og búið sé að koma mótmælum til borgaryfirvalda vegna þess. „Þeir kennarar sem tóku við þessum launum í góðri trú gátu ekki vitað að þeir hefðu fengið ofgreitt. Á þeim forsendum finnst okkur afar ósanngjarnt að krefjast endurgreiðslu á þennan hátt núna.“ Ólafur segir að leitað verði til borgarinnar um lausn málsins en ef það skili ekki árangri þá muni lögfræðingur félagsins fá málið til umfjöllunar.
Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira