Tuttugu hafa látið lífið í umferðarslysum á árinu 18. september 2006 04:30 Suðurlandsvegur. Forstjóri Umferðarstofu segist ánægður með viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu "Nú segjum við STOPP". Hann segir óhætt að kalla það þjóðarinnræti Íslendinga að vilja leggja lóð á vogarskálarnar. Banaslys varð á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um níu leytið á laugardagskvöld. Ekið var mann á sextugsaldri sem var á hestbaki. Talið er að hann hafi látist samstundis. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og þurfti að nota klippur Brunavarna Árnessýslu til að ná honum út. Hann var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús í Reykjavík en er að sögn lögreglunnar á Selfossi ekki alvarlega slasaður. Samkvæmt lögreglunni bendir ekkert til þess að um hraðakstur eða ölvunarakstur hafi verið að ræða. Veginum var lokað í þrjá tíma eftir slysið og myndaðist við það nokkur umferðarteppa. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Banaslysið á laugardaginn er það tuttugasta í umferðinni það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sautján látið lífið í umferðarslysum og sextán um þetta leyti árið 2004. Umferðarstofa og samgönguráðuneytið standa nú fyrir átaki gegn umferðarslysum sem ber nafnið Nú segjum við STOPP. Á heimasíðu átaksins getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum. Um hádegi á laugardag höfðu um átján þúsund manns skrifað nafn sitt við yfirlýsinguna. Í henni segir meðal annars að undirritaður hyggist fara að lögum í umferðinni, hann muni gera allt sem hann getur til að skaða hvorki sjálfan sig né aðra í umferðinni og að hann ætli að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt. Þátttakan í átakinu er mjög góð og svo sem ekkert öðruvísi en við bjuggumst við. Það vilja allir vera með í að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er óhætt að kalla þetta þjóðarinnræti, segir Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, um viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu. Því miður eru kannski ekki allir tilbúnir að haga sér eftir því og alltaf einhverjir sem alls ekki vilja það. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á þá sem ástunda þessa hegðun. Innlent Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Sjá meira
Banaslys varð á Suðurlandsvegi austan við Selfoss um níu leytið á laugardagskvöld. Ekið var mann á sextugsaldri sem var á hestbaki. Talið er að hann hafi látist samstundis. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og þurfti að nota klippur Brunavarna Árnessýslu til að ná honum út. Hann var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús í Reykjavík en er að sögn lögreglunnar á Selfossi ekki alvarlega slasaður. Samkvæmt lögreglunni bendir ekkert til þess að um hraðakstur eða ölvunarakstur hafi verið að ræða. Veginum var lokað í þrjá tíma eftir slysið og myndaðist við það nokkur umferðarteppa. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Banaslysið á laugardaginn er það tuttugasta í umferðinni það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sautján látið lífið í umferðarslysum og sextán um þetta leyti árið 2004. Umferðarstofa og samgönguráðuneytið standa nú fyrir átaki gegn umferðarslysum sem ber nafnið Nú segjum við STOPP. Á heimasíðu átaksins getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum. Um hádegi á laugardag höfðu um átján þúsund manns skrifað nafn sitt við yfirlýsinguna. Í henni segir meðal annars að undirritaður hyggist fara að lögum í umferðinni, hann muni gera allt sem hann getur til að skaða hvorki sjálfan sig né aðra í umferðinni og að hann ætli að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt. Þátttakan í átakinu er mjög góð og svo sem ekkert öðruvísi en við bjuggumst við. Það vilja allir vera með í að leggja lóð á vogarskálarnar. Það er óhætt að kalla þetta þjóðarinnræti, segir Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, um viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu. Því miður eru kannski ekki allir tilbúnir að haga sér eftir því og alltaf einhverjir sem alls ekki vilja það. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á þá sem ástunda þessa hegðun.
Innlent Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Sjá meira