Eins og blaut tuska framan í organista 18. september 2006 03:30 Úr Skálholti. Deilt er um skipulagsbreytingar í Skálholti en sóknarnefnd telur stjórn Skálholts hafa ákveðið einhliða að gjörbreyta starfi í Skálholti. MYND/Stefán Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju og formaður Organistafélags Íslands, segir það áfall fyrir starfsstéttina í heild að Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum sem organista í Skálholtskirkju en þar hefur hann starfað í fimmtán ár. Þessar fregnir koma eins og blaut tuska framan í stéttina í heild. Organistar hafa almennt áhyggjur af starfsöryggi sínu eftir að þessar fréttir bárust og stéttin er í uppnámi, sagði Guðmundur, en stjórn Organistafélagsins hittist á fundi í kvöld til þess að ræða fregnirnar úr Skálholti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn Skálholts ákveðið að koma til framkvæmda skipulagsbreytingum sem gera ráð fyrir að ráðinn verði tónlistarstjóri í fullt starf og starf organista þar með lagt niður. Organistalaust verður því í Haukadalskirkju, Bræðratungukirkju og Torfastaðakirkju eftir þrjá mánuði, eða þegar uppsagnarfresti Hilmars Arnar lýkur. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup og formaður stjórnar Skálholts, segir stjórnina hafa boðað breytingarnar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. Það hefur verið í gildi samningur sem gengið hefur út á það að standa í sameiningu að starfi organista fyrir sóknirnar í prestakallinu. Skálholtsstaður hefur borgað yfir 80 prósent af kostnaðinum en sóknirnar og sveitarfélagið um 20 prósent. Ákveðið hefur verið að segja upp samningnum og um leið að leggja niður starf organista. Ákvarðanir um þetta voru teknar í samráði við sóknarnefndirnar í héraðinu. Megin skipulagsbreytingin er fólgin í því að hafa tónlistarmann í fullu starfi hér á svæðinu, til þess að efla starfsemi, sagði Sigurður. Sigurður Sigurðarson Vígslubiskupinn í Skálholti segist hafa boðað skipulagsbreytingar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. fréttablaðið/stefán Ingólfur Guðnason, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar, segir það af og frá að sóknarnefndir hafa verið hafðar með í ráðum varðandi skipulagsbreytingarnar. Við vorum boðuð á fund 14. september og þar var tilkynnt um breytingarnar. Þá var búið að segja Hilmari Erni upp störfum og okkur tilkynnt um breytingar. Ég staðhæfi það, að samráð um breytingar á starfi organistans, og þar með tónlistarstarfi í héraðinu, var ekki fyrir hendi. Í greinargerð um tónlistarstarf í Skálholti sem Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann í september síðastliðnum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segir hann að ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist. Þá segir einnig í greinargerðinni, þar sem farið er nokkuð nákvæmlega ofan í tónlistarstarf í Skálholti, að æskilegt sé að hraða þessari vinnu ef að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Sumartónleikanna og samstarfi Tónskóla þjóðkirkjunnar, Skálholtsskóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til framkvæmda á árinu 2007. Hörður sagðist ekki hafa komið að skipulagsbreytingunum. Ég hef tekið þátt í umræðum um skipulagsbreytingar. En ég tók ekki þátt í að koma þessum breytingum í framkvæmd, með neinum hætti. Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju og formaður Organistafélags Íslands, segir það áfall fyrir starfsstéttina í heild að Hilmari Erni Agnarssyni hafi verið sagt upp störfum sem organista í Skálholtskirkju en þar hefur hann starfað í fimmtán ár. Þessar fregnir koma eins og blaut tuska framan í stéttina í heild. Organistar hafa almennt áhyggjur af starfsöryggi sínu eftir að þessar fréttir bárust og stéttin er í uppnámi, sagði Guðmundur, en stjórn Organistafélagsins hittist á fundi í kvöld til þess að ræða fregnirnar úr Skálholti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn Skálholts ákveðið að koma til framkvæmda skipulagsbreytingum sem gera ráð fyrir að ráðinn verði tónlistarstjóri í fullt starf og starf organista þar með lagt niður. Organistalaust verður því í Haukadalskirkju, Bræðratungukirkju og Torfastaðakirkju eftir þrjá mánuði, eða þegar uppsagnarfresti Hilmars Arnar lýkur. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup og formaður stjórnar Skálholts, segir stjórnina hafa boðað breytingarnar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. Það hefur verið í gildi samningur sem gengið hefur út á það að standa í sameiningu að starfi organista fyrir sóknirnar í prestakallinu. Skálholtsstaður hefur borgað yfir 80 prósent af kostnaðinum en sóknirnar og sveitarfélagið um 20 prósent. Ákveðið hefur verið að segja upp samningnum og um leið að leggja niður starf organista. Ákvarðanir um þetta voru teknar í samráði við sóknarnefndirnar í héraðinu. Megin skipulagsbreytingin er fólgin í því að hafa tónlistarmann í fullu starfi hér á svæðinu, til þess að efla starfsemi, sagði Sigurður. Sigurður Sigurðarson Vígslubiskupinn í Skálholti segist hafa boðað skipulagsbreytingar í samráði við sóknarnefndir í héraðinu. fréttablaðið/stefán Ingólfur Guðnason, formaður sóknarnefndar Skálholtssóknar, segir það af og frá að sóknarnefndir hafa verið hafðar með í ráðum varðandi skipulagsbreytingarnar. Við vorum boðuð á fund 14. september og þar var tilkynnt um breytingarnar. Þá var búið að segja Hilmari Erni upp störfum og okkur tilkynnt um breytingar. Ég staðhæfi það, að samráð um breytingar á starfi organistans, og þar með tónlistarstarfi í héraðinu, var ekki fyrir hendi. Í greinargerð um tónlistarstarf í Skálholti sem Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann í september síðastliðnum, og Fréttablaðið hefur undir höndum, segir hann að ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfsþáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist. Þá segir einnig í greinargerðinni, þar sem farið er nokkuð nákvæmlega ofan í tónlistarstarf í Skálholti, að æskilegt sé að hraða þessari vinnu ef að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi Sumartónleikanna og samstarfi Tónskóla þjóðkirkjunnar, Skálholtsskóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til framkvæmda á árinu 2007. Hörður sagðist ekki hafa komið að skipulagsbreytingunum. Ég hef tekið þátt í umræðum um skipulagsbreytingar. En ég tók ekki þátt í að koma þessum breytingum í framkvæmd, með neinum hætti.
Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira