Ákærðir fyrir tugi lögbrota 7. september 2006 07:30 Brenndur bíll Einn piltanna kveikti í þessari BMW-bifreið fyrir skemmstu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Mál þriggja pilta sem ákærðir hafa verið fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt til Íslands í janúar á þessu ári var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Piltarnir þrír sóttu kókaínið til óþekkts tengiliðs í Amsterdam eftir að 25 ára gamall maður hér á landi, Mikael Már Pálsson, hafði fengið þá til þess að flytja efnið til landsins. Mikael Már hefur þegar verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning sem ekki tengist þessu tiltekna máli. Piltarnir gengu frá efninu á Hotel Nova í Amsterdam 22. janúar og héldu síðan til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem þeir fluttu efnið hingað til lands. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin á piltunum. Einn piltanna, sem er nítján ára gamall, er að auki ákærður fyrir rúmlega tuttugu önnur lögbrot. Þar á meðal eru fimmtán umferðarlagabrot en flest þeirra eru vegna hraðaksturs, ölvunaraksturs eða aksturs bifreiða án ökuréttinda. Þá er hann einnig ákærður fyrir innbrot og þjófnaði. Lögreglan þurfti meðal annars að hafa átta sinnum afskipti af drengnum vegna umferðarlagabrota, fíkniefnabrota og innbrots, dagana 20. til 27. júní á þessu ári. Átta daga í röð var hann stöðvaður réttindalaus á bifreið, í nokkrum tilvikum undir áhrifum vímuefna. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stolið tveimur hjólbörðum á álfelgum af bifreið. Þar að auki kveikti hann í tveimur BMW-bifreiðum á bifreiðastæði við bílasöluna Bill.is aðfaranótt 26. júlí. Tjónið er metið á nokkrar milljónir króna en pilturinn hellti eldfimum vökva yfir bílana og kveikti síðan í þeim. Hann brenndist nokkuð í andliti er hann kveikti í bifreiðunum. Hann leitaði sjálfur aðstoðar á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss seinna um nóttina. Þar játaði hann fyrir lögreglu að hafa kveikt í bifreiðunum. Tveir piltanna hafa þegar farið í vímuefnameðferð en þeir eru átján og nítján ára gamlir. Piltarnir hafa átt við fíkniefnavanda að stríða um nokkurra ára skeið og hafa á þeim tíma margsinnis komið við sögu lögreglu, oftast nær fyrir að vera með fíkniefni á sér, ýmist til einkaneyslu eða sölu. Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Mál þriggja pilta sem ákærðir hafa verið fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt til Íslands í janúar á þessu ári var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Piltarnir þrír sóttu kókaínið til óþekkts tengiliðs í Amsterdam eftir að 25 ára gamall maður hér á landi, Mikael Már Pálsson, hafði fengið þá til þess að flytja efnið til landsins. Mikael Már hefur þegar verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning sem ekki tengist þessu tiltekna máli. Piltarnir gengu frá efninu á Hotel Nova í Amsterdam 22. janúar og héldu síðan til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem þeir fluttu efnið hingað til lands. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin á piltunum. Einn piltanna, sem er nítján ára gamall, er að auki ákærður fyrir rúmlega tuttugu önnur lögbrot. Þar á meðal eru fimmtán umferðarlagabrot en flest þeirra eru vegna hraðaksturs, ölvunaraksturs eða aksturs bifreiða án ökuréttinda. Þá er hann einnig ákærður fyrir innbrot og þjófnaði. Lögreglan þurfti meðal annars að hafa átta sinnum afskipti af drengnum vegna umferðarlagabrota, fíkniefnabrota og innbrots, dagana 20. til 27. júní á þessu ári. Átta daga í röð var hann stöðvaður réttindalaus á bifreið, í nokkrum tilvikum undir áhrifum vímuefna. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stolið tveimur hjólbörðum á álfelgum af bifreið. Þar að auki kveikti hann í tveimur BMW-bifreiðum á bifreiðastæði við bílasöluna Bill.is aðfaranótt 26. júlí. Tjónið er metið á nokkrar milljónir króna en pilturinn hellti eldfimum vökva yfir bílana og kveikti síðan í þeim. Hann brenndist nokkuð í andliti er hann kveikti í bifreiðunum. Hann leitaði sjálfur aðstoðar á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss seinna um nóttina. Þar játaði hann fyrir lögreglu að hafa kveikt í bifreiðunum. Tveir piltanna hafa þegar farið í vímuefnameðferð en þeir eru átján og nítján ára gamlir. Piltarnir hafa átt við fíkniefnavanda að stríða um nokkurra ára skeið og hafa á þeim tíma margsinnis komið við sögu lögreglu, oftast nær fyrir að vera með fíkniefni á sér, ýmist til einkaneyslu eða sölu.
Innlent Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira