Ákærðir fyrir tugi lögbrota 7. september 2006 07:30 Brenndur bíll Einn piltanna kveikti í þessari BMW-bifreið fyrir skemmstu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Mál þriggja pilta sem ákærðir hafa verið fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt til Íslands í janúar á þessu ári var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Piltarnir þrír sóttu kókaínið til óþekkts tengiliðs í Amsterdam eftir að 25 ára gamall maður hér á landi, Mikael Már Pálsson, hafði fengið þá til þess að flytja efnið til landsins. Mikael Már hefur þegar verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning sem ekki tengist þessu tiltekna máli. Piltarnir gengu frá efninu á Hotel Nova í Amsterdam 22. janúar og héldu síðan til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem þeir fluttu efnið hingað til lands. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin á piltunum. Einn piltanna, sem er nítján ára gamall, er að auki ákærður fyrir rúmlega tuttugu önnur lögbrot. Þar á meðal eru fimmtán umferðarlagabrot en flest þeirra eru vegna hraðaksturs, ölvunaraksturs eða aksturs bifreiða án ökuréttinda. Þá er hann einnig ákærður fyrir innbrot og þjófnaði. Lögreglan þurfti meðal annars að hafa átta sinnum afskipti af drengnum vegna umferðarlagabrota, fíkniefnabrota og innbrots, dagana 20. til 27. júní á þessu ári. Átta daga í röð var hann stöðvaður réttindalaus á bifreið, í nokkrum tilvikum undir áhrifum vímuefna. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stolið tveimur hjólbörðum á álfelgum af bifreið. Þar að auki kveikti hann í tveimur BMW-bifreiðum á bifreiðastæði við bílasöluna Bill.is aðfaranótt 26. júlí. Tjónið er metið á nokkrar milljónir króna en pilturinn hellti eldfimum vökva yfir bílana og kveikti síðan í þeim. Hann brenndist nokkuð í andliti er hann kveikti í bifreiðunum. Hann leitaði sjálfur aðstoðar á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss seinna um nóttina. Þar játaði hann fyrir lögreglu að hafa kveikt í bifreiðunum. Tveir piltanna hafa þegar farið í vímuefnameðferð en þeir eru átján og nítján ára gamlir. Piltarnir hafa átt við fíkniefnavanda að stríða um nokkurra ára skeið og hafa á þeim tíma margsinnis komið við sögu lögreglu, oftast nær fyrir að vera með fíkniefni á sér, ýmist til einkaneyslu eða sölu. Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Mál þriggja pilta sem ákærðir hafa verið fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt til Íslands í janúar á þessu ári var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Piltarnir þrír sóttu kókaínið til óþekkts tengiliðs í Amsterdam eftir að 25 ára gamall maður hér á landi, Mikael Már Pálsson, hafði fengið þá til þess að flytja efnið til landsins. Mikael Már hefur þegar verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning sem ekki tengist þessu tiltekna máli. Piltarnir gengu frá efninu á Hotel Nova í Amsterdam 22. janúar og héldu síðan til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem þeir fluttu efnið hingað til lands. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin á piltunum. Einn piltanna, sem er nítján ára gamall, er að auki ákærður fyrir rúmlega tuttugu önnur lögbrot. Þar á meðal eru fimmtán umferðarlagabrot en flest þeirra eru vegna hraðaksturs, ölvunaraksturs eða aksturs bifreiða án ökuréttinda. Þá er hann einnig ákærður fyrir innbrot og þjófnaði. Lögreglan þurfti meðal annars að hafa átta sinnum afskipti af drengnum vegna umferðarlagabrota, fíkniefnabrota og innbrots, dagana 20. til 27. júní á þessu ári. Átta daga í röð var hann stöðvaður réttindalaus á bifreið, í nokkrum tilvikum undir áhrifum vímuefna. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stolið tveimur hjólbörðum á álfelgum af bifreið. Þar að auki kveikti hann í tveimur BMW-bifreiðum á bifreiðastæði við bílasöluna Bill.is aðfaranótt 26. júlí. Tjónið er metið á nokkrar milljónir króna en pilturinn hellti eldfimum vökva yfir bílana og kveikti síðan í þeim. Hann brenndist nokkuð í andliti er hann kveikti í bifreiðunum. Hann leitaði sjálfur aðstoðar á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss seinna um nóttina. Þar játaði hann fyrir lögreglu að hafa kveikt í bifreiðunum. Tveir piltanna hafa þegar farið í vímuefnameðferð en þeir eru átján og nítján ára gamlir. Piltarnir hafa átt við fíkniefnavanda að stríða um nokkurra ára skeið og hafa á þeim tíma margsinnis komið við sögu lögreglu, oftast nær fyrir að vera með fíkniefni á sér, ýmist til einkaneyslu eða sölu.
Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira