Heimavist góð fyrir félagsleg samskipti 7. september 2006 07:00 Langt í skólann Dætur Guðjóns, ásamt frænkum sínum, á leið í rannsóknarferð. Fríða Theódórsdóttir, Bjarnveig Ásta Guðjónsdóttir, Emma Theódórsdóttir og Guðný Ólafía Guðjónsdóttir. (Mynd í eigu Maríu Theódórsdóttur). Guðjón Bjarnason og María Ólafsdóttir, ábúendur í Hænuvík við Patreksfjörð, hafa þurft að senda dætur sínar tvær, tólf og fimmtán ára, í skóla til Patreksfjarðar í fimmtíu kílómetra akstursfjarlægð, eftir að grunnskólinn í Örlygshöfn var lagður niður fyrir þremur árum síðan. „Í kjölfar breytinganna stóð til að Guðný Ólafía og Bjarnveig Ásta yrðu keyrðar daglega á milli heimilis og skóla. Þegar þessi hugmynd kom upp var þess farið á leit að ég og kona mín myndum sjá um aksturinn, sem hefði tekið okkur um tvo tíma daglega. Sveitarfélagið bauð okkur borgun fyrir þessa þjónustu en taldi sig ekki geta sinnt akstri.“ Guðjón setti sig upp á móti þessu fyrirkomulagi og fór fram á að dætur hans fengju pláss í heimavist á Patreksfirði. „Ástæða þess að mér hugnast ekki sú hugmynd að aka langar vegalendir daglega eru þær að mér finnst þessum tíma betur varið í annað og lítið vit í að vera með börn í daglegum ferðalögum í alls konar veðrum yfir veturinn. Á sínum tíma kærðu foreldrar barna í sveitarfélaginu vinnubrögð sveitarfélagsins varðandi niðurfellingu skólans og fékk sveitarfélagið ákúru fyrir. Ákvörðun um að foreldrar ættu að sjá um akstur barna til og frá skóla var þó ekki breytt. Núna er ekið með Guðnýju og Ástu á Patreksfjörð eldsnemma á mánudagsmorgnum og koma þær heim aftur um hádegi á föstudögum.“ Guðjón segir það hafa gleymst í umræðunni að heimavist sé oft eina leið barna sem búa í sveit til félagslegra samskipta við önnur börn. „Sá tími sem fer í keyrslu er betur varið í nám eða afþreyingu og það er einnig staðreynd að færri börn eru á hvern kennara í fámennum skólum og því auðveldara að sinna þörfum hvers og eins.“ Tíu nemendur voru í grunnskólanum á Örlygshöfn þegar hann var lagður niður og eru flest þessara barna nú keyrð til skóla daglega. Guðjón segir að þrátt fyrir að dætur hans uni sér vel í skóla og heimavist á Patreksfirði hefði hann kosið að hafa þær nær sér. Hann undrast einnig að ekki hafi komið upp sú hugmynd að nota nútímatækni og taka upp fjarkennslu í kjölfar þess að heimavistarskólar voru lagðir niður. Guðný Ólafía, sem áður var nemi í grunnskólanum í Örlygshöfn, stundar nú nám í 10. bekk grunnskólans á Patreksfirði og líkar vel. „Ég hefði samt gjarnan viljað vera áfram í skólanum í Örlygshöfn, því þar var ég meira með hinum krökkunum.“ Guðný segist þó vera búin að eignast vinkonur í skólanum og gömlu skólafélagarnir úr grunnskólanum í Örlygshöfn halda líka hópinn. „Á kvöldin horfi ég á sjónvarpið á heimavistinni, er með vinum mínum eða fer í félagsmiðstöðina en það er líka gott að komast heim um helgar,“ segir Guðný, sem er ekki búin að ákveða hvað hún muni taka sér fyrir hendur eftir að skyldunámi lýkur. Tími heimavistarskólanna liðinnGuðjón BjarnasonEngir heimavistarskólar eru nú starfandi á Íslandi á grunnskólastigi. Fyrir sextán árum síðan voru starfandi heimavistarskólar á landinu þrjátíu talsins, fyrir átta árum voru þeir sex en nú eru börn í skólum keyrð til og frá heimili sínu daglega. Fækkun heimavistarskóla er í samræmi við stefnu fræðsluyfirvalda um að nemendum skuli ekið í skóla, sé þess nokkur kostur, ekki síst yngri nemendum. Samkvæmt lögum um grunnskóla frá árinu 1995 eiga nemendur að eiga kost á námi í heimabyggð. Grunnskólum fer fækkandi á landinu og fámennir skólar eru á undanhaldi. Á meðan grunnskólum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu fækkar þeim á landsbyggðinni. Innlent Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Guðjón Bjarnason og María Ólafsdóttir, ábúendur í Hænuvík við Patreksfjörð, hafa þurft að senda dætur sínar tvær, tólf og fimmtán ára, í skóla til Patreksfjarðar í fimmtíu kílómetra akstursfjarlægð, eftir að grunnskólinn í Örlygshöfn var lagður niður fyrir þremur árum síðan. „Í kjölfar breytinganna stóð til að Guðný Ólafía og Bjarnveig Ásta yrðu keyrðar daglega á milli heimilis og skóla. Þegar þessi hugmynd kom upp var þess farið á leit að ég og kona mín myndum sjá um aksturinn, sem hefði tekið okkur um tvo tíma daglega. Sveitarfélagið bauð okkur borgun fyrir þessa þjónustu en taldi sig ekki geta sinnt akstri.“ Guðjón setti sig upp á móti þessu fyrirkomulagi og fór fram á að dætur hans fengju pláss í heimavist á Patreksfirði. „Ástæða þess að mér hugnast ekki sú hugmynd að aka langar vegalendir daglega eru þær að mér finnst þessum tíma betur varið í annað og lítið vit í að vera með börn í daglegum ferðalögum í alls konar veðrum yfir veturinn. Á sínum tíma kærðu foreldrar barna í sveitarfélaginu vinnubrögð sveitarfélagsins varðandi niðurfellingu skólans og fékk sveitarfélagið ákúru fyrir. Ákvörðun um að foreldrar ættu að sjá um akstur barna til og frá skóla var þó ekki breytt. Núna er ekið með Guðnýju og Ástu á Patreksfjörð eldsnemma á mánudagsmorgnum og koma þær heim aftur um hádegi á föstudögum.“ Guðjón segir það hafa gleymst í umræðunni að heimavist sé oft eina leið barna sem búa í sveit til félagslegra samskipta við önnur börn. „Sá tími sem fer í keyrslu er betur varið í nám eða afþreyingu og það er einnig staðreynd að færri börn eru á hvern kennara í fámennum skólum og því auðveldara að sinna þörfum hvers og eins.“ Tíu nemendur voru í grunnskólanum á Örlygshöfn þegar hann var lagður niður og eru flest þessara barna nú keyrð til skóla daglega. Guðjón segir að þrátt fyrir að dætur hans uni sér vel í skóla og heimavist á Patreksfirði hefði hann kosið að hafa þær nær sér. Hann undrast einnig að ekki hafi komið upp sú hugmynd að nota nútímatækni og taka upp fjarkennslu í kjölfar þess að heimavistarskólar voru lagðir niður. Guðný Ólafía, sem áður var nemi í grunnskólanum í Örlygshöfn, stundar nú nám í 10. bekk grunnskólans á Patreksfirði og líkar vel. „Ég hefði samt gjarnan viljað vera áfram í skólanum í Örlygshöfn, því þar var ég meira með hinum krökkunum.“ Guðný segist þó vera búin að eignast vinkonur í skólanum og gömlu skólafélagarnir úr grunnskólanum í Örlygshöfn halda líka hópinn. „Á kvöldin horfi ég á sjónvarpið á heimavistinni, er með vinum mínum eða fer í félagsmiðstöðina en það er líka gott að komast heim um helgar,“ segir Guðný, sem er ekki búin að ákveða hvað hún muni taka sér fyrir hendur eftir að skyldunámi lýkur. Tími heimavistarskólanna liðinnGuðjón BjarnasonEngir heimavistarskólar eru nú starfandi á Íslandi á grunnskólastigi. Fyrir sextán árum síðan voru starfandi heimavistarskólar á landinu þrjátíu talsins, fyrir átta árum voru þeir sex en nú eru börn í skólum keyrð til og frá heimili sínu daglega. Fækkun heimavistarskóla er í samræmi við stefnu fræðsluyfirvalda um að nemendum skuli ekið í skóla, sé þess nokkur kostur, ekki síst yngri nemendum. Samkvæmt lögum um grunnskóla frá árinu 1995 eiga nemendur að eiga kost á námi í heimabyggð. Grunnskólum fer fækkandi á landinu og fámennir skólar eru á undanhaldi. Á meðan grunnskólum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu fækkar þeim á landsbyggðinni.
Innlent Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira