Markaður leitar jafnvægis 7. september 2006 07:15 Sláturtíð Að mati forsvarsmanna afurðastöðva er kjötmarkaðurinn að leita jafnvægis eftir að kjötafurðir voru seldar undir markaðsverði. Þeir sem reka kjötvinnslur telja hækkanir síðasta árs of háar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Mynd/Hörður Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva frá því í júní 2005. Forsvarsmenn kjötvinnslustöðva telja hækkanirnar óeðlilega háar. Forsvarsmenn afurðastöðva eru því ósammála og telja að markaðurinn sé að leita jafnvægis eftir miklar verðsveiflur á undanförnum árum. Fullyrt er að kjöt hafi verið selt undir kostnaðarverði um árabil. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að verð kjötvöru sem hans fyrirtæki kaupi til úrvinnslu hafi hækkað allt að tuttugu prósent frá sínum birgjum á einu ári og þar er mest hækkun á svínakjöti. Þessa hækkun staðfesta forsvarsmenn annarra fyrirtækja í kjötvinnslu, en hækkun dilka- og ungnautakjöts er um sautján prósent. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir ástæðuna fyrir hækkunum eðlilega, þótt hann véfengi að hækkunin sé tuttugu prósent, hún sé um ellefu prósent eins og verðhækkun til bænda. „Þetta eru almennar hækkanir á markaði auk þess sem kjötið á sínum tíma var á alltof lágu verði. Kjötmarkaðurinn hefur verið að leita jafnvægis í heild sinni, sem skilar sér í hærra verði til bænda. Mönnum hlýtur að vera í fersku minni að fyrir 2005 var verðið langt fyrir neðan kostnaðarverð, sem sést á öllum þeim gjaldþrotum sem voru í þessari grein. Verðhækkanir núna ættu því ekki að koma svo mikið á óvart.“ Ingvi Stefánsson, varaformaður í stjórn Norðlenska ehf., segist ekki hissa á því að fyrirtæki sem ekki séu með slátrun beri sig illa. „Þeir sem eru ekki með allt ferlið á sinni könnu finna fyrst fyrir því þegar eftirspurn er meiri en framboð á markaðnum. Þessir aðilar nutu líka góðs af offramboðinu sem var hér á árunum 2002 til 2004. Þá voru þeir að fá kjöt frá sláturleyfishöfum á mjög góðum kjörum.“ Ingvi segir að sláturleyfishafar, eins og Norðlenska, reki kjötvinnslu jafnhliða slátrun og kaupi allt fé af bændum á fæti. „Því ættu fyrirtæki, sem hafa góða framlegð út úr því að vinna kjöt sjálfir, ekki að leggja á kjöt sem er selt til annarra.“ Forsvarsmenn samtaka bænda telja að meira eigi að skila sér til framleiðenda, en forsvarsmenn afurðastöðvanna fullyrða að hækkanir þeirra til úrvinnslustöðva endurspegli hækkanir til framleiðenda. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að verð til bænda frá hans fyrirtæki hafi hækkað mun meira en Bændasamtökin hafi upplýsingar um. „Það er aftur á móti rétt að hlutur bænda hefur minnkað á meðan hlutur smásöluálagningar hefur aukist.“ Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva frá því í júní 2005. Forsvarsmenn kjötvinnslustöðva telja hækkanirnar óeðlilega háar. Forsvarsmenn afurðastöðva eru því ósammála og telja að markaðurinn sé að leita jafnvægis eftir miklar verðsveiflur á undanförnum árum. Fullyrt er að kjöt hafi verið selt undir kostnaðarverði um árabil. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að verð kjötvöru sem hans fyrirtæki kaupi til úrvinnslu hafi hækkað allt að tuttugu prósent frá sínum birgjum á einu ári og þar er mest hækkun á svínakjöti. Þessa hækkun staðfesta forsvarsmenn annarra fyrirtækja í kjötvinnslu, en hækkun dilka- og ungnautakjöts er um sautján prósent. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir ástæðuna fyrir hækkunum eðlilega, þótt hann véfengi að hækkunin sé tuttugu prósent, hún sé um ellefu prósent eins og verðhækkun til bænda. „Þetta eru almennar hækkanir á markaði auk þess sem kjötið á sínum tíma var á alltof lágu verði. Kjötmarkaðurinn hefur verið að leita jafnvægis í heild sinni, sem skilar sér í hærra verði til bænda. Mönnum hlýtur að vera í fersku minni að fyrir 2005 var verðið langt fyrir neðan kostnaðarverð, sem sést á öllum þeim gjaldþrotum sem voru í þessari grein. Verðhækkanir núna ættu því ekki að koma svo mikið á óvart.“ Ingvi Stefánsson, varaformaður í stjórn Norðlenska ehf., segist ekki hissa á því að fyrirtæki sem ekki séu með slátrun beri sig illa. „Þeir sem eru ekki með allt ferlið á sinni könnu finna fyrst fyrir því þegar eftirspurn er meiri en framboð á markaðnum. Þessir aðilar nutu líka góðs af offramboðinu sem var hér á árunum 2002 til 2004. Þá voru þeir að fá kjöt frá sláturleyfishöfum á mjög góðum kjörum.“ Ingvi segir að sláturleyfishafar, eins og Norðlenska, reki kjötvinnslu jafnhliða slátrun og kaupi allt fé af bændum á fæti. „Því ættu fyrirtæki, sem hafa góða framlegð út úr því að vinna kjöt sjálfir, ekki að leggja á kjöt sem er selt til annarra.“ Forsvarsmenn samtaka bænda telja að meira eigi að skila sér til framleiðenda, en forsvarsmenn afurðastöðvanna fullyrða að hækkanir þeirra til úrvinnslustöðva endurspegli hækkanir til framleiðenda. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að verð til bænda frá hans fyrirtæki hafi hækkað mun meira en Bændasamtökin hafi upplýsingar um. „Það er aftur á móti rétt að hlutur bænda hefur minnkað á meðan hlutur smásöluálagningar hefur aukist.“
Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira