Áhorfandi slasaðist í stúkunni 7. september 2006 05:00 Íslenskur áhorfandi slasaðist á landsleik Íslendinga og Dana í gær, þegar hann féll í tröppum í norðurenda nýju áhorfendastúkunnar á leið út eftir leikinn. Áhorfandinn skall harkalega með höfuðið í tröppurnar og fékk skurð á höfuð sem blæddi mikið úr og hugsanlega heilahristing. Sjúkraflutningamenn frá slökkviliðinu voru á svæðinu og var áhorfandinn fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Grunur er um að ölvun hafi verið með í spilinu, að sögn slökkviliðsins. Þetta er ekki fyrsta óhappið sem á sér stað í þessari stúku, sem er minna en mánaðargömul. Hún var vígð 15. ágúst síðastliðinn þegar setið var í henni í fyrsta skipti á landsleik Íslendinga og Spánverja. Meðan á leiknum stóð hrundu nokkrar sætaraðir en sætin höfðu verið fest rétt áður en flautað var til leiksins. Framkvæmd við nýju stúkuna fól í sér að gamla stúkan var stækkuð til norðurs og suðurs og sætum á vellinum þannig fjölgað í tíu þúsund. Danirnir sigruðu leikinn 2-0 og skoruðu fyrsta markið eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Sló það Íslendingana í fyrstu út af laginu. Þó sköpuðust nokkur góð færi þangað til seinna markið kom. Um leið og flautað var til leiksloka strunsaði fyrirliði íslenska landsliðsins, Eiður Smári Guðjohnsen, út af vellinum og inn í búningsklefa. Flestir aðrir leikmenn liðsins klöppuðu fyrir áhorfendum sem mættu á völlinn. Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Íslenskur áhorfandi slasaðist á landsleik Íslendinga og Dana í gær, þegar hann féll í tröppum í norðurenda nýju áhorfendastúkunnar á leið út eftir leikinn. Áhorfandinn skall harkalega með höfuðið í tröppurnar og fékk skurð á höfuð sem blæddi mikið úr og hugsanlega heilahristing. Sjúkraflutningamenn frá slökkviliðinu voru á svæðinu og var áhorfandinn fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Grunur er um að ölvun hafi verið með í spilinu, að sögn slökkviliðsins. Þetta er ekki fyrsta óhappið sem á sér stað í þessari stúku, sem er minna en mánaðargömul. Hún var vígð 15. ágúst síðastliðinn þegar setið var í henni í fyrsta skipti á landsleik Íslendinga og Spánverja. Meðan á leiknum stóð hrundu nokkrar sætaraðir en sætin höfðu verið fest rétt áður en flautað var til leiksins. Framkvæmd við nýju stúkuna fól í sér að gamla stúkan var stækkuð til norðurs og suðurs og sætum á vellinum þannig fjölgað í tíu þúsund. Danirnir sigruðu leikinn 2-0 og skoruðu fyrsta markið eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Sló það Íslendingana í fyrstu út af laginu. Þó sköpuðust nokkur góð færi þangað til seinna markið kom. Um leið og flautað var til leiksloka strunsaði fyrirliði íslenska landsliðsins, Eiður Smári Guðjohnsen, út af vellinum og inn í búningsklefa. Flestir aðrir leikmenn liðsins klöppuðu fyrir áhorfendum sem mættu á völlinn.
Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira