Lögreglumál Tvær bifreiðar skullu saman við gatnamót Norðurfells og Vesturbergs í Breiðholti rétt fyrir klukkan níu í fyrrakvöld.
Við áreksturinn kastaðist ein bifreiðin á aðra kyrrstæða bifreið og olli töluverðum skemmdum.
Engin alvarleg slys urðu á fólki en ökumaður og tveir farþegar úr öðrum bílnum voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.
Kalla þurfti út tækjabíl því beita þurfti klippum til að ná ökumanni út úr öðrum bílnum og því þurfti að loka fyrir umferð um stundarsakir.