Pólitísk samstaða ríkir um málið 6. september 2006 07:45 Hanna Birna Kristjánsdóttir Mynd/Heiða Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kveðst ánægður með samstöðu borgarstjórnar um málið. "Ég tel að þarna hafi verið tekið af skarið með að haldið verði áfram með þessi verkefni sem eru brýn því þörfin er gríðarleg." Dagur segir áherslu lagða á að íbúðir séu gjarnan í miðborginni innan um verslun og þjónustu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir viðræður við námsmannahreyfingarnar um húsnæðismál hafa staðið yfir undanfarið og að ekkert nýtt komi fram í tillögunni. "Það er hægt að segja að samstaða ríki í borgarstjórn um að tryggja námsmönnum íbúðir í borginni en við hefðum viljað sjá fyrrverandi meirihluta hefja áætlun um uppbyggingu fyrr." Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, vonast til að lausn sé í sjónmáli á miklum húsnæðisvanda námsmanna. "Á undanförnum árum hefur húsnæðisverð hækkað gríðarlega og ungt fólk verður í meiri mæli að leita út á leigumarkaðinn. Þar bætir ekki úr skák að húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000, en á sama tíma hefur leiguverð hækkað um 55 prósent." Svæðin sem eru í deiglunni eru á svokölluðum Barónsreit við Hlemm þar sem um 100 íbúðir geta risið, við Einholt-Þverholt, þar sem fyrirhugað er að byggja upp allt að 400 herbergi og íbúðir. Einnig eru byggingarreitir í Vatnsmýrinni sem gætu opnað fjölmarga möguleika fyrir stúdentagarða með nýju skipulagi á svæðum HÍ og HR. Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kveðst ánægður með samstöðu borgarstjórnar um málið. "Ég tel að þarna hafi verið tekið af skarið með að haldið verði áfram með þessi verkefni sem eru brýn því þörfin er gríðarleg." Dagur segir áherslu lagða á að íbúðir séu gjarnan í miðborginni innan um verslun og þjónustu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir viðræður við námsmannahreyfingarnar um húsnæðismál hafa staðið yfir undanfarið og að ekkert nýtt komi fram í tillögunni. "Það er hægt að segja að samstaða ríki í borgarstjórn um að tryggja námsmönnum íbúðir í borginni en við hefðum viljað sjá fyrrverandi meirihluta hefja áætlun um uppbyggingu fyrr." Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, vonast til að lausn sé í sjónmáli á miklum húsnæðisvanda námsmanna. "Á undanförnum árum hefur húsnæðisverð hækkað gríðarlega og ungt fólk verður í meiri mæli að leita út á leigumarkaðinn. Þar bætir ekki úr skák að húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000, en á sama tíma hefur leiguverð hækkað um 55 prósent." Svæðin sem eru í deiglunni eru á svokölluðum Barónsreit við Hlemm þar sem um 100 íbúðir geta risið, við Einholt-Þverholt, þar sem fyrirhugað er að byggja upp allt að 400 herbergi og íbúðir. Einnig eru byggingarreitir í Vatnsmýrinni sem gætu opnað fjölmarga möguleika fyrir stúdentagarða með nýju skipulagi á svæðum HÍ og HR.
Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira