Hafa náð tíu kílóum af fíkniefnum í ár 5. september 2006 08:00 Fíkniefni Alls hafa komið upp 37 fíkniefnamál hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli það sem af er árinu. Alls hefur verið lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum, en það er sama magn og var gert upptækt allt árið í fyrra. Söluandvirði efnisins er í kringum áttatíu milljónir króna. Þegar fjórðungur ársins er eftir hafa komið um fimm fíkniefnamál inn á borð tollgæslunnar í hverjum mánuði að jafnaði. Flest málin komu upp í febrúarmánuði síðastliðnum eða sjö talsins. Í umræddum mánuði voru tveir Litháar stöðvaðir við komuna hingað til lands með töluvert magn af amfetamínbasa, sem hefði að líkindum dugað til framleiðslu á um þrjátíu kílóum af amfetamíni. Þann 3. febrúar síðastliðinn var lagt hald á fjögur kíló af amfetamíni, en það er nánast allt það amfetamín sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur fundið í ár. Í því máli var um að ræða 26 ára íslenskan karlmann sem var að koma frá París í Frakklandi með efnið falið undir fölskum botni í ferðatösku sinni. Magn amfetamínsins sem hald hefur verið lagt á í ár er nánast það sama og gert var upptækt allt árið í fyrra eða um fjögur kíló. Mun meira magn af amfetamíni hefur verið haldlagt hér á landi í ár en þessi tala gefur til kynna, nú síðast voru tveir Litháar gripnir af Tollgæslunni á Seyðisfirði með ellefu kíló af amfetamíni falið í tveimur bifreiðum við komu sína hingað til lands með Norrænu. Það sem af er árinu hefur tollgæslan lagt hald á tæp fimm kíló af kókaíni, en það er fimmfalt meira magn af kókaíni en gert var upptækt í fyrra. Þar munar mestu um mál síðan 9. ágúst síðastliðinn, þegar átján ára stúlka var stöðvuð í Leifsstöð með tvö kíló af kókaíni falin í farangri sínum. Hún var að koma frá London. Meðalaldur þeirra sem tollgæslan hefur haft afskipti af vegna fíkniefnamála á árinu er um 25 ár. Átta þeirra voru undir tvítugu. Sá yngsti var sautján ára piltur sem tekinn var á dögunum með um hundrað grömm af kókaíni, sem hann hafði falið í endaþarmi. Hann var að koma frá Amsterdam í félagi við annan mann. Vegna ungs aldurs piltsins var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Af þessum 37 tilfellum voru Íslendingar viðriðnir rúmlega helming þeirra, tólf karlmenn og sjö konur. Í hinum átján málunum voru flestir útlendingarnir frá Danmörku eða í fjórum tilfellum. Ýmsar aðferðir við smygl hafa verið notaðar á árinu. Þá hafa flestir verið gripnir með fíkniefnin á sér, ýmist í nærfötum, sokkum eða peningaveskjum. Tæplega fimmtugur íslenskur karlmaður reyndi að smygla um sjö hundruð grömmum af kókaíni inn til landsins í heimilistölvu og þá reyndi tæplega fertugur norskur karlmaður að smygla hassi inn til landsins í veiðarfæraboxi. Átta gerðu tilraun til að smygla efnum til landsins innvortis. Einn þeirra var 43 ára íslenskur karlmaður sem reyndi að smygla 25 grömmum af kókaíni og um sex grömmum af heróíni innvortis inn til landsins. Það er jafnframt eina tilfellið þar sem heróín hefur komið við sögu Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Nú síðast voru tveir arabar, búsettir hér á landi, gripnir með fíkniefni innvortis við komuna til landsins. Innlent Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fíkniefni Alls hafa komið upp 37 fíkniefnamál hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli það sem af er árinu. Alls hefur verið lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum, en það er sama magn og var gert upptækt allt árið í fyrra. Söluandvirði efnisins er í kringum áttatíu milljónir króna. Þegar fjórðungur ársins er eftir hafa komið um fimm fíkniefnamál inn á borð tollgæslunnar í hverjum mánuði að jafnaði. Flest málin komu upp í febrúarmánuði síðastliðnum eða sjö talsins. Í umræddum mánuði voru tveir Litháar stöðvaðir við komuna hingað til lands með töluvert magn af amfetamínbasa, sem hefði að líkindum dugað til framleiðslu á um þrjátíu kílóum af amfetamíni. Þann 3. febrúar síðastliðinn var lagt hald á fjögur kíló af amfetamíni, en það er nánast allt það amfetamín sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur fundið í ár. Í því máli var um að ræða 26 ára íslenskan karlmann sem var að koma frá París í Frakklandi með efnið falið undir fölskum botni í ferðatösku sinni. Magn amfetamínsins sem hald hefur verið lagt á í ár er nánast það sama og gert var upptækt allt árið í fyrra eða um fjögur kíló. Mun meira magn af amfetamíni hefur verið haldlagt hér á landi í ár en þessi tala gefur til kynna, nú síðast voru tveir Litháar gripnir af Tollgæslunni á Seyðisfirði með ellefu kíló af amfetamíni falið í tveimur bifreiðum við komu sína hingað til lands með Norrænu. Það sem af er árinu hefur tollgæslan lagt hald á tæp fimm kíló af kókaíni, en það er fimmfalt meira magn af kókaíni en gert var upptækt í fyrra. Þar munar mestu um mál síðan 9. ágúst síðastliðinn, þegar átján ára stúlka var stöðvuð í Leifsstöð með tvö kíló af kókaíni falin í farangri sínum. Hún var að koma frá London. Meðalaldur þeirra sem tollgæslan hefur haft afskipti af vegna fíkniefnamála á árinu er um 25 ár. Átta þeirra voru undir tvítugu. Sá yngsti var sautján ára piltur sem tekinn var á dögunum með um hundrað grömm af kókaíni, sem hann hafði falið í endaþarmi. Hann var að koma frá Amsterdam í félagi við annan mann. Vegna ungs aldurs piltsins var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Af þessum 37 tilfellum voru Íslendingar viðriðnir rúmlega helming þeirra, tólf karlmenn og sjö konur. Í hinum átján málunum voru flestir útlendingarnir frá Danmörku eða í fjórum tilfellum. Ýmsar aðferðir við smygl hafa verið notaðar á árinu. Þá hafa flestir verið gripnir með fíkniefnin á sér, ýmist í nærfötum, sokkum eða peningaveskjum. Tæplega fimmtugur íslenskur karlmaður reyndi að smygla um sjö hundruð grömmum af kókaíni inn til landsins í heimilistölvu og þá reyndi tæplega fertugur norskur karlmaður að smygla hassi inn til landsins í veiðarfæraboxi. Átta gerðu tilraun til að smygla efnum til landsins innvortis. Einn þeirra var 43 ára íslenskur karlmaður sem reyndi að smygla 25 grömmum af kókaíni og um sex grömmum af heróíni innvortis inn til landsins. Það er jafnframt eina tilfellið þar sem heróín hefur komið við sögu Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Nú síðast voru tveir arabar, búsettir hér á landi, gripnir með fíkniefni innvortis við komuna til landsins.
Innlent Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira