Frammistaða þessa geðþekka Borgfirðings hefur náð út fyrir landsteinana enda voru um sjö milljónir manna sem horfðu á síðasta þáttinn þar sem Ryan Star var sendur heim. Greinarhöfundur menningarhluta New York Times er með litla úttekt á keppendunum en þar er Magni á forsíðunni.

Á heimasíðunni supernovafans.com er Magni enn með töluvert forskot á þá sem aðdáendur hljómsveitarinnar vilja sjá sem söngvara hljómsveitarinnar. Er hann með stuðning helming þeirra sextíu þúsund gesta sem heimsótt hafa síðuna en Dilana Robichaux er með rúmlega fimmtung atkvæða. Athygli hefur vakið að fjórir keppendur verði að öllum líkindum eftir í lokaþættinum og rennir það stoðum undir þær kenningar sem birst hafa á aðdáendasíðunni að karl og kona muni leiða hljómsveitina.