Viðskipti erlent

Góður hagvöxtur innan ESB

Evrur.
Evrur.

Hagvöxtur aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) jókst um 0,9 prósent á öðrum ársfjórðungi sem er 0,1 prósentustigi meira en í fjórðungnum á undan. Hagvöxturinn, sem nemur 2,8 prósentum á ársgrundvelli, var meiri en í Bandaríkjunum og Japan.

Til samanburðar nam hagvöxtur í Bandaríkjunum 0,7 prósentum á sama þriggja mánaða tímabili en 0,2 prósentum í Japan.

Þrátt fyrir aukinn hagvöxt er atvinnuleysi í aðildarríkjum ESB talsvert meira en í samanburðarlöndunum en á tímabilinu mældist 8 prósenta atvinnuleysi innan ESB samanborið við 4,8 prósenta atvinnuleysi í Bandaríkjunum en 4,1 prósents atvinnuleysi í Japan.

Hagfræðinga spá minni hagvexti innan ESB eftir því sem nær dregur hausti og telja líkur á að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í október til að sporna gegn verðbólguþróun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×