Herratískan heillar 31. ágúst 2006 08:30 Aníta er að vinna í Frúin í Hamborg á Akureyri en heldur til Bretlands í hinn fræga Central Saint Martins hönnunarskóla í september. MYND/heida.is „Mér finnst karlmannsfatnaður bara skemmtilegri," segir hin tvítuga Aníta Hirlekar sem nýverið fór að selja fatahönnun sína í versluninni KVK á Laugaveginum. Aníta er búsett á Akureyri og hannar bara karlmannsföt sem þykir ansi óvanalegt fyrir stúlku á hennar aldri enda mun fleiri sem snúa sér fyrst og fremst að hönnun kvennmannsfatnaðar. „Mér finnst mun meiri ákorun að hanna karlmannsfatnað enda komst ég að því þegar ég byrjaði að það eru ekki til nein snið fyrir karlmenn," segir Aníta og bætir því við að henni þykir miklu skemmtilegra að fá hrós frá karlmönnum fyrir fötin því að það sé sjaldgæfara.Skemmtilegt hettuvesti úr smiðju Anítu.Aníta er með fatahönnunina í blóðinu en mamma hennar, Anna Gunnarsdóttir, er einnig hönnuður og segist Aníta hafa lært allt um hönunn frá henni. Þrátt fyrir að vera bara nýskriðin út úr menntaskóla ætlar Aníta sér stóra hluti í framtíðinni en í september heldur hún út til London í hinn fræga hönnunarskóla Central Saint Martins þar sem hún mun verða á undirbúningnámskeiði til áramóta. „Ég verð í London til áramóta og svo held ég örugglega áfram þar eða fer til Parísar, mekka tískunnar," segir Aníta sem örugglega mun láta til sín taka í heimi tískunnar í framtíðinni. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Mér finnst karlmannsfatnaður bara skemmtilegri," segir hin tvítuga Aníta Hirlekar sem nýverið fór að selja fatahönnun sína í versluninni KVK á Laugaveginum. Aníta er búsett á Akureyri og hannar bara karlmannsföt sem þykir ansi óvanalegt fyrir stúlku á hennar aldri enda mun fleiri sem snúa sér fyrst og fremst að hönnun kvennmannsfatnaðar. „Mér finnst mun meiri ákorun að hanna karlmannsfatnað enda komst ég að því þegar ég byrjaði að það eru ekki til nein snið fyrir karlmenn," segir Aníta og bætir því við að henni þykir miklu skemmtilegra að fá hrós frá karlmönnum fyrir fötin því að það sé sjaldgæfara.Skemmtilegt hettuvesti úr smiðju Anítu.Aníta er með fatahönnunina í blóðinu en mamma hennar, Anna Gunnarsdóttir, er einnig hönnuður og segist Aníta hafa lært allt um hönunn frá henni. Þrátt fyrir að vera bara nýskriðin út úr menntaskóla ætlar Aníta sér stóra hluti í framtíðinni en í september heldur hún út til London í hinn fræga hönnunarskóla Central Saint Martins þar sem hún mun verða á undirbúningnámskeiði til áramóta. „Ég verð í London til áramóta og svo held ég örugglega áfram þar eða fer til Parísar, mekka tískunnar," segir Aníta sem örugglega mun láta til sín taka í heimi tískunnar í framtíðinni.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira