Dramatík í Rock Star 29. ágúst 2006 00:01 Magni Segist ekki bera neinn kala til Dilönu eftir að hún blóðgaði hann í brjálæðiskasti. Magni stígur á svið í kvöld og syngur Live - slagarann I Alone og verður annar í röðinni. Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði. Meira að segja Liverpool - klúbburinn á Íslandi hefur beint því til fylgismanna sinna að leggja sitt á vogarskálarnar enda Magni dyggur stuðningsmaður enska liðsins. Ganga Magna uppá topp hefur ekki verið sársaukalaus og margir supu hveljur yfir atviki sem átti sér stað eftir síðasta atkvæðagreiðslu - þátt þegar Dilana mölvar glas með þeim afleiðingum að glerbrot skýst í haus Magna og úr verður blóðugt sár. Ég hef meitt mig meira á því að opna kókdos, lýsir Magni yfir þegar hann er inntur eftir þessu slysi en mikið hefur verið gert úr því á netinu. Ég veit það manna best að það kemur mikið blóð þegar það kemur sár á höfuðið enda raka ég mig sjálfur á hausnum, heldur Magni áfram og vill sem minnst úr þessu gera. Það sem sést ekki í sjónvarpinu er að þegar ég sýnist mjög reiður og skelli baðherbergishurðinni á sjónvarpsvélarnar sitja Dilana og Storm inni með mér og við Storm tökum okkur góðan tíma í að hugga hana, segir Magni og tekur skýrt fram að ekki sjái á honum eftir þetta atvik. Við sex erum mjög góðir vinir og styðjum hvort við annað, segir Magni. Ég hef sjálfur brotnað niður og verið óstarfhæfur í sex tíma en þá komu hinir til að standa þétt við bakið á mér, viðurkennir söngvarinn sem ber engan kala til Dilönu eftir þetta atvik enda veit hann sem er að dramatíkin selur í sjónvarpi. Magni tekur í kvöld rokkslagarann I Alone með hljómsveitinni Live en að þessu sinni voru það áhorfendurnir sem völdu lögin fyrir keppendurna. Magni sagðist vera ánægður með sitt hlutskipti enda hefði þetta getað verið mun verra. Mér hefur líka gengið ágætlega með Live - lögin, segir söngvarinn en flutningur Magna á Dolphins Cry með sömu hljómsveit var sem kunnugt er valið uppklappslag fyrir ekki margt löngu. Æfingarnar hafa gengið vel og ég er bara nokkuð bjartsýnn, bætir hann við. Magni segist að sjálfsögðu sakna heimalandsins og þá ekki síst Eyrúnar, konunnar sinnar og sonar síns Marínó en ekki gefist tími til að velta sér upp úr slíku. Það er Eyrún sem er að gera eitthvað af viti, ég sit bara á sundlaugarbakkanum, segir Magni og hlær en vill að endingu skila góðri kveðju til allra heima á Íslandi. Rock Star Supernova Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði. Meira að segja Liverpool - klúbburinn á Íslandi hefur beint því til fylgismanna sinna að leggja sitt á vogarskálarnar enda Magni dyggur stuðningsmaður enska liðsins. Ganga Magna uppá topp hefur ekki verið sársaukalaus og margir supu hveljur yfir atviki sem átti sér stað eftir síðasta atkvæðagreiðslu - þátt þegar Dilana mölvar glas með þeim afleiðingum að glerbrot skýst í haus Magna og úr verður blóðugt sár. Ég hef meitt mig meira á því að opna kókdos, lýsir Magni yfir þegar hann er inntur eftir þessu slysi en mikið hefur verið gert úr því á netinu. Ég veit það manna best að það kemur mikið blóð þegar það kemur sár á höfuðið enda raka ég mig sjálfur á hausnum, heldur Magni áfram og vill sem minnst úr þessu gera. Það sem sést ekki í sjónvarpinu er að þegar ég sýnist mjög reiður og skelli baðherbergishurðinni á sjónvarpsvélarnar sitja Dilana og Storm inni með mér og við Storm tökum okkur góðan tíma í að hugga hana, segir Magni og tekur skýrt fram að ekki sjái á honum eftir þetta atvik. Við sex erum mjög góðir vinir og styðjum hvort við annað, segir Magni. Ég hef sjálfur brotnað niður og verið óstarfhæfur í sex tíma en þá komu hinir til að standa þétt við bakið á mér, viðurkennir söngvarinn sem ber engan kala til Dilönu eftir þetta atvik enda veit hann sem er að dramatíkin selur í sjónvarpi. Magni tekur í kvöld rokkslagarann I Alone með hljómsveitinni Live en að þessu sinni voru það áhorfendurnir sem völdu lögin fyrir keppendurna. Magni sagðist vera ánægður með sitt hlutskipti enda hefði þetta getað verið mun verra. Mér hefur líka gengið ágætlega með Live - lögin, segir söngvarinn en flutningur Magna á Dolphins Cry með sömu hljómsveit var sem kunnugt er valið uppklappslag fyrir ekki margt löngu. Æfingarnar hafa gengið vel og ég er bara nokkuð bjartsýnn, bætir hann við. Magni segist að sjálfsögðu sakna heimalandsins og þá ekki síst Eyrúnar, konunnar sinnar og sonar síns Marínó en ekki gefist tími til að velta sér upp úr slíku. Það er Eyrún sem er að gera eitthvað af viti, ég sit bara á sundlaugarbakkanum, segir Magni og hlær en vill að endingu skila góðri kveðju til allra heima á Íslandi.
Rock Star Supernova Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“