Útkoma ríkisreiknings 29. ágúst 2006 00:01 Nú er fólkið sem sér um heimilisbókhaldið okkar, þjóðarinnar, að skila af sér. Þá á ég við ríkisreikning. Fyrr í mánuðnum birti Ríkisendurskoðun skýrslu sína um ársreikninginn og gerði ýmsar athugasemdir. Kannski kom einhverjum spánskt fyrir sjónir að ríkisendurskoðun vill ekki hafa það að stofnanir noti ekki fjárheimildir sínar. Getur það ekki verið af hinu góða að ríkisstofnanir eyði ekki öllu sem þeim er skammtað ? Það er svolítið ,,tricky þetta með að nota ekki allar fjárheimildir. Á ríkisstofnunum er það gjarnan svo að síðustu vikur ársins keppist fólk við að eyða, þ.e.a.s. ef það á einhvern afgang, til þess að fjárheimildir verði ekki skornar niður næsta ár. Auðvitað á þetta ekki að vera þannig, þeir sem skila afgangi eiga auðvitað ekki að gjalda fyrir það á næsta ári að hafa farið ,,vel með eins og sagt var í gamla daga. Reyndar skildi ég athugsemdir Ríkisendurskoðunar þannig að ríkisstofnanir mættu ekki safna ónotuðum fjárheimildum í sarp til að nota við hentugt tækifæri. Slíkar athugasemdir eiga fullan rétt á sér því það er ekki á hendi einstakra stofnana að ákveða meiriháttar fjárútlát umfram venjulegan rekstur. Samþykki ráðherrar slíkar eilífðarheimildir er það ekki annað en merki um að þeir vilji tryggja sér völd og áhrif umfram kjörtímabil sitt. Það var náttúrlega það sem forsætisráðherrann fyrrverandi og seðlabankastjórinn núverandi gerði þegar hann skipti ágóðanum af sölu Símans á milli samráðherranna, undarlegt hvað þau létu hann bjóða sér og við, þjóðin, þurftum í framhaldinu að þola, ekki bara þá heldur allan tíman sem hann trónaði á toppnum. Stundum verður inngangurinn að því sem kona ætlar að segja mjög langur. Þessi er til dæmis um það. Ætlunin var að segja frá því að við fjármálaráðherrann erum sammála. Ég geri svo sem ekki ráð fyrir að það skipti hann nokkru máli, en henni mér, miðaldra frú í Reykjavík, fannst það harla merkilegt. Við, fjármálaráðherrann og ég, erum sem sagt sammála um að stimpilgjald er vitlaust gjald og tímaskekkja. Hann, fjármálaráðherrann, ætlar hins vegar ekkert að gera í málinu, þó hann hafi alla burði og vald til þess. Þess vegna eru allar líkur á að hann greiði atkvæði gegn því á Alþingi að stimpilgjaldið verði fellt niður, en líklegt er að Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri muni enn eina ferðina leggja slíka tillögu fyrir Alþingi í vetur. Ég hlýt að viðurkenna að ég furða mig mjög á því hvernig ráðherra getur, þó ekki væri nema sjálfsímyndarinnar vegna, lýst sig algjörlega ósammála einhverju sem er á hans ábyrgð en um leið sagt að hann ætli ekki að lyfta litla fingri til að breyta slíku ástandi. Einu sinni var það talið erfiðasta embætti ríkistjórnarinnar að fara með ríkisfjármálin, vegna þess að endar náðu aldrei saman og allt var í hönk. En það er af sem áður var. Á síðasta ári var 113 milljarða afgangur af rekstri ríkissjóðs athugið milljarða en ekki milljóna. Af því má rekja 56 milljarða til sölu Símans en annað eins kemur frá hinum reglulegu gjöldum sem á okkur eru lögð. Hlutur ríkissjóðs í landsframleiðslunni er alltaf að hækka og námu tekjur hans 36% af landsframleiðslunni í fyrra en 33% árið 2004, í þessum tölum er hagnaðurinn af sölu Símans ekki talinn með. Þessi hækkun kemur svolítið skrítilega saman við það sem ríkisstjórnin heldur fram; nefnilega að ríkisafskipti fari minnkandi. En það er svo sem ekkert nýtt að ríkisstjórnin segi eitt en geri annað, og svo verða ráðherrarnir voða pirraðir ef þeir eru spurðir út í hverju slíkt sæti. Kannski er siðferði ríkisstjórnarinnar tvöfalt. Eitt fyrir aðra og annað fyrir þau sjálf. Ónotuðu fjárheimildirnar sem ég minntist á fyrr í þessum skrifum námu 26 milljörðum króna árið 2005, það er nánast sama upphæðin og rann til Landspítala - háskólasjúkrahúss það árið en það voru rúmir 27 milljarðar samkvæmt reikningi spítalans. Undanfarin ár hefur mikill þrýstingur verið á stjórnendur háskólasjúkrahússins um að halda sig innan fjárheimilda, og geri ég engar athugasemdir við það, en ég velti því hins vegar fyrir mér hvernig við höfum efni á að láta heimildir jafn háar árlegu rekstrarfé þess liggja ónotaðar hér og þar fyrir ríkisstofnanir að koma í notkun þegar þeim hentar. Það kallast ekki góð stjórn ríkisfjármálanna heima hjá mér. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Nú er fólkið sem sér um heimilisbókhaldið okkar, þjóðarinnar, að skila af sér. Þá á ég við ríkisreikning. Fyrr í mánuðnum birti Ríkisendurskoðun skýrslu sína um ársreikninginn og gerði ýmsar athugasemdir. Kannski kom einhverjum spánskt fyrir sjónir að ríkisendurskoðun vill ekki hafa það að stofnanir noti ekki fjárheimildir sínar. Getur það ekki verið af hinu góða að ríkisstofnanir eyði ekki öllu sem þeim er skammtað ? Það er svolítið ,,tricky þetta með að nota ekki allar fjárheimildir. Á ríkisstofnunum er það gjarnan svo að síðustu vikur ársins keppist fólk við að eyða, þ.e.a.s. ef það á einhvern afgang, til þess að fjárheimildir verði ekki skornar niður næsta ár. Auðvitað á þetta ekki að vera þannig, þeir sem skila afgangi eiga auðvitað ekki að gjalda fyrir það á næsta ári að hafa farið ,,vel með eins og sagt var í gamla daga. Reyndar skildi ég athugsemdir Ríkisendurskoðunar þannig að ríkisstofnanir mættu ekki safna ónotuðum fjárheimildum í sarp til að nota við hentugt tækifæri. Slíkar athugasemdir eiga fullan rétt á sér því það er ekki á hendi einstakra stofnana að ákveða meiriháttar fjárútlát umfram venjulegan rekstur. Samþykki ráðherrar slíkar eilífðarheimildir er það ekki annað en merki um að þeir vilji tryggja sér völd og áhrif umfram kjörtímabil sitt. Það var náttúrlega það sem forsætisráðherrann fyrrverandi og seðlabankastjórinn núverandi gerði þegar hann skipti ágóðanum af sölu Símans á milli samráðherranna, undarlegt hvað þau létu hann bjóða sér og við, þjóðin, þurftum í framhaldinu að þola, ekki bara þá heldur allan tíman sem hann trónaði á toppnum. Stundum verður inngangurinn að því sem kona ætlar að segja mjög langur. Þessi er til dæmis um það. Ætlunin var að segja frá því að við fjármálaráðherrann erum sammála. Ég geri svo sem ekki ráð fyrir að það skipti hann nokkru máli, en henni mér, miðaldra frú í Reykjavík, fannst það harla merkilegt. Við, fjármálaráðherrann og ég, erum sem sagt sammála um að stimpilgjald er vitlaust gjald og tímaskekkja. Hann, fjármálaráðherrann, ætlar hins vegar ekkert að gera í málinu, þó hann hafi alla burði og vald til þess. Þess vegna eru allar líkur á að hann greiði atkvæði gegn því á Alþingi að stimpilgjaldið verði fellt niður, en líklegt er að Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri muni enn eina ferðina leggja slíka tillögu fyrir Alþingi í vetur. Ég hlýt að viðurkenna að ég furða mig mjög á því hvernig ráðherra getur, þó ekki væri nema sjálfsímyndarinnar vegna, lýst sig algjörlega ósammála einhverju sem er á hans ábyrgð en um leið sagt að hann ætli ekki að lyfta litla fingri til að breyta slíku ástandi. Einu sinni var það talið erfiðasta embætti ríkistjórnarinnar að fara með ríkisfjármálin, vegna þess að endar náðu aldrei saman og allt var í hönk. En það er af sem áður var. Á síðasta ári var 113 milljarða afgangur af rekstri ríkissjóðs athugið milljarða en ekki milljóna. Af því má rekja 56 milljarða til sölu Símans en annað eins kemur frá hinum reglulegu gjöldum sem á okkur eru lögð. Hlutur ríkissjóðs í landsframleiðslunni er alltaf að hækka og námu tekjur hans 36% af landsframleiðslunni í fyrra en 33% árið 2004, í þessum tölum er hagnaðurinn af sölu Símans ekki talinn með. Þessi hækkun kemur svolítið skrítilega saman við það sem ríkisstjórnin heldur fram; nefnilega að ríkisafskipti fari minnkandi. En það er svo sem ekkert nýtt að ríkisstjórnin segi eitt en geri annað, og svo verða ráðherrarnir voða pirraðir ef þeir eru spurðir út í hverju slíkt sæti. Kannski er siðferði ríkisstjórnarinnar tvöfalt. Eitt fyrir aðra og annað fyrir þau sjálf. Ónotuðu fjárheimildirnar sem ég minntist á fyrr í þessum skrifum námu 26 milljörðum króna árið 2005, það er nánast sama upphæðin og rann til Landspítala - háskólasjúkrahúss það árið en það voru rúmir 27 milljarðar samkvæmt reikningi spítalans. Undanfarin ár hefur mikill þrýstingur verið á stjórnendur háskólasjúkrahússins um að halda sig innan fjárheimilda, og geri ég engar athugasemdir við það, en ég velti því hins vegar fyrir mér hvernig við höfum efni á að láta heimildir jafn háar árlegu rekstrarfé þess liggja ónotaðar hér og þar fyrir ríkisstofnanir að koma í notkun þegar þeim hentar. Það kallast ekki góð stjórn ríkisfjármálanna heima hjá mér. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun