Óskynsamlegar tafir 29. ágúst 2006 00:01 Þessar stundir er deilt um birtingu tvenns konar opinberra skjala. Annars vegar er um að ræða skýrslu sérfræðings um virkjun við Kárahnjúka. Hins vegar er um að ræða skjöl er lúta að rannsókn mála hjá lögreglu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar í tengslum við símahleranir. Fyrrverandi iðnaðarráðherra hefur haldið því fram að umrædd skýrsla varðandi Kárahnjúka hafi ekki átt erindi til Alþingis. Ástæðan er sú að hún hafi verið tæknileg og snert fjárhagsmálefni virkjunarinnar. Þessar röksemdir eru ekki haldbærar. Alþingi situr ekki hjá við mat á fjárhagslegum- og tæknilegum upplýsingum. Allra síst á það við þegar löggjafarsamkoman tekur ákvörðun um stærstu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar. Hitt er svo annað mál að ráðherrann hafði engar beinar lagaskyldur um birtingarfrumkvæði í þessu efni og verður aukheldur ekki sakaður um að hafa hindrað að kjörnir fulltrúar almennings kæmust á snoðir um efni skýrslunnar. Það má til að mynda ráða af því einu að skýrslan var afhent Landsvirkjun. Í stjórn hennar sitja lýðræðislega kjörnir fulltrúar löggjafarsamkomunnar. Það er því sleggjudómur þegar einn af samflokksþingmönnum ráðherrans ræðir um brottvikningu hans af þessum sökum. Þó að líta beri á það sem mistök að skýrslan var ekki birt opinberlega fyrr gefa þau ekki tilefni til þeirra ummæla sem samflokksþingmaðurinn viðhafði. Líklegt er að rætur þeirra liggi í öðrum ágreiningsefnum. Landsvirkjun hefur mætt þeim sjónarmiðum sem fram koma í umræddri skýrslu með röksemdum annarra sérfræðinga og breytingum á hönnun virkjunarinnar. Skýrslan sýnist því ekki gefa tilefni til að stöðva framkvæmdir við svo búið. Annað álitaefni sem lýtur að opinberum skjölum á rætur að rekja til óska lögmanns um að fá skjöl sem tengjast símahlerunum lögreglu frá fyrri tíð. Slík gögn höfðu áður verið afhent sagnfræðingi til skoðunar og úrvinnslu. Lög um skjöl af þessu tagi geta gefið tilefni til mismunandi túlkunar. En kjarni málsins er sá að gögn um lögreglurannsóknir frá þessum tíma hafa verið afhent. Ekki hefur komið fram að stjórnvöld líti svo á að sú afhending gagna til sagnfræðings stangist á við lög eða að hún hafi verið mistök. Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar þar að lútandi. Á meðan stjórnvöld kveða ekki á um annað verður því að líta svo á að þau hafi talið afhendingu skjalanna til sagnfræðingsins lögmæta. Á grundvelli jafnræðisreglu hljóta sömu lagalegu sjónarmið að eiga við þegar lögfræðingur fer fram á að fá sömu skjöl eða skjöl sama eðlis. Það stenst ekki að láta eina reglu gilda um sagnfræðinga að þessu leyti en aðra um lögfræðinga. Ennfremur telst það ekki gilt sjónarmið fyrir synjun um aðgang að skjölum að nefnd vinni að því að skoða með hvaða hætti eigi að birta þau. Enginn hefur haldið því fram að leynd eigi að hvíla yfir þessum skjölum. Þvert á móti hafa ráðherrar fært skynsamleg rök fyrir birtingu slíkra gagna og rannsóknum á þeirri sögu sem þau geyma. Hér er um að ræða tvö ólík atvik varðandi birtingu skjala. Í hvorugu tilviki er það stefna að halda skjölum leyndum. Dráttur á birtingu sýnist þar af leiðandi ekki þjóna neinum skynsamlegum tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Þessar stundir er deilt um birtingu tvenns konar opinberra skjala. Annars vegar er um að ræða skýrslu sérfræðings um virkjun við Kárahnjúka. Hins vegar er um að ræða skjöl er lúta að rannsókn mála hjá lögreglu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar í tengslum við símahleranir. Fyrrverandi iðnaðarráðherra hefur haldið því fram að umrædd skýrsla varðandi Kárahnjúka hafi ekki átt erindi til Alþingis. Ástæðan er sú að hún hafi verið tæknileg og snert fjárhagsmálefni virkjunarinnar. Þessar röksemdir eru ekki haldbærar. Alþingi situr ekki hjá við mat á fjárhagslegum- og tæknilegum upplýsingum. Allra síst á það við þegar löggjafarsamkoman tekur ákvörðun um stærstu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar. Hitt er svo annað mál að ráðherrann hafði engar beinar lagaskyldur um birtingarfrumkvæði í þessu efni og verður aukheldur ekki sakaður um að hafa hindrað að kjörnir fulltrúar almennings kæmust á snoðir um efni skýrslunnar. Það má til að mynda ráða af því einu að skýrslan var afhent Landsvirkjun. Í stjórn hennar sitja lýðræðislega kjörnir fulltrúar löggjafarsamkomunnar. Það er því sleggjudómur þegar einn af samflokksþingmönnum ráðherrans ræðir um brottvikningu hans af þessum sökum. Þó að líta beri á það sem mistök að skýrslan var ekki birt opinberlega fyrr gefa þau ekki tilefni til þeirra ummæla sem samflokksþingmaðurinn viðhafði. Líklegt er að rætur þeirra liggi í öðrum ágreiningsefnum. Landsvirkjun hefur mætt þeim sjónarmiðum sem fram koma í umræddri skýrslu með röksemdum annarra sérfræðinga og breytingum á hönnun virkjunarinnar. Skýrslan sýnist því ekki gefa tilefni til að stöðva framkvæmdir við svo búið. Annað álitaefni sem lýtur að opinberum skjölum á rætur að rekja til óska lögmanns um að fá skjöl sem tengjast símahlerunum lögreglu frá fyrri tíð. Slík gögn höfðu áður verið afhent sagnfræðingi til skoðunar og úrvinnslu. Lög um skjöl af þessu tagi geta gefið tilefni til mismunandi túlkunar. En kjarni málsins er sá að gögn um lögreglurannsóknir frá þessum tíma hafa verið afhent. Ekki hefur komið fram að stjórnvöld líti svo á að sú afhending gagna til sagnfræðings stangist á við lög eða að hún hafi verið mistök. Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar þar að lútandi. Á meðan stjórnvöld kveða ekki á um annað verður því að líta svo á að þau hafi talið afhendingu skjalanna til sagnfræðingsins lögmæta. Á grundvelli jafnræðisreglu hljóta sömu lagalegu sjónarmið að eiga við þegar lögfræðingur fer fram á að fá sömu skjöl eða skjöl sama eðlis. Það stenst ekki að láta eina reglu gilda um sagnfræðinga að þessu leyti en aðra um lögfræðinga. Ennfremur telst það ekki gilt sjónarmið fyrir synjun um aðgang að skjölum að nefnd vinni að því að skoða með hvaða hætti eigi að birta þau. Enginn hefur haldið því fram að leynd eigi að hvíla yfir þessum skjölum. Þvert á móti hafa ráðherrar fært skynsamleg rök fyrir birtingu slíkra gagna og rannsóknum á þeirri sögu sem þau geyma. Hér er um að ræða tvö ólík atvik varðandi birtingu skjala. Í hvorugu tilviki er það stefna að halda skjölum leyndum. Dráttur á birtingu sýnist þar af leiðandi ekki þjóna neinum skynsamlegum tilgangi.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun