Gleypti hálft kíló af hassi 28. ágúst 2006 07:45 Par á fertugsaldri með þriggja ára gamalt barn var stöðvað við reglubundið eftirlit tollgæslunnar í Leifsstöð um hádegisbil á fimmtudaginn. Parið var að koma frá Kaupmannahöfn og vöknuðu grunsemdir tollgæslunnar um að maðurinn væri með fíkniefni innvortis. Maðurinn, sem er frá Suður-Ameríku en hefur verið búsettur hér á landi um nokkurra ára skeið, var sendur í röntgenmyndatöku og reyndist hann þá hafa gleypt um fimm hundruð grömm af hassi. Hann var þá handtekinn í framhaldinu. Hvorki konan, sem er frá Norður-Afríku, né barnið reyndust vera með fíkniefni á sér. Lögregla telur að maðurinn hafi ætlað efnið til sölu og dreifingar. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Efnið hafði hann gleypt í smokkum og var það dreift um meltingarveg mannsins og maga. Um föstudagskvöldið fór maðurinn að kenna sér meins, rof hafði komið á einhverjar umbúðirnar og var hann þá fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans með hjartsláttartruflanir. Eftir aðhlynningu náði maðurinn sér að fullu og efnið skilaði sér með hefðbundnum hætti að sögn lögreglu. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, kannast ekki við að ámóta aðferð hafi verið notuð áður við smygl á hassi. Ég minnist þess ekki að fjölskylda með barn hafi áður reynt að smygla hassi með þessum hætti, sagði Jóhann R. Þetta undirstrikar enn og aftur óskammfeilni þeirra sem eru að smygla fíkniefnum, í þessu tilviki er barn notað sem skálkaskjól til að villa um fyrir okkur. Söluandvirði efnisins á götunni er um milljón króna. Manninum var sleppt á laugardaginn og telst málið upplýst. Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Par á fertugsaldri með þriggja ára gamalt barn var stöðvað við reglubundið eftirlit tollgæslunnar í Leifsstöð um hádegisbil á fimmtudaginn. Parið var að koma frá Kaupmannahöfn og vöknuðu grunsemdir tollgæslunnar um að maðurinn væri með fíkniefni innvortis. Maðurinn, sem er frá Suður-Ameríku en hefur verið búsettur hér á landi um nokkurra ára skeið, var sendur í röntgenmyndatöku og reyndist hann þá hafa gleypt um fimm hundruð grömm af hassi. Hann var þá handtekinn í framhaldinu. Hvorki konan, sem er frá Norður-Afríku, né barnið reyndust vera með fíkniefni á sér. Lögregla telur að maðurinn hafi ætlað efnið til sölu og dreifingar. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Efnið hafði hann gleypt í smokkum og var það dreift um meltingarveg mannsins og maga. Um föstudagskvöldið fór maðurinn að kenna sér meins, rof hafði komið á einhverjar umbúðirnar og var hann þá fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans með hjartsláttartruflanir. Eftir aðhlynningu náði maðurinn sér að fullu og efnið skilaði sér með hefðbundnum hætti að sögn lögreglu. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, kannast ekki við að ámóta aðferð hafi verið notuð áður við smygl á hassi. Ég minnist þess ekki að fjölskylda með barn hafi áður reynt að smygla hassi með þessum hætti, sagði Jóhann R. Þetta undirstrikar enn og aftur óskammfeilni þeirra sem eru að smygla fíkniefnum, í þessu tilviki er barn notað sem skálkaskjól til að villa um fyrir okkur. Söluandvirði efnisins á götunni er um milljón króna. Manninum var sleppt á laugardaginn og telst málið upplýst.
Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira