Á annað þúsund manns var söfnuðust saman á Reykjavíkurflugvelli í gær til að fylgjast með flugsýningu Flugmálafélagsins í tilefni 70 ára afmælis félagsins. „Þetta var ótrúlega vel heppnuð sýning enda lék veðrið við okkur,“ segir Kristján Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins.
Um 30 flugvélar voru til sýnis fyrir gesti og segir Kristinn að 757 þota frá Icelandair hafi vakið mesta athygli enda ekki á hverjum degi sem fólki gefst kostur á að sjá svona stóra þotu í nálægð. Færustu flugmenn félagsins léku listir sínar í háloftunum ásamt þyrlum og svifflugköppum. Hópflug var svo farið yfir borgina. Lokaatriði þessarar tveggja tíma löngu sýningar var svo þegar 757 þotan fór í loftið á stuttu flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli.