Vilja lagabreytingar til að auðvelda störf 24. ágúst 2006 07:30 Neyðarlínan Talsmenn Neyðarlínunnar og Ríkislögreglustjóra vilja vinna að framgangi lagabreytinga sem miða að því að tryggja sem best öryggi almennings. MYND/Heiða Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent dómsmála- og samgönguráðuneytinu bréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri skoðun, að réttast væri að kveða „skýrt á um það í lögum að fjarskiptafyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um rekjanleika símtala og tryggja að upplýsingar um staðsetningu séu aðgengilegar,“ eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðuneytanna. Undir bréfið rita héraðsdómslögmennirninr Arnar Þór Jónsson og Tómas Árnason, en þeir vinna að framgangi málsins fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Arnar Þór vonast til þess að tekið yrði tillit til sjónarmiða lögreglu og Neyðarlínu þegar endanlegar ákvarðanir um fjarskiptamál yrðu tengdar. Í bréfinu lýsa forsvarsmenn Neyðarlínunnar sig reiðubúna til samstarfs við „gagnaöflun og annað sem getur horft til framgangs þessa máls“. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar vegna bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónu Atlassíma ehf., ef eftir því er óskað. Í kærunni sagði meðal annars að „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Bréfin hafa verið send til ráðuneytanna til þess að fylgja eftir áhersluatriðum sem fram koma í kærunni, en er bent á mikilvægi þess að koma á lögum sem auðvelda Neyðarlínunni að fylgja eftir „lögbundnu hlutverki sínu“. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bréfið hafa borist til ráðuneytisins en það væri samgönguráðuneytisins að svara fyrir um efnisatriði þess þar sem fjarskiptalöggjöfin fellur undir samgönguráðuneytið. Haft var eftir Birni í Fréttablaðinu að hann undraðist frávísunina á kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, þar sem „það kæmi sér á óvart, að ekki mætti gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni“. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðhera þegar leitað var eftir viðtali við hann í gær, eða Bergþór Ólason aðstoðarmann hans. Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent dómsmála- og samgönguráðuneytinu bréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri skoðun, að réttast væri að kveða „skýrt á um það í lögum að fjarskiptafyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um rekjanleika símtala og tryggja að upplýsingar um staðsetningu séu aðgengilegar,“ eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðuneytanna. Undir bréfið rita héraðsdómslögmennirninr Arnar Þór Jónsson og Tómas Árnason, en þeir vinna að framgangi málsins fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Arnar Þór vonast til þess að tekið yrði tillit til sjónarmiða lögreglu og Neyðarlínu þegar endanlegar ákvarðanir um fjarskiptamál yrðu tengdar. Í bréfinu lýsa forsvarsmenn Neyðarlínunnar sig reiðubúna til samstarfs við „gagnaöflun og annað sem getur horft til framgangs þessa máls“. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar vegna bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónu Atlassíma ehf., ef eftir því er óskað. Í kærunni sagði meðal annars að „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Bréfin hafa verið send til ráðuneytanna til þess að fylgja eftir áhersluatriðum sem fram koma í kærunni, en er bent á mikilvægi þess að koma á lögum sem auðvelda Neyðarlínunni að fylgja eftir „lögbundnu hlutverki sínu“. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bréfið hafa borist til ráðuneytisins en það væri samgönguráðuneytisins að svara fyrir um efnisatriði þess þar sem fjarskiptalöggjöfin fellur undir samgönguráðuneytið. Haft var eftir Birni í Fréttablaðinu að hann undraðist frávísunina á kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, þar sem „það kæmi sér á óvart, að ekki mætti gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni“. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðhera þegar leitað var eftir viðtali við hann í gær, eða Bergþór Ólason aðstoðarmann hans.
Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira