Kristinn H. segir samkomulag brotið 24. ágúst 2006 07:15 „Það liggur fyrir ákveðið samkomulag um hlutina sem ég tel að eigi eftir að klára," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið þegar ljóst varð hvernig þingflokkur framsóknarmanna hagar skipan í nefndir Alþingis í vetur. Kristni er ekki ætluð nefndaformennska en er varaformaður þriggja nefnda. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist ekki skilja hvað vaki fyrir Kristni. „Ég botna ekkert í honum því hann veit betur. Þegar hann fullyrðir að hann hafi átt að fá formennsku þá fer hann ekki með rétt mál," sagði Hjálmar í samtali við Fréttablaðið í gær. Þingflokkurinn vék Kristni úr nefndum þingsins árið 2004 en í febrúar 2005 náðust sættir á sögulegum kvöldverðarfundi þingflokksins á veitingastaðnum Við tjörnina. Kristinn fullyrðir að í samkomulaginu hafi falist að hann yrði nefndarformaður á ný en hann fór áður með formennsku í iðnaðarnefnd. „Það var ekkert víst að ég færi í sömu nefndir, bara að ég hefði sams konar stöðu, það er að segja færi með formennsku í nefnd," sagði Kristinn í gær. Hjálmar segir nefndasetum Kristins fjölgað, hann sé í þremur nefndum og gegni varaformennsku í þeim öllum. „Í því felast ákveðin skilaboð," segir Hjálmar. Eftir sáttafundinn 2005 settist Kristinn í tvær þingnefndir og bjóst þá við að breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan um haustið. Af því varð ekki. Á þriðjudagskvöld var svo gengið frá nefndaskipan vetrarins í kjölfar nýlegra breytinga í þingliði flokksins. Kristinn segist vilja hafa það fyrir sjálfan sig hvort niðurstaða þingflokksins komi sér á óvart, en hann sat ekki fundinn. Hins vegar segir hann menn hafa gengið frá flokksþingi um helgina með það að markmiði að jafna ágreining. Hjálmar vísar einnig til sáttatóns flokksþingsins. „Ég hélt að hann, eins og allir aðrir framsóknarmenn, ætlaði að sitja á friðarstóli." Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
„Það liggur fyrir ákveðið samkomulag um hlutina sem ég tel að eigi eftir að klára," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið þegar ljóst varð hvernig þingflokkur framsóknarmanna hagar skipan í nefndir Alþingis í vetur. Kristni er ekki ætluð nefndaformennska en er varaformaður þriggja nefnda. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist ekki skilja hvað vaki fyrir Kristni. „Ég botna ekkert í honum því hann veit betur. Þegar hann fullyrðir að hann hafi átt að fá formennsku þá fer hann ekki með rétt mál," sagði Hjálmar í samtali við Fréttablaðið í gær. Þingflokkurinn vék Kristni úr nefndum þingsins árið 2004 en í febrúar 2005 náðust sættir á sögulegum kvöldverðarfundi þingflokksins á veitingastaðnum Við tjörnina. Kristinn fullyrðir að í samkomulaginu hafi falist að hann yrði nefndarformaður á ný en hann fór áður með formennsku í iðnaðarnefnd. „Það var ekkert víst að ég færi í sömu nefndir, bara að ég hefði sams konar stöðu, það er að segja færi með formennsku í nefnd," sagði Kristinn í gær. Hjálmar segir nefndasetum Kristins fjölgað, hann sé í þremur nefndum og gegni varaformennsku í þeim öllum. „Í því felast ákveðin skilaboð," segir Hjálmar. Eftir sáttafundinn 2005 settist Kristinn í tvær þingnefndir og bjóst þá við að breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan um haustið. Af því varð ekki. Á þriðjudagskvöld var svo gengið frá nefndaskipan vetrarins í kjölfar nýlegra breytinga í þingliði flokksins. Kristinn segist vilja hafa það fyrir sjálfan sig hvort niðurstaða þingflokksins komi sér á óvart, en hann sat ekki fundinn. Hins vegar segir hann menn hafa gengið frá flokksþingi um helgina með það að markmiði að jafna ágreining. Hjálmar vísar einnig til sáttatóns flokksþingsins. „Ég hélt að hann, eins og allir aðrir framsóknarmenn, ætlaði að sitja á friðarstóli."
Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira