Samkeppniseftirlitið kallar á afnám margvíslegra gjalda 24. ágúst 2006 07:00 Páll Gunnar Pálsson Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna. Geta fólks til að skipta um viðskiptabanka sé mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. Meðal þess sem Samkeppniseftirlitið leggur til er niðurfelling stimpilgjalds, afnám uppgreiðslugjalds af lánum og að takmörkuð verði samtvinnun þjónustu hjá bönkunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að nú verði gengið til viðræðna við bankana og stjórnvöld um þessi atriði og hann væntir niðurstaðna á næstu misserum. Hann kynnti í gær, ásamt Kristjáni Indriðasyni viðskiptafræðingi, nýja skýrslu norrænna samkeppniseftirlita um stöðuna á viðskiptabankamarkaði í löndunum. Kristján var fulltrúi Samkeppniseftirlitsins við vinnu skýrslunnar. Í henni kemur fram að samþjöppun á bankamarkaði hér sé mjög mikil, sem og reyndar á hinum Norðurlöndunum. „Þá er þekkt staðreynd að enginn erlendur banki í alhliða bankaþjónustu er starfandi á Íslandi, sem er galli út frá samkeppnislegu sjónarmiði,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að einnig sé bent á að vaxtamunur hér sé meiri en erlendis, eignarhald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum sé mjög samtvinnað og að viðskiptavinir bankanna skipti sjaldan eða ekki um banka. „Þetta er samnorrænt einkenni og aðgerða er þörf.“ Tilefni skýrslunnar var lítil hreyfing á viðskiptavinum bankanna og aðgangshindranir að mörkuðum sem ollu samkeppniseftirlitum á öllum Norðurlöndunum áhyggjum, segir Páll Gunnar. Hann segir að hér hafi þó verið tekin skref í rétta átt varðandi eignarhald á greiðslukortakerfum og aðgangi að sameiginlegum greiðslukerfum. „Hér hafa menn verið að vinna sig út úr ákveðnu gömlu sniði og við höfum trú á því að stefni í rétta átt, en betur má ef duga skal,“ segir hann og kveður ekki mega vera háð duttlungum þeirra sem fyrir eru hverjir fái aðgang að greiðslukerfunum. Hann segir mikilvægt að fá hingað erlenda banka, enda hefði það góð áhrif hér. Hann segir eins koma til greina að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka sem eru í öðrum löndum og þar geti internetið hjálpað. Eins segir í skýrslunni að örðugt geti verið að glöggva sig á hvaða banki býður best kjör, enda auki samtvinnun þjónustu og tryggðarkerfi flækjustig í þeim efnum. Er því lagt til að komið verði upp heimasíðu þar sem nálgast megi upplýsingar og samanburð á bönkunum. Þá er lagt til að búnar verði til sérstakar reglur um hvernig standa skuli að málum vilji fólk skipta um viðskiptabanka. Þá segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins að lesa megi úr góðri afkomu bankanna að svigrúm hljóti að vera til aukinnar samkeppni. Með skýrslu samkeppniseftirlitanna segir hann búið að setja fram hugmyndir um það sem betur megi fara og leiðir til að ná þeim markmiðum. Við taki viðræður um þær leiðir. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna. Geta fólks til að skipta um viðskiptabanka sé mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. Meðal þess sem Samkeppniseftirlitið leggur til er niðurfelling stimpilgjalds, afnám uppgreiðslugjalds af lánum og að takmörkuð verði samtvinnun þjónustu hjá bönkunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að nú verði gengið til viðræðna við bankana og stjórnvöld um þessi atriði og hann væntir niðurstaðna á næstu misserum. Hann kynnti í gær, ásamt Kristjáni Indriðasyni viðskiptafræðingi, nýja skýrslu norrænna samkeppniseftirlita um stöðuna á viðskiptabankamarkaði í löndunum. Kristján var fulltrúi Samkeppniseftirlitsins við vinnu skýrslunnar. Í henni kemur fram að samþjöppun á bankamarkaði hér sé mjög mikil, sem og reyndar á hinum Norðurlöndunum. „Þá er þekkt staðreynd að enginn erlendur banki í alhliða bankaþjónustu er starfandi á Íslandi, sem er galli út frá samkeppnislegu sjónarmiði,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að einnig sé bent á að vaxtamunur hér sé meiri en erlendis, eignarhald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum sé mjög samtvinnað og að viðskiptavinir bankanna skipti sjaldan eða ekki um banka. „Þetta er samnorrænt einkenni og aðgerða er þörf.“ Tilefni skýrslunnar var lítil hreyfing á viðskiptavinum bankanna og aðgangshindranir að mörkuðum sem ollu samkeppniseftirlitum á öllum Norðurlöndunum áhyggjum, segir Páll Gunnar. Hann segir að hér hafi þó verið tekin skref í rétta átt varðandi eignarhald á greiðslukortakerfum og aðgangi að sameiginlegum greiðslukerfum. „Hér hafa menn verið að vinna sig út úr ákveðnu gömlu sniði og við höfum trú á því að stefni í rétta átt, en betur má ef duga skal,“ segir hann og kveður ekki mega vera háð duttlungum þeirra sem fyrir eru hverjir fái aðgang að greiðslukerfunum. Hann segir mikilvægt að fá hingað erlenda banka, enda hefði það góð áhrif hér. Hann segir eins koma til greina að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka sem eru í öðrum löndum og þar geti internetið hjálpað. Eins segir í skýrslunni að örðugt geti verið að glöggva sig á hvaða banki býður best kjör, enda auki samtvinnun þjónustu og tryggðarkerfi flækjustig í þeim efnum. Er því lagt til að komið verði upp heimasíðu þar sem nálgast megi upplýsingar og samanburð á bönkunum. Þá er lagt til að búnar verði til sérstakar reglur um hvernig standa skuli að málum vilji fólk skipta um viðskiptabanka. Þá segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins að lesa megi úr góðri afkomu bankanna að svigrúm hljóti að vera til aukinnar samkeppni. Með skýrslu samkeppniseftirlitanna segir hann búið að setja fram hugmyndir um það sem betur megi fara og leiðir til að ná þeim markmiðum. Við taki viðræður um þær leiðir.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira