Alþýðusambandið hugleiðir evrulaun 23. ágúst 2006 07:30 Sá möguleiki að launafólk fái hluta launa sinna greiddan í evrum hefur verið ræddur á vettvangi Alþýðusambands Íslands. Ég get staðfest að þessi hugmynd hefur komið upp. Ekki kannski um að semja alfarið í evrum heldur að fólk geti tekið út ákveðinn hluta launa sinna í evrum, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Hann segir vangavelturnar tengdar því að fólk sé með langtímalán í erlendri mynt. Mjög dýrt er fyrir einstaklinga að standa gjaldeyrisvaktina, slíkt er fyrirtækjunum jú miklu tamara. Fyrirtækin gætu þá axlað það ef launamaðurinn vildi taka lán í evrum, bætir hann við. Með þessu segir Gylfi að lágmarka mætti gengisáhættu af því að taka húsnæðislán í erlendri mynt. Gylfi segir hins vegar varhugaverðara ef fólk færi að semja um evrulaun í einstaklingsbundnum samningum því sú staða gæti komið upp, vegna gengissveiflna, að laun fólks færu niður fyrir lögbundin lágmarkslaun. Málið er því ekki alveg einfalt, segir hann. Á ársfundi ASÍ í október verður umræða um kosti og galla krónunnar. Á því er engin launung að sveiflukenndur gjaldmiðill, eins og krónan er, og mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn bitna mjög illilega á fólki. Grunnvextir eru 13,5 prósent, sem þýðir að fólk er að borga af venjulegum lánum frá 15 upp í 18 prósenta vexti. Það gefur auga leið að þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomu okkar félagsmanna. Meðal fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fá tekjur sína að mestu erlendis frá er nú í gangi umræða um kosti þess að breyta skráningu hlutabréfa þeirra í Kauphöllinni úr krónum í evrur. Er það einnig sagt skref í þá átt að laða að erlenda fjárfesta. Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Sá möguleiki að launafólk fái hluta launa sinna greiddan í evrum hefur verið ræddur á vettvangi Alþýðusambands Íslands. Ég get staðfest að þessi hugmynd hefur komið upp. Ekki kannski um að semja alfarið í evrum heldur að fólk geti tekið út ákveðinn hluta launa sinna í evrum, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Hann segir vangavelturnar tengdar því að fólk sé með langtímalán í erlendri mynt. Mjög dýrt er fyrir einstaklinga að standa gjaldeyrisvaktina, slíkt er fyrirtækjunum jú miklu tamara. Fyrirtækin gætu þá axlað það ef launamaðurinn vildi taka lán í evrum, bætir hann við. Með þessu segir Gylfi að lágmarka mætti gengisáhættu af því að taka húsnæðislán í erlendri mynt. Gylfi segir hins vegar varhugaverðara ef fólk færi að semja um evrulaun í einstaklingsbundnum samningum því sú staða gæti komið upp, vegna gengissveiflna, að laun fólks færu niður fyrir lögbundin lágmarkslaun. Málið er því ekki alveg einfalt, segir hann. Á ársfundi ASÍ í október verður umræða um kosti og galla krónunnar. Á því er engin launung að sveiflukenndur gjaldmiðill, eins og krónan er, og mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn bitna mjög illilega á fólki. Grunnvextir eru 13,5 prósent, sem þýðir að fólk er að borga af venjulegum lánum frá 15 upp í 18 prósenta vexti. Það gefur auga leið að þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomu okkar félagsmanna. Meðal fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fá tekjur sína að mestu erlendis frá er nú í gangi umræða um kosti þess að breyta skráningu hlutabréfa þeirra í Kauphöllinni úr krónum í evrur. Er það einnig sagt skref í þá átt að laða að erlenda fjárfesta.
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira