Alcoa Fjarðaál greiddi samtals 76.951 krónu fyrir uppihald tveggja lögreglumanna frá Eskifirði, sem sóttu tveggja vikna námskeið í fíkniefnaleit til Flórída í Bandaríkjunum árið 2004.
Auk Alcoa styrktu ýmis fyrirtæki og stofnanir af Austurlandi námsför mannanna, en mennirnir sóttu um styrk fyrir ferðinni í eigin nafni.
Samkvæmt fréttatilkynningu sem barst frá álfyrirtækinu í kjölfar fregna af styrkveitingunni, kemur fram að fyrirtækið hefur veitt um 150 milljónir króna til ýmissa samfélagsverkefna á Austurlandi. Þar ber einna hæst framlag fyrirtækisins til byggingar íþróttahúss í Fjarðabyggð.