Glíma um fé til EFTA 23. ágúst 2006 07:00 Evrópumál Svisslendingar vilja ekki lengur greiða fullan hluta sinn af rekstrarkostnaði Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, að því er segir í frétt norsku fréttastofunnar NTB í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. Joseph Deiss, sem þar til fyrir skemmstu var viðskiptaráðherra Sviss, kvað hafa viðrað þessar óskir svissneskra stjórnvalda um breytta deilingu rekstrarkostnaðar EFTA á ráðherrafundi EFTA á Höfn í Hornafirði í lok júní. En þetta útspil Svisslendinga er fyrst núna komið upp á yfirborð umræðunnar, og kallar á viðbrögð í hinum EFTA-löndunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þessar óskir Svisslendinga setja í uppnám málamiðlun sem samið var um árið 1995, eftir að Svisslendingar ákváðu að taka ekki þátt í EES-samstarfinu. Þá vildu Íslendingar og Norðmenn að aðalskrifstofa EFTA yrði flutt frá Genf til Brussel, þar sem meginhluti starfsemi EFTA tengdist EES-samstarfinu. Á það vildu Svisslendingar ekki fallast, svo lendingin varð sú að skrifstofunni var skipt í tvennt. Svisslendingar greiddu þó hlutfallslega stærri hluta kostnaðarins, enda fengu þeir að senda áheyrnarfulltrúa á ýmsa fundi sem tengdust EES-samstarfinu við Evrópusambandið, sem gerði Svisslendingum kleift að fylgjast náið með ýmsum málum sem vörðuðu einnig þeirra hagsmuni á innri markaði Evrópu. Nú hefur sú breyting orðið á að Sviss hefur gert eigin tvíhliða samninga við Evrópusambandið, sem ná að vísu ekki yfir eins vítt svið og EES-samningurinn en hafa nú leitt til þessara óska um að lækka fjárframlagið til EFTA. „Í stórum dráttum vilja Svisslendingar borga fyrir það sem EFTA gerir í Genf, en ekki í Brussel,“ segir í frétt NTB. Víst þykir að ætli Svisslendingar að halda þessum kröfum til streitu geri Íslendingar og Norðmenn aftur kröfu um að öll EFTA-skrifstofan verði flutt til Brussel, enda augljós sparnaður sem fengist fram með því. NTB hefur eftir Antoni Egger, næstæðsta fulltrúa Sviss á EFTA-skrifstofunni í Genf, að stjórnin í Bern standi fast á því að framlag Sviss til EFTA verði tekið til gagngerrar endurskoðunar í haust. Erlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Evrópumál Svisslendingar vilja ekki lengur greiða fullan hluta sinn af rekstrarkostnaði Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, að því er segir í frétt norsku fréttastofunnar NTB í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. Joseph Deiss, sem þar til fyrir skemmstu var viðskiptaráðherra Sviss, kvað hafa viðrað þessar óskir svissneskra stjórnvalda um breytta deilingu rekstrarkostnaðar EFTA á ráðherrafundi EFTA á Höfn í Hornafirði í lok júní. En þetta útspil Svisslendinga er fyrst núna komið upp á yfirborð umræðunnar, og kallar á viðbrögð í hinum EFTA-löndunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þessar óskir Svisslendinga setja í uppnám málamiðlun sem samið var um árið 1995, eftir að Svisslendingar ákváðu að taka ekki þátt í EES-samstarfinu. Þá vildu Íslendingar og Norðmenn að aðalskrifstofa EFTA yrði flutt frá Genf til Brussel, þar sem meginhluti starfsemi EFTA tengdist EES-samstarfinu. Á það vildu Svisslendingar ekki fallast, svo lendingin varð sú að skrifstofunni var skipt í tvennt. Svisslendingar greiddu þó hlutfallslega stærri hluta kostnaðarins, enda fengu þeir að senda áheyrnarfulltrúa á ýmsa fundi sem tengdust EES-samstarfinu við Evrópusambandið, sem gerði Svisslendingum kleift að fylgjast náið með ýmsum málum sem vörðuðu einnig þeirra hagsmuni á innri markaði Evrópu. Nú hefur sú breyting orðið á að Sviss hefur gert eigin tvíhliða samninga við Evrópusambandið, sem ná að vísu ekki yfir eins vítt svið og EES-samningurinn en hafa nú leitt til þessara óska um að lækka fjárframlagið til EFTA. „Í stórum dráttum vilja Svisslendingar borga fyrir það sem EFTA gerir í Genf, en ekki í Brussel,“ segir í frétt NTB. Víst þykir að ætli Svisslendingar að halda þessum kröfum til streitu geri Íslendingar og Norðmenn aftur kröfu um að öll EFTA-skrifstofan verði flutt til Brussel, enda augljós sparnaður sem fengist fram með því. NTB hefur eftir Antoni Egger, næstæðsta fulltrúa Sviss á EFTA-skrifstofunni í Genf, að stjórnin í Bern standi fast á því að framlag Sviss til EFTA verði tekið til gagngerrar endurskoðunar í haust.
Erlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira