Landlæknir segir brýna þörf á úrræðum fyrir feit börn 22. ágúst 2006 08:00 Sigurður Guðmundsson Fimmtán til tuttugu einstaklingar undir tvítugu bíða eftir þjónustu næringarsviðs Reykjalundar, að sögn Lúðvíks Guðmundssonar, læknis deildarinnar. Hann segir úrræði vanta fyrir börn og unglinga sem eiga við offituvandamál að stríða. Lúðvík segir ungt fólk yfirleitt ekki komið með líkamleg einkenni vegna offitunnar en félagsleg vandamál þessa aldursflokks séu aftur á móti meira áberandi. "Ungt fólk er í meirihluta þeirra sem sækja þjónustu hjá okkur og meðalaldur þeirra sem hafa farið í gegnum meðferð á næringarsviði eru 35 ár." Lúðvík segir þetta uggvænlega þróun, ekki síst í ljósi þess að miklar líkur séu á að barn sem orðið er of feitt tólf til fjórtán ára eigi við langvarandi offituvandamál að stríða. "Meðal eldra fólks eru líkamleg einkenni offitunnar algeng en hættuleg offita er það kallað þegar offitan er farin að hafa áhrif á líkamsstarfsemina." Lúðvík segir afleiðingarnar geta verið margvíslegar en segir þær alvarlegustu vera álag á hjarta- og æðakerfi, sykursýki, of háa blóðfitu, kæfisvefn og auknar líkur á kransæðastíflu. "Við þetta bætist svo brengluð hormónastarfsemi hjá konum sem getur valdið ófrjósemi ásamt auknum líkum á vandamálum í kringum meðgöngu og fæðingu." Lúðvík segir einstakling teljast hættulega feitan þegar líkamsþyngdarstuðull viðkomandi er kominn yfir fjörutíu. "Við þessar aðstæður er einstaklingur kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd. Þannig á karlmaður sem er 180 sentímetrar á hæð að vera 82-83 kíló. Þegar viðkomandi er kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd er hann orðinn 130 kíló eða meira." Lúðvík segir offitu einnig geta valdið stoðkerfisvandamálum, eins og slitgigt, sem ekki teljast hættuleg en hafi mikil áhrif á lífsgæði fólks. Sigurður Guðmundsson landlæknir tekur undir með Lúðvík um að úrræði vanti til að takast á við offituvandamál barna og segir þörfina orðna mjög brýna. "Fólk er ekki aðeins að leita með börn sín til Reykjalundar vegna offitu heldur einnig til heilsugæslustöðva og þangað er leitað með yngri börn en Lúðvík getur um hér að framan." Sigurður segir tölur staðfesta að íslensk börn séu feitlagnari nú en fyrir tíu árum síðan og að nú teljist eitt af hverjum fimm börnum of þung og eitt af hverjum tuttugu eigi við offituvandamál að stríða. Sigurður segir ekki mega líta framhjá mikilvægi forvarna þegar kemur að offitu og segir skólamötuneyti og íþróttatíma í skóla ákveðinn lykil að því að sporna við offitu. Sigurður segir að þrátt fyrir aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins vegna offitu sé það staðreynd að offituaðgerðir séu í hópi þeirra aðgerða sem beri bestan árangur og að þeir fjármunir skili sér aftur til þjóðfélagsins í formi bættrar heilsu og starfsorku viðkomandi. "Offita er samspil erfða og umhverfis og vitneskja um erfðaþáttinn er alltaf að aukast en nú er búið að finna fimm gen sem auka líkur á offitu. Hlutur samfélagsins er einnig stór og talið er að samfélagsþættir eins og offramboð á afþreyingu og óhollum mat eigi sinn þátt í aukinni offitu." Sigurður segir ekki hægt að benda á eitt kerfi sem eigi að taka á vandamálum vegna offitu en segir þetta verða að vera sambland forvarna og meðferðar fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna ofþyngdar sinnar. Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Fimmtán til tuttugu einstaklingar undir tvítugu bíða eftir þjónustu næringarsviðs Reykjalundar, að sögn Lúðvíks Guðmundssonar, læknis deildarinnar. Hann segir úrræði vanta fyrir börn og unglinga sem eiga við offituvandamál að stríða. Lúðvík segir ungt fólk yfirleitt ekki komið með líkamleg einkenni vegna offitunnar en félagsleg vandamál þessa aldursflokks séu aftur á móti meira áberandi. "Ungt fólk er í meirihluta þeirra sem sækja þjónustu hjá okkur og meðalaldur þeirra sem hafa farið í gegnum meðferð á næringarsviði eru 35 ár." Lúðvík segir þetta uggvænlega þróun, ekki síst í ljósi þess að miklar líkur séu á að barn sem orðið er of feitt tólf til fjórtán ára eigi við langvarandi offituvandamál að stríða. "Meðal eldra fólks eru líkamleg einkenni offitunnar algeng en hættuleg offita er það kallað þegar offitan er farin að hafa áhrif á líkamsstarfsemina." Lúðvík segir afleiðingarnar geta verið margvíslegar en segir þær alvarlegustu vera álag á hjarta- og æðakerfi, sykursýki, of háa blóðfitu, kæfisvefn og auknar líkur á kransæðastíflu. "Við þetta bætist svo brengluð hormónastarfsemi hjá konum sem getur valdið ófrjósemi ásamt auknum líkum á vandamálum í kringum meðgöngu og fæðingu." Lúðvík segir einstakling teljast hættulega feitan þegar líkamsþyngdarstuðull viðkomandi er kominn yfir fjörutíu. "Við þessar aðstæður er einstaklingur kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd. Þannig á karlmaður sem er 180 sentímetrar á hæð að vera 82-83 kíló. Þegar viðkomandi er kominn sextíu prósent yfir kjörþyngd er hann orðinn 130 kíló eða meira." Lúðvík segir offitu einnig geta valdið stoðkerfisvandamálum, eins og slitgigt, sem ekki teljast hættuleg en hafi mikil áhrif á lífsgæði fólks. Sigurður Guðmundsson landlæknir tekur undir með Lúðvík um að úrræði vanti til að takast á við offituvandamál barna og segir þörfina orðna mjög brýna. "Fólk er ekki aðeins að leita með börn sín til Reykjalundar vegna offitu heldur einnig til heilsugæslustöðva og þangað er leitað með yngri börn en Lúðvík getur um hér að framan." Sigurður segir tölur staðfesta að íslensk börn séu feitlagnari nú en fyrir tíu árum síðan og að nú teljist eitt af hverjum fimm börnum of þung og eitt af hverjum tuttugu eigi við offituvandamál að stríða. Sigurður segir ekki mega líta framhjá mikilvægi forvarna þegar kemur að offitu og segir skólamötuneyti og íþróttatíma í skóla ákveðinn lykil að því að sporna við offitu. Sigurður segir að þrátt fyrir aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins vegna offitu sé það staðreynd að offituaðgerðir séu í hópi þeirra aðgerða sem beri bestan árangur og að þeir fjármunir skili sér aftur til þjóðfélagsins í formi bættrar heilsu og starfsorku viðkomandi. "Offita er samspil erfða og umhverfis og vitneskja um erfðaþáttinn er alltaf að aukast en nú er búið að finna fimm gen sem auka líkur á offitu. Hlutur samfélagsins er einnig stór og talið er að samfélagsþættir eins og offramboð á afþreyingu og óhollum mat eigi sinn þátt í aukinni offitu." Sigurður segir ekki hægt að benda á eitt kerfi sem eigi að taka á vandamálum vegna offitu en segir þetta verða að vera sambland forvarna og meðferðar fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna ofþyngdar sinnar.
Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira