Kínverjarnir þegja allir sem einn 22. ágúst 2006 07:15 Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, rannsakar lögregla líkamsárásina í svefnskála við Kárahnjúka ekki sem manndrápstilraun. Ráðist var með hrottafengnum hætti á Kínverja á fimmtugsaldri. Ráðist var á manninn, sem heitir Xu-Tingfa, aðfaranótt sunnudags inni á svefnherbergi hans í svefnskála þar sem einungis Kínverjar búa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mögulegt að árásarmennirnir séu farnir af landi brott en hópur Kínverja af svæðinu flaug frá Egilsstöðum í fyrrinótt, áleiðis til Kaupmannahafnar. Maðurinn fannst afar illa útleikinn á sunnudagsmorgun þar sem hann lá í blóði sínu og ælu. Blóðslettur voru uppi um alla veggi en maðurinn missti mikið blóð og var honum vart hugað líf í fyrstu. Talið er að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Árásin er talin tengjast óuppgerðum peningamálum. Gert hefur verið að sárum mannsins og mun líðan hans vera eftir atvikum góð. Hann verður fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Að sögn er afar hljóðbært á milli herbergja í svefnskálanum þar sem árásin varð. Þrátt fyrir það hefur enn enginn gefið sig fram við lögreglu með upplýsingar sem gætu stuðlað að lausn málsins. Sumir Kínverjanna hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið því fram að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana, en læknir á Kárahnjúkum telur það ómögulegt. Um tuttugu Kínverjar voru yfirheyrðir í fyrradag með litlum árangri. Steingrímur Þorbjarnarson gegnir stöðu trúnaðarmanns á Kárahnjúkum um þessar mundir. Hann talar kínversku og hefur aðstoðað lögreglu við yfirheyrslurnar. Hann segir Kínverjana á svæðinu í uppnámi vegna atburðarins og að enginn þeirra vilji nokkuð tjá sig um málið. Steingrímur segir þekkt á meðal Kínverja að taka í spil sín á milli og endrum og eins séu peningar lagðir undir, en þó aldrei verulegar fjárhæðir. „Það hefur ekkert frést af því að menn hafi verið að koma sér í skuldir eða vandræði vegna þessara fjárhættuspila,“ segir Steingrímur. „Það er ekkert sem bendir til að svo hafi verið í þessu tilfelli.“ Engir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en vettvangur árásarinnar var rannsakaður í gær af tæknideild rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina. Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, rannsakar lögregla líkamsárásina í svefnskála við Kárahnjúka ekki sem manndrápstilraun. Ráðist var með hrottafengnum hætti á Kínverja á fimmtugsaldri. Ráðist var á manninn, sem heitir Xu-Tingfa, aðfaranótt sunnudags inni á svefnherbergi hans í svefnskála þar sem einungis Kínverjar búa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mögulegt að árásarmennirnir séu farnir af landi brott en hópur Kínverja af svæðinu flaug frá Egilsstöðum í fyrrinótt, áleiðis til Kaupmannahafnar. Maðurinn fannst afar illa útleikinn á sunnudagsmorgun þar sem hann lá í blóði sínu og ælu. Blóðslettur voru uppi um alla veggi en maðurinn missti mikið blóð og var honum vart hugað líf í fyrstu. Talið er að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Árásin er talin tengjast óuppgerðum peningamálum. Gert hefur verið að sárum mannsins og mun líðan hans vera eftir atvikum góð. Hann verður fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Að sögn er afar hljóðbært á milli herbergja í svefnskálanum þar sem árásin varð. Þrátt fyrir það hefur enn enginn gefið sig fram við lögreglu með upplýsingar sem gætu stuðlað að lausn málsins. Sumir Kínverjanna hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið því fram að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana, en læknir á Kárahnjúkum telur það ómögulegt. Um tuttugu Kínverjar voru yfirheyrðir í fyrradag með litlum árangri. Steingrímur Þorbjarnarson gegnir stöðu trúnaðarmanns á Kárahnjúkum um þessar mundir. Hann talar kínversku og hefur aðstoðað lögreglu við yfirheyrslurnar. Hann segir Kínverjana á svæðinu í uppnámi vegna atburðarins og að enginn þeirra vilji nokkuð tjá sig um málið. Steingrímur segir þekkt á meðal Kínverja að taka í spil sín á milli og endrum og eins séu peningar lagðir undir, en þó aldrei verulegar fjárhæðir. „Það hefur ekkert frést af því að menn hafi verið að koma sér í skuldir eða vandræði vegna þessara fjárhættuspila,“ segir Steingrímur. „Það er ekkert sem bendir til að svo hafi verið í þessu tilfelli.“ Engir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en vettvangur árásarinnar var rannsakaður í gær af tæknideild rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina.
Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira