Bjóða fjórar milljónir á ári 22. ágúst 2006 06:30 Hrönn Pétursdóttr Alcoa auglýsti um helgina eftir hundrað starfsmönnum til starfa við álver fyrirtækisins í Reyðarfirði. Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alcoa Fjarðaál, sagði í samtali við Fréttablaðið að sóst væri eftir fólki til að fylla í stöður framleiðslustarfsmanna annars vegar, sem munu stýra hugbúnaði og vinnuvélum við framleiðslu álsins, og raf- og vélvirkja hins vegar, sem sinna viðhaldi. Um langtímastörf er að ræða. Hrönn segir að raf- og vélvirkjar séu krafðir um tilskylda menntun, en almenn menntun dugi í framleiðslustörf. "Starfsmenn munu hljóta þriggja til fimm ára menntun innanhúss," útskýrir hún. "Tölvukerfi, vinnuvélar og tæki eru til að mynda mjög sérhæfð og innanhúsmenntunin því nauðsynleg." Alcoa býður starfsmönnum um fjórar milljónir í árslaun, sem samsvarar um 340 þúsund krónum á mánuði. Að sögn Hrannar á þessi tala þó aðeins við um þá sem vinna eftir vaktakerfi og lokið hafa viðeigandi starfsþjálfun. "Þegar fólk hefur lokið 18-36 mánaða grunnþjálfun, er það komið upp í þessi laun," segir hún. Störf af þessu tagi voru fyrst auglýst í mars á þessu ári og var aðsóknin þá góð, að sögn Hrannar. Hún ráðgerir að hún verði ekki minni nú og segist vona til að fjölga konum, sem eru nú um það bil 27 prósent starfsmanna, enda sé ekki um líkamlega erfið störf að ræða. Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Alcoa auglýsti um helgina eftir hundrað starfsmönnum til starfa við álver fyrirtækisins í Reyðarfirði. Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alcoa Fjarðaál, sagði í samtali við Fréttablaðið að sóst væri eftir fólki til að fylla í stöður framleiðslustarfsmanna annars vegar, sem munu stýra hugbúnaði og vinnuvélum við framleiðslu álsins, og raf- og vélvirkja hins vegar, sem sinna viðhaldi. Um langtímastörf er að ræða. Hrönn segir að raf- og vélvirkjar séu krafðir um tilskylda menntun, en almenn menntun dugi í framleiðslustörf. "Starfsmenn munu hljóta þriggja til fimm ára menntun innanhúss," útskýrir hún. "Tölvukerfi, vinnuvélar og tæki eru til að mynda mjög sérhæfð og innanhúsmenntunin því nauðsynleg." Alcoa býður starfsmönnum um fjórar milljónir í árslaun, sem samsvarar um 340 þúsund krónum á mánuði. Að sögn Hrannar á þessi tala þó aðeins við um þá sem vinna eftir vaktakerfi og lokið hafa viðeigandi starfsþjálfun. "Þegar fólk hefur lokið 18-36 mánaða grunnþjálfun, er það komið upp í þessi laun," segir hún. Störf af þessu tagi voru fyrst auglýst í mars á þessu ári og var aðsóknin þá góð, að sögn Hrannar. Hún ráðgerir að hún verði ekki minni nú og segist vona til að fjölga konum, sem eru nú um það bil 27 prósent starfsmanna, enda sé ekki um líkamlega erfið störf að ræða.
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira