Karlmaður í Eskilstuna í Svíþjóð varð óþægilega undrandi þegar hann fór niður í kjallara hjá sér aðfaranótt sunnudags. Í kjallaranum hafi eins og hálfs metra eiturslanga hringað sig á gólfinu.
Maðurinn kallaði að sjálfsögðu strax á lögregluna og hún kom í fylgd slöngusérfræðings, að sögn Expressen. Slöngusérfræðingurinn hefur slönguna í haldi meðan lögregla rannsakar málið og leitar eigandans. -