Erlent

Vædderen lagður af stað

Varðskipið Vædderen Hélt fyrir helgi af stað í vísindaferð umhverfis jörðina.
Varðskipið Vædderen Hélt fyrir helgi af stað í vísindaferð umhverfis jörðina.

Danska varðskipið Vædderen, sem breytt hefur verið í vísindaleiðangursskip, lagði fyrir helgi upp frá Kaupmannahöfn í hnattsiglingarleiðangurinn Galathea 3.

Í stað þess að sigla beinustu leið til Þórshafnar í Færeyjum, sem átti að verða fyrsti leggur ferðarinnar, kemur skipið við í slipp í Karlskrona í Suður-Svíþjóð, þar sem við prófanir í vikunni kom í ljós að endurnýja þyrfti pakkningu á einu skrúfudrifskafti skipsins. Frá þessu var greint á fréttavef Politiken.

Þótt Vædderen hafi oft haft viðkomu í Reykjavíkurhöfn á liðnum árum siglir það hjá garði að þessu sinni, fer beina leið frá Færeyjum að Grænlandsströndum. Leiðangrinum á að ljúka í apríl í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×