Heiðarlega löggan sem vill breyta rétt 12. ágúst 2006 06:30 Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, komst í hann krappann í vikunni þegar það kom í hans hlut að verja aðgerðir lögreglunnar, sem þótti ganga full vasklega fram í aðgerðum sínum gegn mótmælendum við Kárahnjúka. Mótmælendur vönduðu Óskari og hans mönnum ekki kveðjurnar í fjölmiðlum og sökuðu lögregluna um að hafa beitt friðsamlega mótmælendur ofbeldi og einn úr hópi Íslandsvina fullyrti að Óskar hefði ekið á sig við fjölskyldubúðir nálægt Kárahnjúkavirkjun. Óskar hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagði manninn sem var ekið var á hafa sýnt ógnandi hegðun. Í viðtali við Fréttablaðið um síðastu helgi neitaði Óskar því að mótmælendur hefðu verið beittir harðræði og sagði aðgerðir lögreglu hafa verið réttmætar. Óskari rann þó eitthvað í skap öllum atganginum og á myndbroti sem sýnt var í Sjónvarpinu sást hann stugga við myndatökumanni Sjónvarpsins þar sem verið var að mynda mótmælendur og lögreglumenn á lóð lögreglustöðvarinnar á Egilsstöðum. Óskar viðurkenndi síðar að þar hafi hann gengið of langt og baðst afsökunnar á framkomu sinni. Í framhaldinu mætti hann í Kastljós Sjónvarpsins og skýrði sína hlið á málinu. Fyrrum samstarfsfélagi í lögreglunni Óskars segir hann traustan og samviskusaman félaga og vinnufélaga sem vilji gera rétt. Óskar þykir fastur fyrir, öflugur og maður stórra verka. Þá er hann saður varkár og athugull og að hann gæti þess að vera ætíð með allt á hreinu í leik og starfi. Vinir Óskars líkja honum við klett í hafi og að hann hreinn og beinn í samskiptum, heiðarlegur og sansögull. Óskar er fæddur í Reykjavík árið 1956 og byrjaði að starfa við löggæslu árið 1975 og hefur starfað innan hennar allar götur síðan ef frá er talið árið 1986-1987. Óskar tók við starfi yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum fyrir ári síðan en hann hafði áður starfað þar um nokkurra mánaða skeið árið 1995. Sem barn var Óskar sex sumur í sveit á Hvanná á Jökuldal þannig að segja má að rætur hans megi að einhverju leyti rekja til Austurlands. Af fyrri störfum Óskars má nefna að hann hefur bæði starfað í almennri deild lögreglunnar og einnig í slysarannsóknardeild, þá var hann í afleysingum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins árið 1982. Óskar hefur verið ötull í félags- og trúnaðarmálum innan lögreglunnar og unnið mikið starf fyrir lögregluna í gegnum tíðina. Hann er í stjórn Íþróttafélags lögreglunnar í Reykjavík og hefur gegnt starfi formanns Landssambands lögreglumanna. Óskar ólst upp í hópi sex systkina í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík og lét snemma að sér kveða við það að fanga dúfur og byggja dúfna- og kanínukofa. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er systir Óskars og hún segir hann alltaf hafa verið hugmyndaríkan og framtakssaman og vanda til verka í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Óskar er frændrækinn mjög og er upphafsmaður Bjartmarz-golfmótsins þar sem ættingjar á öllum aldri koma saman og etja kappi á golfvellinum. Jónína segir að í ljósi þess hversu þéttur bróðir hennar sé á velli sé ekki að undra að hann hafi rekið sig utan í myndatökumann Sjónvarpsins fyrr í vikunni. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, komst í hann krappann í vikunni þegar það kom í hans hlut að verja aðgerðir lögreglunnar, sem þótti ganga full vasklega fram í aðgerðum sínum gegn mótmælendum við Kárahnjúka. Mótmælendur vönduðu Óskari og hans mönnum ekki kveðjurnar í fjölmiðlum og sökuðu lögregluna um að hafa beitt friðsamlega mótmælendur ofbeldi og einn úr hópi Íslandsvina fullyrti að Óskar hefði ekið á sig við fjölskyldubúðir nálægt Kárahnjúkavirkjun. Óskar hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagði manninn sem var ekið var á hafa sýnt ógnandi hegðun. Í viðtali við Fréttablaðið um síðastu helgi neitaði Óskar því að mótmælendur hefðu verið beittir harðræði og sagði aðgerðir lögreglu hafa verið réttmætar. Óskari rann þó eitthvað í skap öllum atganginum og á myndbroti sem sýnt var í Sjónvarpinu sást hann stugga við myndatökumanni Sjónvarpsins þar sem verið var að mynda mótmælendur og lögreglumenn á lóð lögreglustöðvarinnar á Egilsstöðum. Óskar viðurkenndi síðar að þar hafi hann gengið of langt og baðst afsökunnar á framkomu sinni. Í framhaldinu mætti hann í Kastljós Sjónvarpsins og skýrði sína hlið á málinu. Fyrrum samstarfsfélagi í lögreglunni Óskars segir hann traustan og samviskusaman félaga og vinnufélaga sem vilji gera rétt. Óskar þykir fastur fyrir, öflugur og maður stórra verka. Þá er hann saður varkár og athugull og að hann gæti þess að vera ætíð með allt á hreinu í leik og starfi. Vinir Óskars líkja honum við klett í hafi og að hann hreinn og beinn í samskiptum, heiðarlegur og sansögull. Óskar er fæddur í Reykjavík árið 1956 og byrjaði að starfa við löggæslu árið 1975 og hefur starfað innan hennar allar götur síðan ef frá er talið árið 1986-1987. Óskar tók við starfi yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum fyrir ári síðan en hann hafði áður starfað þar um nokkurra mánaða skeið árið 1995. Sem barn var Óskar sex sumur í sveit á Hvanná á Jökuldal þannig að segja má að rætur hans megi að einhverju leyti rekja til Austurlands. Af fyrri störfum Óskars má nefna að hann hefur bæði starfað í almennri deild lögreglunnar og einnig í slysarannsóknardeild, þá var hann í afleysingum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins árið 1982. Óskar hefur verið ötull í félags- og trúnaðarmálum innan lögreglunnar og unnið mikið starf fyrir lögregluna í gegnum tíðina. Hann er í stjórn Íþróttafélags lögreglunnar í Reykjavík og hefur gegnt starfi formanns Landssambands lögreglumanna. Óskar ólst upp í hópi sex systkina í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík og lét snemma að sér kveða við það að fanga dúfur og byggja dúfna- og kanínukofa. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er systir Óskars og hún segir hann alltaf hafa verið hugmyndaríkan og framtakssaman og vanda til verka í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Óskar er frændrækinn mjög og er upphafsmaður Bjartmarz-golfmótsins þar sem ættingjar á öllum aldri koma saman og etja kappi á golfvellinum. Jónína segir að í ljósi þess hversu þéttur bróðir hennar sé á velli sé ekki að undra að hann hafi rekið sig utan í myndatökumann Sjónvarpsins fyrr í vikunni.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira