Erlent

Loksins leyfð í búðum vestra

neyðargetnaðarvörn 
Lyfið hefur ekki fengist í lausasölu í Bandaríkjunum.
neyðargetnaðarvörn Lyfið hefur ekki fengist í lausasölu í Bandaríkjunum.

Neyðargetnaðarvörn, eða svokölluð eftir-á-pilla, mun senn fást í lausasölu í Bandaríkjunum.

Framleiðandi lyfsins og Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna gerðu samkomulag á þriðjudag sem gæti leitt til þess að lyfið fáist án lyfseðils innan nokkurra vikna. Hingað til hefur lyfið verið lyfseðils­skylt og hefur það verið gagnrýnt mikið af kvenréttindasamtökum.

Eftir breytingarnar þurfa þó konur yngri en átján ára að framvísa lyfseðli frá lækni til að fá lyfið.

St. Paul Pioneer Press greindi frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×