Erlent

Ellefu skiptinemar hverfa

Ellefu nemar á tvítugsaldri frá Egyptalandi hafa horfið sporlaust í Bandaríkjunum, en þeir höfðu skráð sig í mánaðarlangt skiptinám við háskóla í Montana-ríki.

Þeir voru í hópi sautján manna sem komu inn í Bandaríkin 29. júlí á námsmannaáritunum til að hefja nám við skólann en aðeins sex úr hópnum mættu á námskeiðið.

Alríkislögreglan leitar nú mannanna, en eftir árásirnar 11. september var farið að fylgjast nánar með erlendum nemum í Bandaríkjunum. Nokkrir hryðjuverkamannanna voru í landinu árið 2001 undir því yfirskini að vera í flugnámi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×